Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 25

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1939, Side 25
EINN Á HEIMSKAUTAJÖKLINUM 119 fimm annara manna á samvizkunni. Kl. 8 um kveldið tilkynnti Litla-Ameríka, að leiðangursmennirnir hefðu komist 11 mílur áfram, það væri greinilegt, að þeir .tefðust við að leita uppi flöggin. Kuldinn var gífurlegur og fór heldur vaxandi. Hugsunin um 5 menn, sem berðust fyrir lífinu úti á jökulauðninni og yrðu að treysta á að halda snjóbíl í gangi í slíkum kulda, var alveg að gera mig ærðan. Um miðnætti kom enn skeyti frá Murphy. Nú voru leiðangursmenn komnir 17 mílur, það var mikil snjókoma og flöggin í kafi, þeir verða oft að fara stóra hringa til að finna þau, og sum eru fokin um koll. Eg reyndi að semja skilaboð til Poulters, en gafst upp áður en ég fengi sent þau. Þegar ég vaknaði næsta morgun eftir martröð næturinnar, leið mér á þann ■hátt, að segja mátti, að ég væri á tak- mörkum meðvitundar og fullkomins sljó- leika. Þetta var kaldasti dagur vetrarins, 82 stiga frost. Þegar ég opnaði útidyrnar gat ég varla náð andanum. Eg þorði varla að horfa í norðurátt, til þess að verða ekki fyrir vonbrigðum, en samt, ekki var alveg óhugsandi að ég sæi ljós snjóbíls- ins. Eg fékk ákafan hjartslátt við að sjá titrandi leiftur úti við sjónhringinn, en þetta var aðeins stjarna að ganga undir. Enn liðu 5 dagar í kveljandi óvissu. Eg gat ekki náð sambandi við Litlu-Ame- ríku. Oft á dag fór ég út og starði í norð- ur. Næstum því alltaf sá ég einhver ljós, sem vöktu von mína í bili, en allt reynd- ust það'vera stjörnur við nánari aðgæzlu. Loksins, 26. júlí, heyrði ég aftur til Litlu- Ameríku. Þá frétti ég að Poulter hefði tapað slóðinni eftir þriggja daga ferð og -snúið aftur, eftir að hafa þó náð 53 mílur áleiðis. Að svo komnu var því ekkert að gera, nema bíða betra veðurs. Þannig lauk júlímánuði, þegar ég fletti fil blaðinu í almanakinu varð mér að orði: „Þetta er 61. dagurinn síðan fyrsta óhappið henti mig. Ekkert hefir breytst síðan, ég er enn aleinn“. Allt í kring blasti eymd mín við mér. Um allt gólfið lágu dósir með frosnum matarleifum. Bækur höfðu dottið úr hillunum. Þær lágu þar sem þær voru komnar, ég hafði ekki haft hugsun á að taka þær upp. ís- lagið þakti nú bæði gólf, veggi og loft, það gat ekki lagt meira undir sig. En þrátt fyrir allt þetta, þá var samt að byrja að daga. í norðrinu sást nokkur dagsbjarmi og hann óx með degi hverj- um, þótt hægt færi. Um hádegisbilið sást marka fyrir slóðinni spölkom burtu. Eina vonin, sem ég átti nú eftir var sú, að fá að sjá sólina og daginn skína yfir jökul- auðnirnar. Lífslöngun mín og kröfur náðu ekki lengra. Laugardaginn 4. ágúst lagði Poulter aftur af stað. Þeir fóru nú einungis þrír og ætlunin var að hraða ferðinni sem allra mest. Eg vildi helzt gleyma sunnudeginum þar á eftir. Eg var of veikur, til að geta borðað, og of örmagna til þess að taka mér nokkurn hlut fyrir hendur. Miðaft- ansskeytin færðu mér slæmar fregnir. Snjóbíll leiðangursmanna hefði lent í jökulsprungu, og þeir væru að reyna að losa hann. Eg varð frá mér, hversvegna var ekkert gert honum til hjálpar, ég sím- aði: „Charley, hvað gengur að ykkur? Getur ekki annar bíll komið að gagni, not- ið öll möguleg hjálpartæki11. Charley svar- aði stillilega, að engin ástæða væri til að óttast um Poulter, því að hann hefði af- beðið alla hjálp, síðan bætti hann við: „Dick, sannleikurinn er, að við erum miklu áhyggjufyllri út af þér. Ertu veik- ur, hefurðu meitt þig?“ Eg reyndi að smeygja mér undan að svara með því að segja, að ég skildi vel, hvernig ástatt væri hjá Poulter, en er þar var komið gat ég ekki meira, svo að botninn datt úr því, sem ég ætlaði að segja. í dagbókina í

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.