Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Page 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Page 15
N. Kv. SÆNSKIR HÖFÐINGJAR 9 — Til þessa að hefna fyrir konuránið hafði danski konungurinn, Sveinn Gráði, haldið liði sínu inn í Smáland og herjað þar. — Veðrið var hart og snjórinn lá í liáum sköfl- um, svo að hermennirnir urðu að leita sér skjóls í húsunum, þar sem þeir gátu komið því við. En hús Smálendinga voru lágir bjálkakofar, þar var hvorki stóll, bekkur né hægindi, og enginn gluggi nema ljóri á torf- þakinu fyrir reykinn. Og kuldinn var svo mikill, að enginn gat staðið á verði á hinum opnu svölum yfir dyrunum. Flestir her- mennirnir urðu því að láta fyrirberast úti í snjósköflunum á nóttunni við bál þau, sem þeir kveiktu sér. — Það leið heldur ekki á löngu, áður en smáhópar fóru að laumast af stað og halda í áttina heim til Danmerkur. — Þegar Sveinn varð þess var, hætti hann við hernaðinn og hélt heim með liði sínu. En Karl hertogi frá Hallandi, sá sem átti óréttarins að hefna, var ennþá kyn' í Ver- end með menn sína. Það hérað lá mjög af- síðis. Þar voru þröngir dalir og veglausir skógar, þar sem voldugar eikur og beyki- tré breiddu úr greinar sínar. — Fólkið, sem bjó þar, hafði fyrrum Iiaft sína eigin kon- unga, og það var stolt at' endurminningum sínum og hreysti sinni. Konur voru þar hafðar í miklum heiðri. Þegar biðill kom, kastaði stúlkan, sem hann vildi biðja, hanzka sínum til hans og bauð honum til einvígis. Væri hún sterkari en hann, varð hann að fara heim aftur með hneisu sína. En yrði hann yfirsterkari, var hún honum trú til dauðans. — Með bumbuslætti og pípublæstri eins og herflokkur fór brúð- kaupsliðið um byggðina, og þegar heim kom í brúðkaupsgarðinn, settist brúðurin í liásæti klædd í hjálm og brynju. Þar átti Blenda heima. Hún var nú há og vel vaxin kona, með ljóst hár, sem hékk nið- ur á bak hennar í tveirn þungum fléttum. Hún sendi boð til allra kvenna í byggðinni, þeirra, er gátu valdið öxi, en aðrar komu með ljái eða stafi, þær mættu henni allar við Ynglingahaug, og þann bezta mat og það sterkasta öl, sem þær áttu, höfðu þær með sér. Blenda hafði sagt svo fyrir, og þar sem hún var af ríkri og velmetinni bænda- stétt, hlýddu þær allar fyrirskipunum henn- ar. — Sem herkuml höfðu þær grænt og rautt klæði, sem þær bundu um mittið. — Ég hef sjálf séð Sörkvi konung og veit þess vegna, að hér verður hver og einn að hjálpa sér sjálfur, mælti Blenda, þegar hún stóð við hinn forna dómarastein á haugn- um. — Höfum við konur hér í Verend ekki bumbuslagara á undan brúðarfylgd okkar eins og höfðingjar? Og erfurn við konur hér ekki til jafns við bræður okkar? — Nú, hvað segið þið, leiksystur mínar? Við skul- um nú sýna það á stund hættunnar, að við séum ekki minni fyrir okkur en karlmenn. Þetta samþlykktu allar með einum munni. Og smám saman safnaðist hér kvenaher frá fimm héruðum. Eftir það héldu þær af stað og settu herbúðir sínar ekki langt frá óvinahernum. Því næst bjóst ein, sú, er fegurst þótti, og gekk á fund fj andm annanna. — Nú skuluð þið hætta að herja landið, mælti hún brosandi. Allir karlmenn okkar eru farnir frá okkur eða fallnir, svo að nú viljum við bjóða ykkur að ganga ykkur á hönd og verða konur ykkar. Við höfum þegar búið allt undir brúðkaup, og er ykk- ar beðið til veizlunnar. Danir tóku þessu vel og bjuggust til veizlunnar. En er þangað kom, fundu þeir borð hlaðin mat og drykk í mörgum og stórum hlöðum. En þeir sáu ekki nokkurn mann, og engin af konunum kom til fund- ar við þá. — Fjandann gerir það til með kerling- arnar! sögðu Danir og tróðust að veizlu- borðunum, því að þeir voru hungraðir, og óvanir að fá svo ríkulega af mat og drykk. Þeir sátu því svo lengi við, að þeir að lok- um sofnuðu út af. Þessu hafði Blenda beð- ið eftir. Og nú gerði hún með kvennaliði 2

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.