Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Side 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1941, Side 45
N. Kv. Tek Harding: Svarta ekkjan. Tærir fjallalækir koma í ljós. Tvö þús- und og oft þrjú þúsund metra hátt liggur vegurinn, mjór og grýttur, gegnum öm- urlegt land. Skuggar reikandi' skýja- bólstra læðast draugalega yfir jörðina, og því nær, sem við komumst takmörkum Ekuador, því kaldara verður. Nístandi kuldastormur næðir um óbyggða dalina og fjöllin. ískaldar stormhrinurnar leika um vegfarandann, svo að hann snýr and- litinu undan, til þess að hann verki ekki eins í það. Nokkru seinna, í nánd við Ospina og Ilis, þegar við höfum farið yfir Rio Guaetara, er vindurinn orðinn svo kaldur, að það fraus á lindunum. Stormurinn þýtur yfir höfuð okkar og hrúgar skýjunum saman í þétta bólstra yfir fjallatindunum. Fyrr en varir hefir einn af þessum hvirfilvindum náð okkur. Vegurinn liggur nú suður á bóginn í ótal krókum um byljótta fjalladali’. Rykið og sandurinn þyrlast upp allt í kringum okkur. Steingrái hesturinn minn setur hausinn undir sig og krafsar kergjulega með hóf- unum. Minna, múldýrið, þrengir sér fast upp að hliðinni á honum til að leita sér skjóls. Klukkustundum saman geisar of- viðrið. Gegnkaldir náum við loks kofa einum. En hann er tómur eins og flestir aðrir á leiðinni. Það er einkennilegt, að vera varla steinsnar frá miðjarðarbaugn- Um ,en samt sem áður er hér þetta ómilda loftslag, sem rekur menn burtu. Múldýrahestamenn, sem þarna fara um, skilja vanalega eftir brenni til eldsneytis. Ég fann nokkuð af því, en það var raunar tæplega hægt að kveikja í því vegna bleytu. Tíu, já tuttugu sinnum reyni ég og loksins hangir þó svarti, ryðgaði teket- illinn yfir eldinum, og krókloppnir fing- urni’r seilast að honum til þess að verma sig. Vindhviða yfirgnæfir snarkið í eldin- um, hún hristir og skekur til lausu fjal- irnar í hreysinu, svo að ömurlegt er á að hlusta. Andartak er allt kyrrt. Nú kem- ur hún aftur með endurnýjuðum krafti’ gegnum opnar dyrnar, hún leikur sér að reyknum og öskunni og bælir logann nið- ur að gólfinu, svo að hann hálfdeyr. Loft- ið er þrungið af kulda og eldurinn verm- ir lítið. Nóttin er lengi að líða. Dofinn og skjálfandi skríð ég í dögun undan ábreiðunni, tendra eldinn að nýju og hengi teketlinn yfir hann. Að því loknu sting ég nefinu athugandi út um dyrnar. Himininn er skýlaus og kuldalegur, en uppi’ í hvolfinu þýtur vindurinn ennþá. Klárinn minn kemur brokkandi og múl- dýrið á eftir honum. Þau teygja bæði hausinn inn í dyrnar, eins og til þess að leita hlýjunnar og frýsa ánægjulega. Eftir morgunverðinn — heitt te, sem vermir manni ofurlítið — drep ég eldinn og söðla hestinn. Nú er aftur haldið suður á bóginn á hægu brokki. Eftir tuttugu mínútur er klárinn minn fari’nn að hitna ofurlítið, það er gott, hitínn, sem leggur af honumr

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.