Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 12
N. Kv- Verner von Heidenstam: Sænskir höfðingjar NOKKRAR SÖGUR HANDA UNGUM OG GÖMLUM. FRIÐRIK ÁSMUNDSSON BREKKAN hefÍT endursaét á íslenzku. SÖRKVIR HINN GAMLI. Heiðin kvæði og dansar endurómuðu ennþá í hinum fornhelgu blótlundum. Meðal Gautanna, sem bjuggu sunnan- skógs,1) heyrðust gígjuhljómar og leikir frá bændagörðunum. En smám saman, eftir því sem vegir og stígir lágu lengra norður í landið, og inn í land Svíanna, varð allt hljóðara og alvörugefnara. Þar sat húsbónd- inn á bekknum í skála sínum og sneri boga- strengi, og í goða-hofinu mikla í Uppsölum lýsti enn bjarminn af blysunum yfir blót- veizlur Svíanna. Hinir kristnu konungar vildu þá helzt búa í Vestur-Gautlandi, þar sem kirkjur voru margar. — Þar var konungur, er Ingi liét. Hann kom á þingið í Uppsölum, en neitaði að fara inn í hofið og rjóða blót- blóðinu á goðin. Varð almúginn hónum þá svo reiður, að hann var rekinn burtu af þinginu með steinkasti. Sveinn mágur hans stóð þá uþp og kvaðst vera fús til að blóta, af því fékk liann nafnið Blót-Sveinn. Svíar tóku hann þá til konungs; og hann fór inn í hofið og roðaði goðin í hestablóði. Eri nokkru síðar kom Ingi konungur með menn sína, þangað sem Blót-Sveinn hélt til. Var það snemma morguns. Sveinn konungur var óviðbúinn, en Ingi lét þegar x) Sunnansskógs er Gautland fyrir sunnan hina miklu skóga Kolmorden og Tiveden. leggja eld í húsin og brann Blót-Sveinn þar inni. Eftir það var lítið hirt um hofið og tók- það óðum að hrörna. Og í stað þess var reist. kirkja að Uppsölum, sú sama, sem ennþá. gnæfir með sínum gráa turni bak við hina. miklu fornmannahauga. Sörkvir1) hinn gamli var nú konungur.. Það er sagt, að hann hafi verið af ætt Blót- Sveins. — í Austur-Gautlandi byggði hann. sér kastala á tanga nokkrum, sem skagar út í Vettern-vatnið. Þar sat hann venjulega vifr gluggann og starði yfir vatnið móti hinum. dimma skógi á Ombergi. Rétt fyrir neðan bergið speglaði hið ný- reista klaustur í Alvastra gafla sína og; kirkju í fiskitjörn munkanna. Þar var frið- að svæði, og þar uxu nú nýgróðursett ávaxtatré og beykitré. Vegfarandanum óx hugrekki á þessum órólegu tímum, þegar hann heyrði klukkur kirkjunnar hringja.. Þá þorði hann að slíðra sverðið, og vonaði að geta fengið betri næturgistingu, en ann- ars hefði verið völ á. Þakklátur í huga féll hann á kné við legsteininn á leiði Úlfhildar drottningar, fyrri konu Sörkvis konungs. — Munkarnir voru vanir að setja logandi kerti við gröf liennar og sögðu aðkomumönnum, að hún hefði látið reisa klaustrið fyrir fé það, sem hún fékk í morgungjöf, er hún giftist. Sörkvir hinn gamli sat gul-bleikur og. Sverker, kon. 1130—1156.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.