Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 21
N. Kv.
KENNIMAÐUR
115
getur hvert barn skilið. Á ég að lesa þér
það, sem ég er búinn með?
Hún gekk út að glugganum.
— Ekki núna, góði. Þegar þú ert alveg
búinn — kannske.
Vonbrigðasvipur kom á andlit hans.
— Jæja þá. Þú ert annars óskiljanlega
áhugalítil fyrir ræðunum mínum, Vigdís.
Hún sneri sér við.
— Er ég það? En ég fæ nú að heyra
hana á sunnudaginn. Svo má ég ekki
vera að því núria.
— Ég hélt, að þú ættir ekki svo annríkt.
— Ja, jú, — ég þarf — ætla að gera
svolítið.
Það var þögn litla stund.
— Sjáðu, sagði hún svo allt í einu.
— Hvað?
— Skýflókana þarna. Ég held, að hann
ætli að rigna.
— Það er svo sem viðbúið, tíðarfarið er
svo óstöðugt núna.
— Það væri hörmulegt, ef það færi að
rigna núna, áður en menn hafa náð upp
heyinu, sem þurrt er orðið.
Þögn.
— Heyrðu góði.
— Já.
— Ég ætla að skreppa út og hjálpa hon-
um Gunnari. Hann á svo mikið flatt
ennþá.
— Þú? — í heyvinnu?
— Já, er það svo mikið? Þó að ég sé
því óvön, getur samt munað ögn um mig.
— Viltu ekki heldur sitja hér hjá mér?
— Þá tef ég svo fyrir þér, að þú lýkur
aldrei við ræðuna. — Og svo er það hrein-
asta synd að sitja inni þessa fáu sólskins-
daga, sem við höfum ennþá fengið í
sumar.
— Jæja þá, sagði hann þurrlega. Gerðu
eins og þér líkar bezt.
Svo sneri hann sér aftur að ræðunni,
án þess þó að skrifa nokkuð, sem vit var
í. Honum hafði líkað þetta uppátæki konu
sinnar dálítið verr en hann vildi þó kann-
ast við fyrir sjálfum sér. Hann taldi víst,
að hún mundi fara, en nokkur stund leið
og hún hélt áfram að standa við glugg-
ann og horfa út. Þögnin hlóðst upp á milli
þeirra eins og múrveggur.
— Ertu reiður við mig, góði? spurði
hún svo lágt.
— Reiður, nei, en mér finnst þetta bara
óþarft og heimskulegt af þér, að vilja
endilega slíta þér út fyrir aðra, svaraði
hann dálítið styttingslega. Þú átt mikið
ólært ennþá.
Raunar hafði hann ekki ætlað að segja
þetta síðasta, en áður en hann vissi af,
hafði það skotizt upp úr honum. Til þess
að bæta fyrir það, sagði hann dálítið
mildari í máli:
— Þú skalt bara fara út. Ég vil gjarnan,
.að þú sért úti í sólskininu.
Áður en hann hafði endað setninguna,
var hún horfin út úr stofunni, án þess að
segja nokkuð. Hurðin féll óvenju hart að
stöfum á eftir henni, Hafði henni mislík-
að? O, jæja, jæja, ekki gat hann gert að
því.
Örstuttri stundu síðar stóð hann við
gluggann og horfði á eftir henni, þar sem
hún hljóp við fót út á túnið með hrífuna
í hendinni. Líkaminn var grannur og
hreyfingarnar alltaf dálítið ótamdar, jafn-
vel krakkalegar. Þó hafði hún lagazt
mikið í seinni tíð, — Það er að segja, hún
hafði breytzt, en hann var ekki ennþá
búinn að gera sér það fyllilega ljóst, hvort
það var til batnaðar.
Já, hún hafði breytzt, hún Vigdís. Hún
var ekki eins kát eins og hún hafði verið.
Hann heyrði hana ekki syngja framar við
störfin og hann kunni því hálfilla. Fram-
koma hennar var líka öðruvísi; hún var
fálátari og 'Stilltari. Það var að vísu gott
og blessað, að hún reyndi að temja sér
meiri fágun og virðuleik. Prestsfrú sæmdi
ekki annað. En jafnframt varð hann að
15*