Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Page 35

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Page 35
N. Kv. SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI 129 sagnii’nar vísi til Sigurðar, sonarsonar þeirra Jóns og Guðrúnar. Guðrún dvaldist, eftir að hún lét af bú- skapnum, hjá Jóni syni sínum í Möðru- dal og komst til hárrar elli. Jón Jónsson og Aðalbjörg Árnadóttir. Eftir Guðrúnu Jónsdóttur tók Jón son- ur hennar við búi í Möðrudal. Hann kvæntist 1810 og mun þá hafa tekið ábúð á jörðinni. Kona hans var Aðalbjörg Árnadóttir á Bustarfelli; þau voru bræðra- börn. Jón var fæddur á Fossi um 1788, en systkini hans voru yngri og öll fædd í Möðrudal. Aðalbjörg var fædd 1786 og hefir því verið tveimur árum eldri en Jón. Þau Jón og Aðalbjörg bjuggu í Möðru- dal um 30 ára skeið, þangað til Jón lézt 1840. Mun Aðalbjörg þá hafa búið áfram einhver fá ár með forsjá sona sinna, Sig- xirðar og Metúsalems, sennilega þó aðeins 1—2 ár, því að Sigurður var þá kvæntur, er Jón faðir hans lézt, en í lengsta lagi í ár, því að 1845 er víst að þeir bræður báð- ir eru farnir að búa. Um búskap Jóns og Aðalbjargar fara litlar sögur, en verið mun hann þó hafa með góðum þrifum og heimilið mann- margt. Er til vitnisburður um heimilið í Möðrudal frá árinu 1814, sem lýsir því að nokkru. Árið 1814 gisti sýslumannsfrú Gyða Thorlacius frá Eskifirði í Möðrudal. Lýs- ing hennar á heimilinu og heimilisfólki er á þessa leið: Um kvöldið komum við að Möðrudal, segir hún, og fengum þar ágætan aðbún- að og gistingu. Heimamenn voru 18 alls, góðlátlegt, þrifið og vingjarnlegt fólk. Bóndinn, eigandi jarðarinnar, átti 6 börn, sem aldrei höfðu dvalið utan heimilis; þó var elzta dóttirin gift og átti 3 börn. Dæt- ur bónda segir hún, að hafi verið lagleg- ustu og snyrtilegustu sveitastúlkurnar, sem hún sá í ferðinni, og verið vel að sér í hannyrðum; höfðu m. a. riðið fagrar körfur úr grönnum tágum. „Okkur leið svo vel hjá þessu góða fólki“, segir frúin, „að ef ekki hefði verið svo áliðið sumars- ins sem var, þá hefðum við viljað dvelja nokkra daga á þessu indæla heimili og fagra stað“. Kirkjan segir hún að hafi ver- ið lítil kapella, á stærð við eitt herbergi, með tveimur smágluggum á öðrum stafni; á milli þeirra hafi verið hátt borð með hvítum dúk í altaris stað, og þar yfir Kristsmynd á krossi í tinramma. Prestur- inn á Hofi hafi komið tvisvar á ári til embættisverka. Við frásögnina er það að athuga, að þar sem talað er um dætur bónda, þá hafa það hlotið að vera systur hans þær, sem fyrr eru nefndar. Jón og Aðalbjörg áttu 4 sonu, Sigurð og Metúsalem, er bændur urðu í Möðru- dal, sem síðar verður sagt, Árna og Jón. Eina dóttur áttu þau, er Aðalbjörg hét (f. 1817). Hún dó um tvítugsaldur, ógift og barnlaus. Sigfús Sigfússon segir, að Jón hafi ver- ið afburðamaður að atgjörvi og hæfileik- um og nærfærinn læknir við útvortis meiðsli; hafi meðal annars grætt séra Jón Þorsteinsson í Reykjahlíð af fótbroti, en frá honum er Reykjahlíðarætt talin; hafi látið flytja hann til sín á sleðafæri og grætt hann heima þar í Möðrudal. (Framhald). VÍSA. Um þingmann nokkurn, sem hafði þann sið í ræðum að margsegja sam orðið, var þetta kveðið: Það sem ég hef nú, nú, nú, nú, nú fram, fram tekið, getur ekki þú, þú, þú, þú, þú aftur rekið. 17

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.