Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Side 45
N. Kv.
DÆTUR FRUMSKOGARINS
139
„Og þó það!“ mælti hershöfðinginn fyr-
irlitlega, „hræðist þú nú einnig dauðlega
menn?“
„Ég er ekki hræddur“, flýtti þjónninn
sér að svara, „en liðsmunurinn er mikill.
þegar tillit er tekið til þess, að þeir geta
komið okkur að óvörum á hverri stundu“.
„Reyndu að harka af þér! Ef þrælmenn-
in vilja okkur eitthvað, þá er að taka því;
við getum ekki umflúið það“.
„Þér hafið rétt fyrir yður, herra, sagði
Gomez, sem reyndi að sætta sig við örlög
sín, „áfram þá!“
Með fingurinn á byssugikknum hélt
hann áfram. Banderas fylgdi honum eftir,
einnig með byssu sína spennta.
Gomez einblíndi niður fyrir fætur sér,
leitaði eftir blásnum kjúkum úr manns-
beinagrind, sem hér og þar gægðust upp
úr sandinum, og áttu að sýna leiðina.
„Sérðu sporin?“ spurði Gomez hljóð-
lega.
„Já“, svaraði Banderas, „ en þau eru
svo mörg, að illgert er að átta sig á þeim“
„Þetta eru spor eftir Indiíána11, hvíslaði
Gomez efablandinn, „og meðal þeirra eru
spor tveggja hvítra manna. Mér íinnst
það grunsamlegt, þar sem við áttum ekki
von á, að hér hefði komið aðrir hvítir
menn en Zurdo“.
„Spor tveggja hvítra manna, segir þú?“
„Já, sjáið þér þessi hérna, þau eru eftir
Zurdo, það er ég viss um. En hér hefir
annarr hvítur maður gengið, því að þessi
grönnu spor eru ekki eftir Indíána“.
Banderas kraup á kné í sandinn og at-
hugaði gaumgæfilega sporin og sannfærð-
ist um, að þjónninn hafði rétt fyrir sér.
„Þér hafið á réttu að standa“, mælti
hann og reis á fætur, „og ég þykist sjá,
að hér séu brögð í tafli. En hér eftir get-
um við ekki snúið við. Ef ráðist verður á
okkur, þá seljum við líf okkar dýrt“.
Gomez svaraði ekki, en hélt áfram að
rýna í sandinn.
„Er langt eftir ennþá?1' spurði Ban-
deras.
„Nei, eftir nokkra stund komum við út
undir bert loft aftur. Einhversstaðar hér
í berginu á að vera smuga, sem við þurf-
um að fara í gegnum. Þegar út er komið,
tekur við torfæra nokkur, áður en kom-
izt verður í Gimsteinadalinn11.
„Ég fer nú að missa þolinmæðina“,
mælti hershöfðinginn, „þetta eilífa fálm
í myrkrinu er hræðilega þreytandi“,
„Verið þolinmóðir, herra. Innan skamms
komum við að útgöngusmugunni“, mælti
Gomez. „En — skyldi mér hafa skjöplast?
Ég finn hana hvergi“.
Hann kraup niður og þreifaði fyrir sér
áfergjulega.
„Þetta er óskiljanlegt!“ sagði hann*
„hér liggur þó síðasta kjúkan, sem Zurdo.
setti til að sýna leiðina og þó finnst
hvergi svo mikið sem sprunga í bergið“.
Þeir rannsökuðu nú hellisvegginn báð-
ir. Allt í einu ráku þeir upp undrunaróp.
„Það hefir verið sett bjarghella upp í
munnann“, sagði Banderas, „sjáðu þessar
rifur, sem afmarka stærð hennar“.
„Hver getur hafa hreyft slíkt heljar-
bjarg? Zurdo og allir Apacha-indíánarnir
mundu ekki hafa þokað því úr stað, hvað
þá heldur komið því jafn kyrfilega fyrir“.
„Nei, það er hverju orði sannara“.
Þeir lýstu með kyndlunum um vegginn,
en myrkrið var svo svart, þegar frá dró,
að illgert var að greina stærð hellunnar.
„Við skulum ekki fara lengra“, sagði
Gomez óttasleginn, „hellirinn er svo stór
og vandratað um hann, að okkur getur
reynst ógerlegt að rata til baka, ef við
töpúm af þeim leiðarmerkjum, sem hafa
vísað okkur veginn hingað“.
„Eigum við þá að fara erindisleysu alla
þessa leið?“ sagði Banderas þungbúinn.
„Þekkir þú enga aðra leið en þessa inn í
dalinn?“
„Nei“, svaraði Gomez vonleysislega.
18*