Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 16
SÆNSKIR HOFÐTNGTAR N. Kv. 10 sínu, sem íalizt hafði í skóginum, áhlaup. Þær lögðu eld í lilöðurnar, og þeir af her- mönnunum, sem fórust ekki í eldinum, féllu fyrir vopnum kvennanna. Þegar Blenda var búin að frelsa Verend frá fjandmönnunum, fór liún inn í hellis- skúta nokkurn. Þar setti hún rauða skál á hellusteina, sem þakkarfórn handa Óðni. Öldum saman sáu bændurnir hina rauðu skál í hellisskútanum. En að lokum hrundi fyrir innganginn. Sjálft aðfangadagskvöld jóla, tveirn árum eftir þessi manndráp, heyrðist bumbuslátt- ur mikill fyrir utan kastala Sörkvis. Þar var Blenda, sem kom í broddi fylkingar fyrir konunum frá Verend. Höfðu þær farið langa leið eftir vondum vegum, en enginn sá á þeim þreytu. Hver um sig liafði dýr- mæta skikkju breidda yfir söðul sinn, og utan yfir hvítum kyrtlunum voru þær í flegnum kápum með hinum fegurstu litum, og hver um sig bar á sér svo mikið af skart- gripum, að þeir voru margra bændabýla virði. Aðeins hvert silfurbelti vóg að minnsta kosti fjórar merkur. — Allt þetta áttu þær sjálfar og samkvæmt fornum lög- um í Verend gátu þær farið með hverja eign sína, eins og þeim líkaði. Blenda sjálf hafði búizt í hjálmi og her- tygjum. hins fallna, danska höfðingja, voru þau öll gullslegin, og á skildi hennar var merkt kona, sem stóð á föllnum fjand- manni. Sörkvir var rétt í þann veginn að setjast í sleða sinn til þess að aka út, þegar Blenda reið til hans. — Sem laun fyrir sigur okkar, biðjum vér konurn frá Verend þig, konungur, að þú staðfestir vorn æfaforna erfðarétt. Þess vegna höfum vér riðið þessa löngu leið, mælti hún með sterkri og hljómfagurri rödd. — Og nú getur þú séð, Sörkvir kon- ungur, að stundum getur það verið rétt að grípa til vopna og verjast. Já, svaraði hann, það getur gagnað þeim, sem eitthvað hafa að missa. Og á meðan hann talaði var hægt að heyra, að dætur hans og mágar héldu veizlu og dönsuðu í höllinni. — Þið konur í Verend, hélt hann áfram, ykkur til heiðurs skuluð þið í allri framtíð hafa bumbuslátt við brúðkaup ykk- ar og halda hinum forna rétti ykkar til erfða. — Það er konungs-orð mitt, sem ég gef ykkur. — En ég er sjálfur maður, sem búinn er að snúa baki við sólinni. Hann gaf hestinum lausan tauminn og sleðinn með hinu hrímþakta drekahöfði þeyttist af stað. Fyrir aftan konunginn á sleðanum stóð stallari hans. Við og við fálmaði hann eftir sverði sínu. En þegar hann tók eftir því, að konungurinnn gat séð skugga hans, hætti hann við að bregða því. — Stallari minn, mælti konungur. Ég lieyri peninga hringla í vasa þínum. Lán- aðu mér nokkra, svo að ég geti gefið ölm- usur. Ef til vill er þetta síðasta jólanótt mín. — Þegar ég stíg niður í gröfina, langar mig til að hafa eitthvað, að segja Úlfhildi minni, sem getur glatt lrana. Þegar hann fékk peningana og skoðaði þá í lófa sínum, sá hann, að það voru útlendir peningar, sem leynilega höfðu verið sendir af óvinum hans til þess að múta stallaran- um. Það varð dimmt af nóttu, en veður var heiðskírt og stjörnubjart. Sörkvir hélt áfram að aka frá einu býlinu til annars. Hann gekk inn til hinna fátæku með ölm- usur sínar, og settist um stund við jólaborð þeirra. — Herra, sagði stallarinn, við verðum að hugsa um. að komast heim og ná í óttusöng- inn í Alvastra. Hann sneri sleðanum við og ók heim á leið. Þegar þeir óku upp úr gil- inu við Álabekks-brú urðu þeir að fara hægt. Stallarinn sá, að enn voru ekki marg- ir kirkjugestir komnir á leið til Alvastra. Hann brá þá sverðinu og hjó til. Gamli, þreytti og þunglyndi konungur- inn steyptist áfram og lá dauður í blóði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.