Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Síða 48
142
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv.
hinnar undurfögru Maríu, dóttur Bander-
as ráðherra, sem einnig var æðsti ráðgjafi
í tollmálum. María var víðfræg vegna
fegurðar sinnar og dyggða. Hann kvong-
aðist henni og hún fluttist með honum
sem hrúður hans til hinnar fjarlægu og
einmanalegu haciendu.
Eftir fárra ára hamingjusamt hjóna-
band fæddi María honum son og ári síðar
dóttur. En þegar dóttirin var sex ára
gömul byrjaði heilsu móðurinnar að
hnigna mjög skyndilega og eftir margra
mánaða þungbæra legu andaðist hún.
Eftir þennan sorgaratburð tók sárt
þunglyndi og lífsleiði að sækja á Don
Rodriguez. Hann forðaðist eftir mætti allt
samneyti við annað fólk, og börn sín, sem
hann elskaði öllu heitar, sá hann ekki
nema við máltíðir og þegar ekki varð hjá
öðru komizt.
Eini maðurinn, sem Don Rodriguez um-
gekkst var Banderas hershöfðingi, áður
fylkisstjóri í Sonora. Hershöfðinginn
heimsótti hann að jafnaði tvisvar á ári og
stundaði þá veiðar á hinum víðáttumiklu
skógarlendum Don Rodriguez. Það var
ekki vegna nafnbótar og stöðu, að Don
Rodriguez gerði hershöfðingjann að vini
sínum og trúnaðarmanni. Hann naut
skyldleika síns við hina dánu og sárt
syrgðu eiginkonu plantekrueigandans. Þar
að auki var margt í fari hershöfðingjans,
sem Don Rodriguez geðjaðist vel að, og
jók hjá honum traust og virðingu.
Hershöfðinginn var á fertugsaldri.
Hann var meðalmaður á hæð, þéttvaxinn
og kraftalegur. Andlitsdrættirnir voru
hreinir og unglegir. Að jafnaði var svip-
ur hans góðmannlegur og einlægur og
naut hann því almennra vinsælda í Son-
ora. En við nána athugun mátti á vissum
augnablikum sjá kynlegum leiftrum
bregða fyrir í augum hans, sem gáfu til
kynna að undir hinu siðfágaða yfirbragði
hans blunduðu þungar ástríður, sem hald-
ið væri niðri með valdi.
Svo takmarkalaust var traust Don
Rodriguez á hershöfðingjanum, að í erfða-
skrá sinni hafði hann falið honum alla
umsjá eigna sinna og gert hann að fjár-
ráðamanni barnanna, þar til þau yrðu
myndug. Þennan síðasta vilja sinn hafði
hann gert honum kunnan, einhverju sinni
er ótti um skammlífi hafði valdið honum
sárum kvíða.
Don Jaime, sonur plantekrueigandans,
tvítugur að aldri, var sá eini, sem hafði
óskiljanlega andúð á hershöfðingjanum
frá fyrstu tíð, og hann reyndi ekki á
nokkurn hátt að dylja það fyrir honum,
en Banderas umgekkst hann með smjað-
urslegri vinsemd, þrátt fyrir það, að hann.
var í hjarta sínu móðgaður yfir þeirri lít-
ilsvirðingu, sem honum var sýnd. Don
Jaime hlaut oft ámæli föður síns fyrir
framkomu sína, en hann hélt uppteknum
hætti, þótt fyrirmæli föður hans væru
honum óskráð lög í öllum öðrum greinum,
Systir hans, hin fagra átján ára Donna
Dolores, ávítti hann oft af sömu ástæðum,
þó að hún í hjarta sínu hefði engar mætur
á hershöfðingjanum. En vilja föður síns
virti hún öllu fremur.
Þannig stóðu sakir í haciendu Don
Rodriguez sólarhring áður en þeir hræði-
legu atburðir gerðust, er sagt var frá í
fyrsta kapítula sögu þessarar.
Þetta kvöld var fjölskylda Don Rodri-
guez öll samankomin í borðstofu haciend-
unnar, sem lá í þeirri álmu byggingarinn-
ar, sem vissi út að fljótsbakkanum. Borð-
stofan var rúmgóð, veggirnir hvítir og
prýddir olíumáluðum laufaskurði og rósa-
flúri. Langt og mjótt matborð var á miðju
gólfi, innan við það voru pelli klæddir
bekkir í gömlum stíl, en til beggja handa
voru einfaldir en smekklegir tréstólar,
sem ætlaðir voru þjónustufólkinu. Sex
ljósakrónur gáfu stofunni næga birtu.