Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Blaðsíða 20
114 KENNIMAÐUR N. Kv. hann með að bíða ósigur í því, sem hann tók sér fyrir hendur. Kirkjubyggingar- málið virtist vera dauðadæmt í bráðina, og það hafði verið honum slæmt áfall. Hann varð að finna eitthvað upp, sem gat komið í staðinn fyrir það og veitt honum uppreisn. Það var ekki öll nótt úti enn. Hans tími átti eftir að koma. Kenning hans mundi smám saman skjóta rótum. Hann varð bara að sýna þolgæði og þrautseigju. Það var svo sem engin ástæða til þess að örvænta. Ef fólkið vildi ekki koma til hans, skyldi hann finna ráð, sem hrifi. Ræðan, sem hann var að skrifa, átti að auðvelda honum það ætlunarverk. Hún átti að smjúga eins og logbrandur í gegn- um hina glerhörðu skel forherðingarinn- ar, sem fólkið brynjaði sig með. Hann hafði látið sérstakt boð út ganga um þessa messu og gefið í skyn, að von væri á meiru en hinu venjulega. Hann ætlaði sér að tala sérstaklega við söfnuðinn á eftir messu. Það var þessi félagshugmynd, sem hann hafði vakið máls á við fermingar- börnin og hann taldi líklegasta til áhrifa eins og sakir stóðu, og nauðsyn og gildi þeirrar hugmyndar ætlaði hann að túlka fyrir söfnuðinn næsta sunnudag. Hann staðnæmdist á göngu sinni við gluggann og leit út. Eftir hálfsmánaðar óþurrka var sólin búin að skína glatt í tvo daga. Úti á túninu var Gunnar bóndi með allt sitt fólk við samantekningu. Hvert sætið af öðru reis upp, en mikið var samt eftir. Sólin skein, en allt í einu dimmdi ónotalega. Hann leit upp í loftið. Dökk- leitur skýflóki skyggði á sólina. Hann var ekki stór og brátt sveif hann burt, og sól- in skein aftur glatt. En útlitið var samt ekki tryggilegt. í suðvestrinu bryddi á skýjaklökkum upp yfir fjöllin. í sjálfu sér voru þeir ekkert hræðilegir, en ef vel var að gáð, var eitt- hvað ógnandi í útliti þeirra, eins og þeir vildu segja: Varið ykkur, við erum að koma. Séra Bjarni gekk aftur að skrifborðinu. Hann mátti ekki láta það eftir sér að slá slöku við ræðuna. Hann las ennþá einu sinni það, sem hann var búinn með, og kinkaði kolli ánægjulega: Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig, það var rauði þráðurinn, sem átti að ganga í gegn- um hana alla, og hann mátti hvergi slitna. Ekkert er eins göfugt ög bætandi og það að hjálpa meðbræðrum sínum, þegar erfiðleikar og sorgir sækja þá heim, fórna sér fyrir aðra, án þess að ætlast til launa, annarra en þeirra, sem meðvitundin .um að hafa unnið kærleiksríkt verk, veitir hverjum manni. Ekkert er eins létt og ljúft að inna af hendi, ekkert gefur lífinu eins mikla fyllingu og gleði. Öll önnur sjónarmið eru hismi og hégómi. Þetta er kjarninn í hinni einu sönnu kristnu trú, en því miður virðast alltof fáir gera sér það ljóst. Hann komst brátt í algleymingshrifn- ingu. Efnið var ótæmandi. Penninn flaug yfir pappírinn. Þetta mundi verða góð ræða. En fótatak framan við dyrnar truflaði hann von bráðar. Aldrei var friður. Hurðin opnaðist, og kona hans kom inn. — Trufla ég þig? spurði hún, þegar hún sá, að hann var að skrifa., — O, nei, ekki beinlínis, svaraði hann með ofurlitlum semingi. — Áttu mikið eftir ennþá? — Ekki svo mjög; ég var einmitt að komast á rekspölinn núna. — Þetta verð- ur áhrifamikil ræða. — Bara að fólkið skilji hana og meti réttilega, svaraði hún, en þó annars hug- ar, eins og henni væri undir niðri alveg sama. — Skilji? endurtók hann. Þessa ræðu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.