Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 32
126
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI
N. Kv„
reimleika Möngu, sem hann kallar Rönku,
sem fyrr er sagt. Þetta fær þó ekki stað-
izt, nema hann hafi búið þar síðar. Verð-
ur enn að því vikið.
Sá maður, sem varð til þess að hefja að
nýju byggð í Möðrudal, var Jón Jónsson,
er síðast bjó í Ási í Kelduhverfi og hefir
verið kallaður Jón ríki. Um ætt háns fer
tvennum sögnum. Telja sumir ættfræð-
ingar hann Seyðfirðing að ætt og upp-
runa, son Jóns Ketilssonar á Brimnesi, en
aðrir telja hann vopnfirzkan, son Jóns
Árnasonar á Vakursstöðum, og tel ég það
líklegra. Honum er svo lýst, að hann hafi
verið atgjörvismaður, stór og sterkur,
skýr og stilltur og af sumum haldinn fara
með forneskju (J. Sigfúss.), en aðrir
hafa talið hann harðgeðja svola. Mun það
þá hafa verið hann, sem réði af reimleika
Möngu, hafi nokkurs við þurft.
Hvenær Jón hefir hafið byggð í Möðru-
dal, er ekki fullkunnugt, en nálægt 1735
hefir það verið. Hann er talinn fæddur
1705 og að hafa kvænzt í fyrsta sinn um
eða litlu eftir 1730. Hefir hann sennilega
þá eða litlu síðar reist bú í Möðrudal og
búið þar um nálægt 20 ára skeið.
Fyrsta kona hans var Þuríður Gutt-
ormsdóttir frá Hjarðarhaga. Hún dó í
Möðrudal 1740. Önnur kona hans (um
1744) var Ása Guðmundsdóttir frá Vog-
um við Mývatn. Hún var líka af ætt séra
Gunnlaugs, jafnlangt fram komin. Sagnir
eru sagðar um bónorðsför hans til Ásu.
Jón Sigfússon ættfræðingur segir frá bón-
orðsförinni á þessa leið: Þegar Jón kom í
bónorðsförina til Ásu„ vildi hann gefa
henni treyju og hring af fyrri konu sinni,
en hún vildi ekki þiggja og ekki þýðast
bónorð hans. Hann tók því með stillingu
og skildi gripina eftir; fór svo leiðar sinn-
ar heimleiðis. Þegar hann var farinn, er
svo sagt, að Ása skoðaði treyjuna, hafi
farið í hana og þótt sér vel hæfa. Fer nú
á eftir honum sem skjótast, en náði hon-
um ekki fyrr en fyrir austan Námafjall,
kallar til hans álengdar og biður hann að
bíða; hann gjörir svo. Þegar Jón sá, að
það var Ása, sem á eftir kom, er mælt, að
honum yrði að orði: „Ekki er Guð enn
vikinn frá Jóni“. — Gekk nú saman með
þeim, giftust síðan og bjuggu í Möðrudal
12—14 ár. Á meðal barna þeirra var Þor-
steinn ríki í Reykjahlíð, sem Reykjahlíð-
arætt er talin frá.
Frá bónorðsför Jóns til Ásu og fleiri at-
burðum úr sambúð þeirra er sagt nokkuð
öðruvísi í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar
(I., bls. 53).
Af búskap Jóns í Möðrudal er svo sagt,
að hann hafi endurreist bæinn af mikilli
atorku, en hann var þá mjög af sér geng-
inn, sem líklegt var; hafi honum búnazt
þar svo vel, að svo var sem tvö höfuð
væru á hverju kvikindi, einkum sauðfénu.
En þrátt fyrir uppgang hans yið búskap-
inn og landkosti Möðrudals, stóðst hann
ekki harðindin, sem gengu um Norð-Aust-
urland á 6. áratugi 18. aldarinnar (1751—
1757), enda lögðust þá fleiri jarðir í eyði
á þessum slóðum, og varð fullkomið hall-
ærisástand. Undir lok harðindanna, árið
1756, fluttist hann að Grímsstöðum við
Mývatn, eignarjörð Ásu konu hans. Ekki
þótti blessast búskapur hans þar; var því
um kennt, að hann rak burtu það fólk,
sem þar bjó áður, með harðri hendi. Bjó
hann þar aðeins eitt ár. Þá keypti hann
Stóru-Reyki á Tjörnesi, fluttist þangað og
bjó þar um 20 ár. Er mælt, að þeir væru
brigðaðir af honum. Þá keypti hann Ás í
Kelduhverfi með hjáleigum og eyðikot-
um; þangað fluttist hann 1775 og þar
andaðist Ása (um 1783), en hann kvænt-
ist enn í þriðja sinn (um 1793) Þorgerði
Þorláksdóttur frá Ólafsgerði, þá nær ní-
ræður, og andaðist nokkrum árum síðar
1799.
Allsstaðar græddist honum fé og var