Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 21
N. Kv, STÍNA LÆTUR ANETJAST 15 'Og aftur og stöguðust með sönglandi röddu •endalaust á þessum vísuorðum: i Nú keyrum við inn í Kaupmannahöfn og kaupum súkkulaði. Hjáleigukonan stóð í dyrunum, skyggði liendi fyrir sól og mælti: „Það ljómandi fallegt, hvernig Marsína litla kann að leika sér við mömmu sína.“ Við fyrri heimsóknir hafði Stína verið dá- lítið fjörmeiri og hafði þá tekið hvíldir í leiknum, sem alltaf var eins, og spjallað ýmislegt við hjáleigukonuna, en í þetta skipti gekk ekki á öðru en: Nú keyrum við inn í Kaupmannahöfn og kaupum súkkulaði, i belg og biðu án afláts, og Stína blíndi sljóum augum fram undan sér. Raunar kyssti hún við og við Marsínu litlu, sem bar þetta skoplega nafn til minningar um föður sinn, Jens Madsen, — en það var engin veru- leg ástúð í atlotum hennar. Við þessa kossa leit telpan ankannalegum spurnaraugum á anóðurina, og einu sinni, þegar Stína leit framan í barnið, fór hún að gráta. Hjáleigu- konunni fannst sér skylt að segja nokkur huggunarorð, og þau urðu á þessa leið: ,,Já, karlþjóðin — það er nú meiri óþverr- inn, — annar eins kurfur og Jens Madsen! Ja, nóg er til af þeim. Minn, — hann er nú reyndar engin óliemja eða svarri, nei, — það •er hann svei mér ekki, en fullur er liann oft- -ar en hitt.“ „Já, það er hann nú víst,“ svaraði Stína aitan við sig, hann hefur æfinlega drykk- íelldur verið.“ „Ójá, það er nú eins og það er tekið; en lir því að hann hvorki skammast né lemur, — það gerir hann aldrei, — þá verður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti. En eg held þú sért ekki vel frísk í dag, Stína, því að þú ert svo slyttuleg.“ „Það eru skruðningar innan um mig,“ svaraði Stína. ■ „Það skyldi þó ekki vera innanveiki?“ TOælti hjáleigukonan. Klukkan fimm varð Stína að halda af stað heim. Hún stikaði hálfa aðra míluna til kaupstaðarins eftir rykugum veginum, og ekki virtist hún taka það neitt nærri sér. Það var eins og rykmekkirnir hjúpuðu hana að fullu og öllu, — sjálf heyrði hún hvorki né sá. II. 1 fimm ár hafði Stína verið vinnukona hjá Aaby prófastsekkju, sem setzt hafði að þar í kaupstaðnum eftir lát manns síns; hún var þar borin og barnfædd, dóttir bæjar- fógetans, er þar var áður. Frúin var um fimmtugt, lítil vexti og hnellin, svarthærð og móeygð, létt í skapi og hláturmild, en í þau tuttugu ár, sem hún var gift, hafði hún orðið að gæta allrar alvörugefni, vegna þess að maður hennar hafði svo hárri andlegri stöðu að gegna. Nú sat hún á litlum ekkju- styrk og æskuvinirnir í fæðingarbæ hennar voru roknir út í veður og vind. Hún lifði í minningunum um gamla, mannkvæma nægtaheimilið, þar sem biskupinn hafði kunnað svo vel við sig, þegar hann var að visitera, að hann gleymdi blátt áfram að snupra barnakennarana. Prófastsfrúin prjónaði annars firn af ullarspjörum handa fátækum börnum og las þess á milli með mestu kostgæfni allar skáldsögur, sem feng- ust í „lestrarfélaginu". Hinn hefðarlega pró- fastsfrúar-svip setti hún ekki upp nema við hátíðleg tækifæri, t. d. þegar hún var í boði embættismanna og ríkra kaupmanna í bæn- um. Henni hafði orðið vel til sveitafólksins, meðan hún var prestskona í sveitinni. Hún hafði skap og innræti til að skilja það, og þótt fyrirmennsku-skyldan gæfi henni stöku sinnurn tilefni til að setja sig á háan hest, þá dró það ekki frá þeim almanna- rómi, að hún væri „einstaklega álitleg kona“; bændunum þótti jafnvel vænna um það ,að prófastsfrúin kunni að halda uppi virðingu sinni. Fyrir löngu hafði barna-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.