Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 41
2í. Kv.
BÓKMENNTIR
135
bók þessari sýnist mér að eigi þar ekki
heima. Er hún um Bjarna Herjúlfsson,
skráð eftir Ólafs sögu Tryggvasonar og
Eiríks sögu rauða. Allmargar góðar mynd-
ir af mönnum og húsum prýða bók þessa,
en stór gadi er það á henni, að hún er
gefin út á lélegan blaðapappír.
Þ. M. J.
Sigurður Nordal: Trúarlíj séra
Jóns Magnússonar. Rvík 1941.
Er þetta annar fyrirlestur, sem Háskóli
Tslands gefur út til minningar um Harald
prófessor Níelsson.
Allir, sem kynnt hafa sér sögu íslands
að nokkru ráði, munu hafa lesið Píslar-
sögu Jóns Magnússonar, sem mun vera
merkasta heimildarrit, sem til er frá
Galdrabrennuöldinni, um ástand manns,
sem þykist verða fyrir galdraofsóknum.
Séra Jón kom því til vegar að feðgar
tveir, Jónar að nafni, voru brenndir á
báli. En þó lét hann sér ekki nægjaþetta,
heldur reyndi að fá yfirvöldin til þess að
dóttir eldra Jóns en systir yngra Jóns
yrði látin fara sömu leiðina, en það tókst
honum þó ekki.
Prófessor Sigurður Nordal lýsir af
djúpum skilningi sálarástandi hins hálf-
sturlaða klerks, en sýnir fram á, að trú
hans hafi þó bjargað honum frá því, að
verða algerlega geggjaður.
Þ. M. J.
C. Krause:
Dætur frumskógarins.
Saga frá Mexíko. Guðmundur Frímann þýddi.
I.
LEITIN AÐ GIMSTEINADALNUM.
Stormurinn þaut kveinandi um óravíð-
ar slétturnar, svo hávaxinn gróðurinn reis
og hneig eins og öldur úthafsins. Þung og
dimm ský bárust um næturhimininn og
heltu regninu í stríðum straumum yfir
jörðina. Hver þruman rak aðra og gný
þeirra óx og margfaldaðist við bergmál
fjarlægra gljúfra. En öðru hvoru sló
bjarma eldinganna á kolsvarta hamra-
veggina.
Tveir ríðandi menn þeystu álútir um
óbyggðina, eins og þeir skelfdust óhugn-
að næturinnar og umhverfisins. Gæðing-
ar þeirra virtust að niðurfalli komnir af
þreytu, en hvorugur mannanna sýndi
þeim hina minnstu hlífð, en keyrðu þá
sporum svo blóð draup úr síðum þeirra
og vesalings skepnurnar prjónuðu,
hneggjuðu æðislega og þeystu síðan
áfram sem fætur toguðu.
Báðir voru mennirnir dulbúnir og vopn-
aðir að hætti Mexíkómanna. Þeir þögðu
lengst af, en hertu reiðina, sem aldrei
virtist taka enda.
„Ert þú viss um að rata?“ spurði ann-
arr þeirra að lokum.
..Já, hershöfðingi", svaraði hinn.
„Heldurðu að hægt sé að treysta þeim
Zurdo og Santuscho?“
„Eins og sjálfum mér, náðugi herra“.
„Það var annars gott, að þið genguð