Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 7
N. Kv.
101
DAVIÐ STEFANSSON FRA FAGRASKÓGI
Þetta er mjög þýðingarmikið meginatriði
í skáldskap hvaða höfundar sem er, og því
þýðingarmeira, því snjallari sem túlkun
skáldsins er. Mannskemmandi lífsstefna í
skáldskap er lýðnum því hættulegri sem
hún er túlkuð af meiri list, því hættu-
minni, sem framsetningin er lélegri. Ég
hefi nú þegar gert grein fyrir skoðun
minni á Davíð Stefánssyni sem lista-
manni, og það er bezt að taka það strax
fram, að boðskapur hans er fullkomlega
jákvæður. Davíð Stefánsson byggir meira
upp en hann rífur niður. Stari hann í
myrkur, þá sér að minnsta kosti ljós bak
við það. Handan við óréttlætið, eygir
hann réttlæti. Engin barátta er vonlaus,
engin álög svo mögnuð, að þeim verði
•ekki aflétt.
-----„Ef útlagar himins, ættir jarðar
óska þess heitast, sem mestu varðar,
mun framtíðin frelsa þá“.
En það þarf þjóðlegar hetjur til þess að
standa við stýrið og leysa vandann, það
þarf drengi góða.
Það er ekki til neins að ætla sér að
draga Davíð Stefánsson í einhvern ákveð-
inn pólitískan dilk. Hann er hafinn yfír
alla stéttaskipting, alla stjórnmálaflokka
og hversdagserjur augnabliksins. Hann er
of stór, of frjáls, til þess að rúmast innan
hinna þröngu landamæra einhverrar sér-
trúarklíku eða flokksstefnuskrár. Hann
ann bæði ofurmenninu og nafnlausum
lýðnum, skilúr báða og er beggja bróðir.
Hann dæmir og fyrirgefur, sakfellir og
sýknar og á ofurauð samúðar. Sérstakrar
samúðar nýtur hin einmana sál í skáld-
skap hans, hinn hæddi og hinn fyrirlitni
og sá, sem húsvilltur og bannfærður reik-
ar um jörðina. Þetta kemur jafn greini-
lega í ljós í öllum bókum skáldsins, jafnt
þeim, sem innihalda bundið mál sem
óbundið, og vil ég í því sambandi benda
á einn kaflann í skáldsögu hans, Sólon Is-
landus, kaflann um Júllu, sem ég tel ein-
hvern fegursta skáldskap, er ég hefi lesið.
Samúð Davíðs Stefánssonar með sorgar-
börnum tilverunnar er jafn hyldjúp og
fyrirlitning hans á hræsnurunum og
þeim, sem smjaðri lúta. — Þá er ég kom-
inn að öðrum aðalþættinum í skáldskap
Davíðs Stefánssonar, ádeilunni. Yfirleitt
gætir mjög ádeilu í seinni bókum hans og
mest þeim síðustu. Skáldið heggur sverði
sínu miskunnarlaust í allt spillt og rotið,
segir sannleikann af fullri einurð, hver
sem í hlut á. Hann hirtir kirkju og kenni-
lýð, valdhafann í hásætinu og þrælslund-
aðan skrílinn, sem flatmagar í rykinu fyr-
ir fótum valdhafanna, óðfús í að láta villa
sér vits og sjónar.
„Vei, vei þér kóngur og kirkja
og gráa guðlausa öld“.
Davíð Stefánsson minnir mig í skáld-
skap sínum bæði á kristinn spámann og
heiðinn víking. Hann minnir mig á Jó-
hannes skírara og Egil Skallagrímsson,
enda mótaður af báðum, beggja læri-
sveinn. Hann er mildur og miskunnar-
laus í senni, suðrænn og ástríðuþrunginn
um leið og hann er hánorrænn og svalur.
„Ég er gleðinnar sólbrenndi sonur
og sorganna fósturbarn“,
segir hann á einum stað, og á öðrum:
„Ég er björninn að norðan. — Þar á ég
heima“.
Það er ekki að undra, þegar slíkar and-
stæður sameinast mikilli, meðfæddri list-
gáfu, þótt fram komi mikið og frumlegt
skáld. Davíð Stefánsson hefir líka mynd-
að skáldaskóla í landinu. Flestir hinna
yngri höfunda, þeir, er ljóð yrkja, hafa
orðið fyrir meiri eða minni áhi'ifum frá
honum, og það er í alla staði eðlilegt og
sjálfsagt. Það getur enginn orðið gott
skáld, nema hann læri mikið, og beztu
lærifeðurnir verða þá auðvitað þeir, sem