Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Page 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Page 11
N. Kv. DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI 105 nema í meðallagi á búskaparháttu himna- byggja, þó að landgæðin séu mikil og fénaðurinn vænn. Hann er vanastur því að þurfa eitthvað fyrir lífinu að hafa. Fleiri persónur koma þarna einnig fram á sviðið. Sungið er og dansað og leikið á hljóðfæri. Fjórði og síðasti þátturinn fer fram við gullna hliðið. Kerlingin reynir enn að fá Jón til þess að iðrast og tala guðsbarna- mál, en án árangurs. Þarna við hliðið koma þeir svo til sög- unnar, Lykla-Pétur og Páll postuli, og synja báðir kerlingunni um inngöngu til handa Jóni, enda stórmóðgar hann þá báða með hvatskeytni sinni. Loks nær kerlingin tali af Maríu mey og hún lofar að tala máli þeirra hjóna við son sinn. Ekki virðist þó kerlingin treysta vel mála- lokunum, því að nú biður hún Lykla-Pét- ur mjög auðmjúk að opna dyrnar lítið eitt, svo hún megi sjá inn í dýrðina. Hann verður við þessari ósk, en þá einhendir kerlingin skjóðunni inn í himnaríki, enda hafði hún orð sjálfs postulans fyrir því, að sá, sem einu sinni væri þangað kom- inn, fengi að búa þar að eilífu. Ég hefi nú rakið efni leiksins í allra stærstu dráttum og nefnt helztu persónur hans, en enginn, sem þessa grein kann að lesa, skyldi ætla, að hann þekki þar með sjónleikinn Gullna hliðið. Bókina þarf að lesa og lesa vandlega til þess að skynja og skilja hinn mikla skáldskap, sem hún geymir. Ýmsir kynnu nú að halda, að sjónleikur þessi sé með litlum raunveruleikablæ, þar sem þrír þættir hans fara fram einhvers staðar utan skynheimsins, en flestar per- sónurnar eru sálir löngu horfnar úr sín- um jarðneska líkama. Þessu vil ég harð- lega mótmæla. Á bak við hið æfintýra- lega, þjóðsagnakennda form, býr blákald- ur raunveruleikinn, fullkomlega jarðnesk- ur, fullkomlega hliðstæður því, sem hann var og er og mun verða í mannheimum. Efniviður leiksins er að vísu þjóðsaga, en þess ber að gæta, að þjóðsagan er á- vallt sönn. Hún er sönn að því leyti, að hún er skilgetið barn þjóðarinnar, íklædd trú hennar og siðum, hugsunarhætti og þroska. En hún er óunnin, hún er hráefni, sem skáldið getur unnið listaverk sitt úr. Hún ræður að nokkru forminu, atburðir hennar eru látnir halda sér að mestu, þótt mörgum sé við bætt, og fyrst og síð- ast: sannleikann geymir hún í sér fólginn. Sannleikur þjóðsögunnar er eins og eng- illinn, sem bjó í steininum. Hvorir tveggja eru í álögum, og það er ekki á annarra færi en mikilla listamanna að meitla utan af þeim haminn og frelsa þá. Athugum nú nokkru nánar, hvernig Davíð Stefánssyni hefir tekizt þetta í leik- riti sínu, Gullna hliðið. Fyrsti þáttur liggur ljósastur fyrir. Þar er syndugur maður að deyja, en maður, sem aldrei hefir drýgt þann höfuðglæp að vera hræsnari og skynheilagur; maður, sem uppeldi og lífskjör hafa að vísu gert ruddalegan og brotlegan við lögin, en aldrei falsað þannig, að hann komi ekki til dyranna eins og hann er klæddur. Vilborg grasakona er þjóðarsálin sjálf, holdi klædd, samnefnari þeirra eiginleika, sem ríkastir voru í fari íslenzkrar alþýðu á þeim tíma, er kúgunarvald kóngs og kirkju stóð enn föstum fótum á landi hér. Kerlingin er ekki síður íslenzk í skapi og háttum, en sterkasti eðlisþáttur henn- ar er þó alþjóðlegt fyrirbrigði, jafnalgeng- ur austur í Kína og vestur í Ameríku sem hér meðal okkar. Hún er hinn umburðar- lyndi, staðfasti vinur, sem leggur allt á sig öðrum til hjálpar, viljinn, sem aldrei lætur bugast, kjarkurinn, sem býður hverri hættu byrginn. Og hinar hrapandi sálir í öðrum þætti leiksins, eru engin hugarfóstur aftan úr myrkri miðalda, heldur einstaklingar, sem 14

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.