Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Qupperneq 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Qupperneq 16
10 KENNIMAÐUR N. Kv. „sitt á hvað“, sem hafði slæðzt þangað heim svona hinsegin. Bauð hann fram hjálp sína við að koma inn farangrinum, og tók prestur því með þökkum. Síðan var hafizt handa. Hvert stykkið af öðru var borið inn, umbúðirnar teknar utan af, og svo var hvert stykki sett á þann stað, sem því var ætlað að vera. Skápar ,borð, stólar, bæði venjulegir stóú ar og svo lágir, bólstraðir stólar, sem ekki höfðu sézt fyrr þar í sveit. Öllu þessu var komið fyrir í stofunum tveimur, sem þau höfðu til umráða. Stofurnar voru ekki stærri en það, að fullerfitt var að koma þessu svo fyrir, að vel færi. Frú Vigdís réði mestu um niðurröðun og tilhögun alla, og lagði hún gjarnan hönd að verki, þó að ekki væri þess beinlínis þörf. Mað- ur hennar lét sér nægja að líta eftir því, að ekkert skemmdist. Páll og Jóhannes handléku með varúð og lotningu þessa íallegu og dýru muni. Ekkert þessu líkt hafði sézt þar í sveit. Meðhjálparinn horfði gulum öfundaraug- um á skrifborðið, en mesta furðu Páls vakti hjónarúmið. Var það stórt og vand- að, búið til úr dýrasta viði og gljámálað. Á höfðagaflinn voru ristar fagurlega gerðar myndir, sem Páll gat ekki gert sér ljóst, hvað áttu að tákna, en þar sem hann hafði mikinn hug á því að ráða þær rúnir, fékk hann Jóhannes meðhjálpara í lið með sér. — Hvað skyldi þetta vera, Jóhannes? Þú hlýtur að geta séð það, spurði hann áfjáður. Meðhjálparinn setti upp spekingssvip og athugaði rúmgaflinn gaumgæfilega. — Ja, svona útflúr getur táknað svo margt, skal ég segja þér. Náttúrlega sé ég, hvað þetta á að tákna, en það verður, anda kornið, ekki sagt í fáum orðum. — Svei mér þá, hélt Páll áfram, ef þarna er ekki sofandi manneskja. Eg íield nærri því, að það sé kvenmaður. Sjáðu, Jóhannes, hárið er svo mikið. En hvað er þarna upp yfir henni? Það yfir- gengur minn skilning. Geturðu ekki gizk- að á, hvað það muni vera, Jóhannes? Áður en Jóhannes gat svarað, bar þar að Gunnar bónda. Páll beið ekki boðanna, en leitaði þegar eftir áliti hans á þessu máli. — Líttu á þetta, Gunnar. Er ekki þetta kvenmaður. Ég segi, að þetta sé áreiðan- lega kvenmaður. — Glöggur ert þú, Páll, svaraði Gunn- ar kímileitur. Ég hefði ekki áttað mig á því, ef þú hefðir ekki verið búinn að segja það. En nú sé ég það svo glöggt, að það er kvenmaður. — En þetta þarna upp yfir henni? Hver skrambinn skyldi það vera? — Það er efalaust heilagur andi, svaraði Gunnar. Finnst þér það ekki vel við eig- andi? — Jú, mikil ósköp. Vitanlega er það ekkert annað en heilagur andi, sagði Páll andaktugur. En ég skyldi ekki sjá það strax. Hvað ætti það að vera annað? Svo tók hann rúmgaflinn í fang sér með þvílíkri lotningu, sem það væri helg- ur hlutur, og bar hann inn. 14. Það er meira en lítið erfiði, sem fylgir því að flytja sig búferlum langa leið og koma sér fyrir í nýju umhverfi. Séra Bjarna fannst, að þrír fyrstu dagarnir á nýja heimilinu vera öllu erfiðari en sjálft ferðalagið. Raunar hafði hann haft góða hjálp við hin erfiðari verk, eins og það að koma fyrir innanstokksmunum. Margt mæðir á þeim, sem er að byrja bú- skap. Það er ekki nægilegt að eiga falleg og dýr húsgögn, gott hjónarúm og búsáhöld af alls konar tagi. Fallegur pottur friðar ekki lengi augað, ef ekkert er til að sjóða í honum. Nú varð að hefjast handa með

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.