Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Blaðsíða 39
-1Í. Kv.
BÓKMENNTIR
133
ast. Það er áreiðanlegt að þeir verða
margir, sem bíða framhaldsins með ó-
þreyju, og höfundurinn eykur drjúgum á
lesendahóp sinn með þessari sögu. St. St.
Dr. Jón Helgason, biskup: Tóm-
as Sæmundsson. Æfiferill hans
og æfistarf. — ísafoldarprent-
smiðja gaf út.
Dr. Jón Helgason biskup hefir unnið ís-
lenzkri sagnfræði ómetanlegt gagn með
hinum mörgu sagnfræðiritum, sem hann
hefir skrifað. Munu honum fáir fróðari í
ýmsum greinum íslenzkrar sagnfræði. Á
skömmum tíma hafa komið út eftir hann
fjórar ævisögur merkra íslendinga. Allar
eru þær brunnur fróðleiks um persónur
þær, er þær skýra frá, svo og um samtíð
þeirra og því öllum söguunnendum bezti
fengur.
Síðasta sagnfræðirit biskupsins er ævi-
saga Tómasar Sæmundssonar. Hefst bók-
in með ýtarlegum kafla um hina merku
Högnaætt, sem Tómas var kominn af. Þá
er ævisaga Tómasar rakin frá æsku hans.
Sagt frá skólanámi hans heima og erlend-
is, hinni merku suðurferð hans, veru hans
heima á íslandi og prestsskap, baráttu
hans fyrir íslenzkum framfaramálum og
að síðustu seinustu æviárum hans og
dauða. Koma margir menn við sögu og
margir atburðir, sem höfundurinn lýsir
með kunnugleik margfróðs sagnfræðings.
Bókin öll er skrifuð með hlýleika og lotn-
ingu fyrir Tómasi, þessum glæsilega ís-
lending úr endurreisnarsögu þjóðarinnar,
sem skipa má næst Jóni Sigurðssyni. I
minningu þjóðarinnar á hann að lifa sem
hinn fjölhæfi, ótrauði baráttumaður fyrir
rétti hennar og framförum, fullur ofur-
móðs og fórnarvilja. Með ógnir dauðans á
hælum neytir hann kraftanna til hins ýtr-
asta, rís upp í sæng sinni, að bana kom-
inn, til þess að skrifa um íslenzk velferð-
armál. Um Tómas látinn sagði Jón Sig-
urðsson: „Hann var íslands í innilegasta
og algerðasta skilningi“.
Allir ungir íslendingar ættu að lesa bók
biskupsins um Tómas Sæmundsson. Væri
þess þá von, að minning hans lifði eins og
hún á að lifa og hvetti til drengskapar og
dáða.
Stíll biskupsins er ekki íslenzkulegur og
mörg orðatiltæki eru þar óíslenzkuleg.
Dregur það nokkuð úr gildi bóka hans,
sem annars hafa hið mesta menningar-
gildi. Þ. B.
Ástvaldur Eydal Kristinsson:
Síldveiðar og síldariðnaður. Rvík
1941.
í formála fyrir bókinni segir höf. meðal
annars: „í riti þessu hefi ég leitazt við að
lýsa síldveiðunum íslenzku og iðnaðinum
í sambandi við þær. Jafnframt er minnzt
á framleiðslu annarra þjóða til saman-
burðar. Frásögnina hefi ég leitazt við að
gera stuttorða og gagnorða“. Þetta hefir
höfundinum vel tekizt. Bókin er í senn
bæði fróðleg og skemmtileg, en þó fáorð
og gagnorð. Er sjáanlegt að höf. hefir við-
að að sér efni víða að, og hefir notað
fjölda heimildarrita, bæði útlend og inn-
lend. Bókin er í sex köflum. í fyrsta kafl-
anum fræðir höfundur um síldina sjálfa
meðan hún er lifandi í heimkynnum sín-
um, hafinu. Annar kaflinn er um síldveið-
arnar. Er þar lýst veiðiskipum, veiðarfær-
um o. fl. Þriðji kaflinn er um saltsíldina.
Er þar lýst verkunaraðferðum o. fl.. Þar
er og mjög fróðleg skýrsla um helztu
framleiðslulönd og markaðslönd saltsíld-
arinnar. Fjórði kaflinn er um bræðslusíld-
ina. Lýsir höfundurinn vinnslunni frá því
síldinni er skipað upp úr skipunum og þar
til búið er að vinna úr henni mjöl og lýsi.
Hann rekur og sögu síldarverksmiðjanna
í aðalatriðum. Fimmti kaflinn er um síld-
arfólk og sá síðasti um framtíðarhorfur.
Það er ekki langt síðan að margir töldu