Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 37

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Qupperneq 37
N. Kv. BÓKMENNTIR 131 baki, og bágborin mundu nú þykja þau kjör er hann hlaut á elliárum sínum. Síðasti þátturinn er um séra Hjálmar á Kolfreyjustað og Guðmund föður hans. Hefir séra Hjálmar verið gáfumaður en ekki við alþýðu skap. Annars má segja um sögur þessar sem heild, að í þeim má finna margar myndir þess aldaranda, er ríkti, þegar þær gerð- ust, og verður að dæma menn og atburði frá því sjónarmiði. Eins geri jeg ráð fyrir að í mörgum þeirra speglist fremur dóm- ar samtíðarinnar um söguhetjurnar held- ur en ætíð sé um raunverulega atburði að ræða. St. St. 100 islenzkar myndir. Rvík 1941. Útg. ísafoldarprentsmiðja. Myndir þessar eru úrval úr hinu mikla og fagra riti „ísland í myndum“, er ísa- foldarprentsmiðja gaf út fyrir nokkru. Úrvali þessu fylgir hinn snjalli formáli Pálma Hannessonar. Er hann eins og texti myndanna bæði á íslenzku og ensku. Myndirnar eru yfirleitt góðar og margar ágætar og vel valdar. Gefa þær allskýra hugmynd um ýmsa fegurstu og sérkennilegustu staði landsins, auk þess, sem þar eru einnig nokkrar myndir frá atvinnulífi og dýralífi. Myndahefti þetta er hið eigulegasta, þótt eigi sé það jafn- glæsilega búið og bók sú, sem það er val- ið úr. Hins vegar er það svo miklu ódýr- ara, að það ætti auðveldlega að geta orð- ið eign hvers þess, sem gaman hefir af fögrum myndum, og ann þeim fróðleik, sem þær veita. St. St. Ragnheiáur Jónsdóttir: Arfur, skáldsaga. Rvík 1941. Útg. ísa- f oldarprentsmiðj a. Hér er nýr skáldsagnahöfundur á ferð- inni og leggur út með allstóra skáldsögu. Höfuðpersóna sögunnar er ung kona, Hildur að nafni, sem gifzt hefir Tómasi kaupmanni, gömlum, kaldrifjuðum auð- manni, til þess að geta látið fjölskyldu sína njóta góðs af. En Tómas heldur fast um aurana og hjónabandið hefir gengið hörmulega. Aannars segir sagan einkum frá æfilokum Tómasar og þeim atburðum, er verða samtímis og hann liggur bana- leguna. Einkum snýst sagan um hugar- stríð og raunir frú Hildar, og ógæfu þá er steðjar að fólki hennar. Þá verður og einnig stjúpsonur hennar ástfanginn af henni. Eftir andlát Tómasar fellur flest í ljúfa löð, svo að sagan fer vel eins og al- mennt er kallað. Frásögn öll og atburðirnir reka hver annan, en oft með næstum því reyfara- kenndum blæ. Höfundurinn vill sýnilega skrifa ádeilu, og deilir réttilega á margt, sem miður fer í þjóðfélaginu, en missir að nokkru leyti marks, sakir þess, hve dökkt hún málar andstæðingana, svo að þeir verða óeðlilegir fyrir bragðið. Ýmsar persónur sögunnar eru skýrar, t. d. syst- kini Hildar, þau Marta og Stjáni. Þá eru og læknishjónin allvel gerð, enda þótt frúin sé fullmikið látin tala og hugsa um andlegan þroska. Enda þótt margt gæti betur farið þá er samt sýnilegt að höfundur kann að segja sögu, og má vænta að smíðagöllunum fækki, er fram líða stundir. St. St. Stefán Jónsson: Á förnum vegi. Sögur. Rvík 1941. Útg. ísafold- arprentsmiðja. Höfundur sagna þessara er þegar nokk- uð kunnur fyrir smásagnagerð. Sögur þær er hér birtast eru sjö talsins og allar gripnar úr daglega lífinu, eins og nafn þeirra „Á förnum vegi“ bendir til. Þær fjalla einkum um þá einstaklinga, sem orðið hafa útundan eða eiga andstætt með einhverjum hætti. Frásögnin er látlaus og stíllinn viðfeldinn. Höfundur virðist 17*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.