Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 14
108
KENNIMAÐUR
N. Kv.
— Það væri ljóta gamanið, ef hann færi
nú að sálast hann Ólafur, sagði Páll.
— Vonandi er það ekki svo alvarlegt,
sagði prestur.
— Hann kvað vera mjög þungt haldinn,
upplýsti Páll alvarlegur. Ef hann fellur
frá, verður heimilið fyrirvinnulaust, og
fátæktin svo mikil, að það má heita óskilj-
anlegt, að þau skuli ekki vera komin á
sveitina fyrir löngu. Það er hörmulegt að
að hugsa til þess. Nóg eru hreppsþyngslin
samt. — Páll hafði komið við hjá oddvit-
anum á leiðinni og fengið þennan vísdóm
að láni þar.
— Líf allra er í guðs hendi, sagði séra
Bjarni Símonarson.
Þremur dögum seinna, að kvöldi dags,
kom í Breiðavað bóndi af næsta bæ við
Ás. Var hann fyrir hönd ekkjunnar að
tilkynna séra Bjarna lát mannsins henn-
ar, Ólafs í Ási.
— Hörmuleg tíðindi, sagði prestur. Nú
stendur ekkjan ein uppi með öll börnin
innan við fermingu.
— Það var mikill mannskaði að Ólafí
heitnum, sagði nágranni hans. Hann var
dugnaðarmaður, svo að af bar, og hjálp-
samur langt um efni fram. Þrátt fyrir
það bjargast hann af hjálparlaust, og er
það meira en margur hefði leikið eftir
honum.
— Það var undarlegt, að þetta skyldi
taka hann svona geyst, sagði prestur. Var
hann ekki hraustur maður fyrir?
— Það var hann einmitt ekki, svaraði
gesturinn. Það var þess vegna ekkert svo
undarlegt, þó að hann þyldi ekki kuldann
og vosbúðina, sem hann varð fyrir á með-
an hann lá á greninu. Hann var líka svo
illa búinn.
— Hvaða vit var það að flana út í slíkt
veður illa búinn?
— Hann var nú eina grenjaskyttan, sem
gagn var að, hann Ólafur heitinn. Og hann
var ekki maður, sem lét standa upp á sig.
— En það var hreint óforsvaranlegt að
hætta þannig lífi sínu. Fyrst maðurinn
var ekki vel hraustur, átti hann að hafa
vit á að búa sig svo vel, að ekki kæmi að
sök. Slík vanræksla er ófyrirgefanleg
gagnvart vandamönnum, sem eftir lifa,
— Það er alveg rétt hjá yður, prestur
minn. Mig minnir nú, að hann ætti sæmi-
lega olíutreyju. En því miður var hún víst
einhvers staðar í láni. Þetta á hann greið-
vikni sinni að þakka, því að ef hann hefði
haft treyjuna, eru miklar líkur til þess að
hann hefði lifað. —
— Ég verð að fara á morgun og heim-
sækja ekkjuna, hugsaði séra Bjarni með
sér, eftir að gesturinn var farinn. Það er
hlutverk mitt að veita þeim, sem þjáðir
eru og sorgmæddir, hugsvölun og rauna-
bót, dreifa myrkri sorgarinnar, sem blind-
ar augu þeirra, svo að þeim megi auðnast
að sjá og skilja, að allt það, sem drottinn
gerir, er harla gott og mönnunum fyrir
beztu. Ráðstafanir guðs eiga að vera hátt
hafnar yfir alla gagnrýni, en það gengur
mörgum illa að skilja, og það skilnings-
leysi orsakar alla sorg og örvæntingu.
Þeir, sem varpa á guð öllu sínu trúnaðar-
trausti og áhyggjum, þeir hafa deyft hinn
sára brodd sorgarinnar. En til þess að ná
þeirri fullkomnun, þurfa menn stuðning
og leiðbeiningu, og það er mitt hlutverk
að veita hana.
Morguninn eftir var þoka, svo að ekki'
sást út fyrir tún. Séra Bjarni kom að máli
við Gunnar bónda og bað hann að lána sér
hest, svo að hann gæti farið og talað við
ekkjuna. — Hann hafði samið við Gunnar
um hestlán, er hann þyrfti á því að halda,
því að hann leit svo á, að það væri of
dýrt að eiga hest.
— Ég hefi því miður ekki nema brúnu
merina heima, sagði Gunnar. En hún er
sjálfsögð, ef þér getið gert yður hana að
góðu. Ég hugsa, að það sé þýðingarlaust