Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Page 49

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1941, Page 49
N. KV. DÆTUR FRUMSKOGARINS 143 Við efri enda borðsins sat Don Rodri- guez. Við hægri hlið hans voru þeir næstir: Banderas hershöfðingi, Don Jaime og kapellán haciendunnar. Vinstra megin sátu honum næst: Donna Dolores, lags- mær hennar Rosaura og hin unglega ráðs- kona Donna Lutetia. Neðar við borðið sat starfsfólkið, karlar og konur. Máltíðin var senn á enda. Banderas hershöfðingi hafði verið óvanalega glað- vær og skemmtinn, það sem af var kvöldsins. Jafnvel Donna Dolores, sem alla jafna tók lítinn þátt í samræðum við hann, brosti til hans öðru hvoru, svo drif- hvítar tennur hennar sáust milli rauðra og yndislegra varanna. Don Rodriguez stóð á fætur. Hershöfð- inginn ætlaði að fara að ráði hans, en plantekrueigandinn varnaði því og mælti: „Sitjið kyrrir, kæri vinur, og skemmt- ið fjölskyldu minni. Það er enn ekki kom- inn háttatími“. „Ég þakka vinsamlegast boð yðar“, svaraði Banderas brosandi, „en eftir að hafa neytt hins ljúffenga og sterka víns yðar hefi ég mesta löngun til að ganga nokkra stund úti mér til hressingar, áður en ég geng til hvílu“. „Farið þá út á þakið með Jaime og Dolores. í tunglsljósi eins og nú er yndis- legt að sitja þar og njóta veðurblíðunnar“. „En hvers vegna má ég ekki koma með yður í þessa ferð yðar?“ spurði Banderas. „Það er algjör óþarfi, enda lengri leið, sem ég á fyrir höndum í kvöld en yður grunar“. „En þér segið mér þó, hvert ferðinni er heitið“. „Til hestagirðingarinnar. Ég þarf að sjá um að unghrossunum verði smalað, svo þau verði vís innan fárra daga, en þá læt ég brennimerkja þau“. „Hvað er þetta löng leið?“ „Nálægt því þrjár mílur“. „Það er nokkuð langt“, mælti Banderas, „en þurfið þér nauðsynlega að fara í kvöld?“ „Það er óráð að fresta því til morguns, sem hægt er að gera í dag“, mælti plant- ekrueigandinn brosandi. „í kvöld er ákjósanlegasta ferðaveður, stjörnubjart og loftið mátulega svalt, en á daginn er hit- inn næstum óbærilegur“. „Jæja, ég óska yður þá góðrar ierðar, kæri vinur“, mælti Banderas, og þrýsti hönd hans. „Hittumst heilir á morgun; ég mun þiggja boð yðar og dvelja um stund uppi á þakinu með Donnu Dolores og Don Jaime“. Bæði systkinin, einkum Dolores, löttu föður sinn fararinnar, en árangurslaust. „Börnin góð“, mælti hann, „þið þurfið ekkert að óttast. Ég hefi marg oft farið þessa leið undir sömu kringumstæðum og aldrei hlekkst á“. „Ég veit ekki hvað því veldur“, sagði unga stúlkan með tárin í augunum, „að í kvöld hefi ég alltaf verið svo hrædd og kvíðin. Farðu ekki, faðir minn“. „Litli kjáninn minn“, svaraði faðir hennar vingjarnlega, „ef farið væri eftir öllum innri röddum og hugboðum, sem verða til í hjörtum ungra meyja, þá yrði margur maðurinn geggjaður. Ótti þinn er ekki aðeins óskiljanlegur, hann er einnig ástæðulaus. Á morgun sjáumst við aftur“. Banderas lagði ekkert til málanna. En hann fylgdist vel með öllu, sem sagt var, og glöggskyggn maður mundi að samtal- inu loknu hafa séð bregða fyrir ánægju- brosi á andliti hans. í sama mund leit hann með þýðingarmiklu augnaráði til þriggja húskarla, er sátu og hvísluðust á við hinn enda borðsins. Einn þeirra var hálsstuttur, samanrekinn Mexíkani, snoðklipptur, bjúgnefjaður og breiðmynntur. Þetta var Gomez, dugleg- asti nautahirðirinn á búgarðinum. Annar hinna var hærri og grennri en Gomez, en virtist allur vöðvastæltari. Hann var þel-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.