Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 31
AR AB AHÖFÐIN GINN
125
hún frámunalega tauganæm — eirðarlaus
og óróleg, og hugur hennar allur í upp-
námi.
Nú var hún á hans valdi á ný, alein og
varnarlaus. Hvernig myndi hann nú
verða? Hún tók höndum um hné sér og
hallaði sér aftur á bak á koddana, öðru
hvoru hlustandi með kvíðablandinni eft-
irvæntingu og hélt þá niðri í sér andan-
um og hleraði af öllum mætti, en kveið
þó fyrir að heyra það, sem hún hlustaði
eftir. Hún þráði hann af allri sál sinni, —
en kveið þó samtímis komu hans. Hann
hafði breytzt svo einkennilega mikið, að
það kom fyrir, að henni virtist, að það
hlyti að vera ókunnugur maður, sem nú
kæmi aftur. Hún litaðist kvíðafull um í
herberginu, sem áður fyrr hafði hýst
hamingju hennar og kvalir. Hún hafði
aldrei áður fundið til óróleika og tauga-
veiklunar, en í kvöld hamaðist hug-
myndaflug hennar eins og fælinn hestur
—- það var, eins og loftið væri þrungið
rafmagni, er hreif hinar afar næmu taug-
ar hennar.
Ljósbjarminn frá litla lampanum féll í
hring utan um rúmið, en hinn hluti her-
bergisins lá í rökkurskugga, og úti í horn-
unum virtist vera fullt af furðulegum
skuggum, er nálguðust annað veifið, en
fjarlægðust svo á ný. Dyratjöldin og hús-
gögnin, sem hún var svo þaulkunnug,
tóku skringilegustu myndbreytingum, sem
hún starði óttaslegin á, unz hún að lokum
rak upp dálítinn gremjulegan hlátur og
strauk sig yfir ennið. Var nú ástin, sem
áður hafði gerbreytt henni, einnig að
gera hana að bleyðu? Var skynsemi
hennar þorrin, runnin inn í þessa einu
regin-sterku ástríðu, sem hertekið hafði
sinni hennar og sansa?
Hún skildi svo vel breytingu þá, sem
°rðin var á henni. Hún hafði aldrei litið
sérlega stórt á sjálfa sig, hafði aldrei
-reynt að taka í taumana vð þrjózku sína
og drambsemi. Hugur hennar hvarflaði
aftur yfir þessa síðustu mánuði, er höfðu
gerbreytt öllu lífi hennar. Hve það var
undarlegt allt saman! Hin síðasta dæma-
lausa uppáfynding hennar, sem hún hafði
keypt svo dýru verði, hafði verið eðlileg
afleiðing af yfirlætisfullri tilhneigingu
hennar til að fara sínu fram, hver sem í
hlut átti, og fylgja dutlungum sínum í
orði og verki beint upp í opið geðið á
öðrum, hvað sem þeir sögðu. En hér
hafði hún rekið sið illilega á: Með ennþá
rótgrónara yfirlæti og stálvilja, er var
miklu sterkari en vilji hennar sjálfrar,
hafði Ahmed Ben Hassan tamið hana, á
sama hátt og hann tamdi hina glæsilegu
gæðinga sína. Harðhent og miskunnar-
laust, án allrar tilslökunar, hafði hinn
reginsterki stálvilji hans beygt hana til
algerðrar undirgefni. Hún hugsaði til
þess, hve hún hafði hatað hann með öllu
sínu ástríðuþrungna og stórlynda eðli,
unz hatur hennar breyttist í ást, er var
engu síður sterk og ástríðuþrungin, en
hatrið hafði verið. Henni var ekki ljóst,
hvers vegna hún unni honum — hún
hafði aldrei getað rakið tildrög ástríðu
þeirrar, er hafði gagntekið hana, svo að
hún skyggði á allt annað; en henni skild-
ist það samt í undirdjúpum eðlis síns, að
það var eigi aðeins hinn fallegi, sterki
maður, sem hún unni, heldur margt annað
og margfallt meira í fari hans. Hún unni
honum í blindni og hugsunarlaust, til-
heyrði honum með sál og líkama, og
breyting sú, sem orðið hafði í sálarlífi
hennar, hafði einnig sett augljós merki í
ungt andlit hennar. Yfirlætissvipurinn og
drambsamt augnaráðið, sem hafði ein-
kennt hana frá æsku, hafði nú vikið fyrir
þráheitri blíðu ástfanginnar konu, hinn
litli þverúðarfulli munnur hafði misst
sinn háðslega boga — og með breyting-
um þessum var hún miklu fegurri, en
hún hafði verið nokkuru sinni áður. En