Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Síða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Síða 13
N. Kv. KENNIMAÐUR 7 og hafnaði í keldu einni utan við veginn. Var það lán hans, því að fyrir þá sök slapp hann ómeiddur, en föt hans voru illa útlítandi. Var hann búinn að hlaupa alllengi á eftir bílnum og farinn að verða úrkula vonar um, að honum mundi tak- ast að draga hann uppi. Þegar búið var að ganga úr skugga um, að meðhjálparinn væri ómeiddur var far- ið að gera tilraunir til þess að koma bíln- um af stað. Annað afturhjólið hafði sokk- ið niður í forarpytt, sem var í veginum; þurfti að grafa frá því og bera síðan grjót í holuna. Tók þetta alllangan tíma, svo að aldimmt var orðið, þegar loksins tókst að hafa bílinn upp, svo að hægt væri að leggja af stað. En það var ekki allt búið með því. Nú var ljósaleysið mjög til baga, því að Mar- teinn lýsti því yfir, að hann sæi ekki svo mikið sem djarfa fyrir veginum, þegar hann væri setztur við stýrið. Hófust nú ráðagerðir miklar. Séra Bjarna leizt ekki á að halda áfram ljósalaust. Lagði hann til að reynt yrði að ná næsta bæ og fá þar hesta, ef unnt væri, svo að þau hjón- in kæmust þó alla leið um kvöldið. En Marteini líkaði ekki þessi úrlausn. Þótti honum hún bera of mikinn keim af vantrausti á sig og farartækið. Kom hon- um nú ráð í hug, sem duga myndi, til þess að ráða bót á vandræðum þessum. — Þú gengur á undan, sagði hann við meðhjálparann, og ég ek svo rétt á eftir þér. Þú verður bara að gæta þess að vera alltaf á miðjum veginum. Þá gengur þetta allt saman eins og í lygasögu. Unga frúin var svo hrifin af þessari hugmynd, að hún sagðist skyldi minnast Marteins með þakklæti og virðingu alla sefi, ef hann kæmi þeim heilu og höldnu alla leið þá um kvöldið. Prestur lét sér fátt um finnast. Var hann orðinn gramur í skapi yfir því, hvernig gekk, þó að hann léti ekki mjög á því bera. Nú var lagt af stað, og gekk það vonum framar fyrst. Raunar var meðhjálparan- um meinilla við að hafa bílinn fast á hæl- um sér. Átti hann von á dauða sínum á hverri stundu, og eitt sinn, er hann fann bílinn koma lítillega við sig, var honum öllum lokið. Vatt hann sér þá snögglega út í skurð til þess að forðast bráðan bana. Var það aðeins snarræði Marteins að þakka, að bíllinn fór ekki á eftir honum út í mó. — Hann þyrfti að vera hvítklæddur, sagði séra Bjarni. Þá sæist hann greini- lega, þó að bilið væri lengra á milli. — Eða ber, bætti frúin við, án þess að minnkast sín hið minnsta fyrir svo fjar- stæða uppástungu, sem þar að auki braut í bága við allt velsæmi. — Það hefir ekkert að segja, hann er svo mórauður, sagði Marteinn, eins og hann væri þaulkunnugur þeirri hlið málsins. En ef ég hefði hvítan vasaklút, bætti hann við, eftir að hafa hugsað sig um litla stund. — Til hvers? spurði frúin. — Til þess að hengja á ra....., — ég meina bakið á honum, þá væri allt í lagi. — Þú hefir hvítan vasaklút, góði minn, sagði frúin við mann sinn. Hann dró þegar upp klútinn mótmælalaust. Þegar búið var að koma honum fyrir á baki meðhjálparans var aftur haldið af stað. Gekk nú allt greiðlegar en áður. Hvíti bletturinn á baki Jóhannesar sást svo greinilega, að Marteinn herti skriðið á bílnum- Varð meðhjálparinn að hlaupa, til þess að ekki drægi of mikið saman, en vegna þess að hann var af léttasta skeiði, mæddist hann mjög. En þegar hann var að þrotum kominn, vildi það honum til láns og lífs, að fullt tungl sigldi upp á hvelfingu himinsins. Birti þá svo mjög, að leiðsögn hans varð óþörf. Gekk nú allt eins og í sögu, og komu engar markverðar tálmanir fyrir síðasta hluta leiðarinnar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.