Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Blaðsíða 32
126
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
þrátt fyrir ást sína óttaðist hún hann
ennþá með sama lamandi kvíða og á
fyrstu dögum fangavistar sinnar. Þetta
var algeriega líkamlegur ótti, sem aldrei
hafði yfirgefið hana, jafnvel ekki hinar
sæluþrungnu vikur, rétt áður en Saint
Hubert bar að garði. Og nú bættist við
kvíði sá, sem var öllu öðru verri, og stöð-
ugt lá á verði í innstu fylgsnum sálar
hennar, svo að hún stundum varð alger-
lega eirðarlaus og ráfaði fram og aftur
um tjaldið eins og villidýr í búri. Það var
eins og hún hugsaði sér að komast undan
þeim ógæfunnar skugga, sem yfir henni
vofði — hinum angistarþunga kvíða fyrir
þeirri stund, er hann væri orðinn leiður
á henni. Þessi hugsun var henni seigpín-
andi sálarkvöl, og hún reyndi nú sem
ætíð endranær, að bægja henni frá sér,
en hún kom stöðugt á ný og ofsótti hana
eins og ásækin sending. Sí og æ hin
sama: Hann hafði ekki sótzt eftir henni
af ást; hér var hvorki um neina dýpri né
hærri tilhneigingu að ræða, heldur aðeins
löngun til að svala hverfulli ástríðu hans.
Hann hafði séð hana, girnst hana og tek-
ið hana, og er hún var komin algerlega á
hans vald, hafði það skemmt honum, að
brjóta þverúð hennar og beygja vilja
hennar og stolt rækilega. Hún skildi þetta
allt saman svo undur vel! Hann hafði
verið hreinskilinn og hafði aldrei látist
elska hana. Þegar hann var í góðu skapi,
átti hann til að vera blíður og vingjarn-
legur, en vinsemi er ekki ást. Hún hafði
aldrei séð þau svipbrigði í augum hans,
sem hana dreymdi um og þráði af hjarta
að geta vakið. Blíðuatlot hans gátu verið
heit og ástríðuþrungin eða ör og kæru-
laus, allt eftir því í hvaða skapi hann var
þá stundina. Hún vissi ekki, að hann
unni henni. Hún hafði ekki setið við
sjúkrabeð hans, er sárasóttin hafði lagt
honum hin eldheitu orð á varir; hún
hafði eigi heyrt það, sem Saint Hubert
heyrði, og er hann var orðinn frískur á
ný, hafði kuldi hans og hlédrægni aðeins
styrkt hana í grun sínum, og hún gat eigi
hugsað sér neina aðra skýringu á þögn
hans og kuldalegri framkomu hans, og
því, hve bersýnilega hann sneiddi hjá
henni. Hann var orðinn leiður á henni og
sat nú um tækifæri til að losast við hana,
Henni fannst hún hafa vitað þetta vik-
um saman, en það var fyrst í kvöld, að
hún hafði haft hugrekki til að játa það
hreinskilnislega fyrir sjálfri sér. Það
hlaut að liggja þannig í því! Allt benti i
þá átt. Hún stundi sárt og faldi andlitið
undir handlegg sér. Hann var orðin'n leið-
ur á henni, og þar með var öllu lokið fyr-
ir henni, og með örlagatrú þeirri, er hún
hafði kynnst í eyðimörkinni og smám-
saman orðið fyrir áhrifum hennar, sætti
hún sig við það, sem eigi varð komist hjár
og sá að það var vonlaust að spyrna á
móti því.
Hún fór að velta því fyrir sér, hálf sljó
í huga, hvað nú myndi verða af henni. I
rauninni var henni alveg sama um það,
úr því hann kærði sig ekkert um hana
framar. Hið fyrra líf hennar lá svo langt
að baki — eins og hún hefði lifað því £
öðrum heimi. Það var aðeins hérna í eyði-
mörkinni hjá Ahmed Ben Hassan, að hún
hafði vaknað til lífsins. Hér hafði hún
lært að þekkja lífið eins og það var, sælu
þess og kvöl.
Eyðileg og ægilega ógnþrungin lá
framtíðin nú framundan henni, og hún
sneri sér frá henni og andvarpaði, þungt
og sárt. Allar hugsanir hennar snerust
um hann og hann einan. Hvernig ætti
hún að geta afborið lífið án hans? Hún
furðaði sig á því með sljóum huga, að
hún skyldi ekki hata hann fyrir allt það,
er hann hafði gert henni, en samt megn-
aði ekkert af því að drepa ást hennar.
Hún myndi aldrei iðrast! Ætíð myndi hýn
geyma í huga sér endurminningarnar um