Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 28
22
VITASTÍGURINN
N. Kv>
„Já, en það er ekki lögmál náttúrunnar,"
sagði hún.
„Samþykki foreldranna er auðvitað nauð-
synlegt skilyrði.“
„Nú, — jæja, það er nú annars alveg sama,
e£ þetta er þá ekki eintómt snuð, og ef
Roosevelt fær alla peningana eftir ívarsen."
„Ég er nú ekki svo hárviss um, að það
verði drengnum okkar til neinnar blessun-
ar,“ sagði Adam hæglátlega.
„En hamingjan góða, að heyra til þín.
Að þú skulir geta sagt annað eins, Adam!
Auðvitað er ívarsen óttalegur síngirnis-
durgur og nirfill. En þegar hann sýnir
svona hlýtt lijartaþel gagnvart Roosevelt,
hlýtur þó að vera eitthvað gott til í honum.“
„Auðæfi og æska eru hættulegir föru-
nautar á lífsins leið. Og vel gæti verið, að
Roosevelt hefði heldur átt að streitast sjálf-
ur upp brattan Vitastíginn eins og við
hinir.“
„O, brattann þann fær hann nú nógu
snemma að reyna.“
„Þar sagðirðu sannara orð, heldur en
sjálfa þig grunar, Fía-----jæja, jæja. Það
er svo sem nógu bjart fram undan núna,
Guð gefi, að það megi vara,“ sagði Adam
og fór síðan upp í turninn til að fága ljós-
kerið,.
Úti á Bjarkasetri gengu hjónin um og
litu köldum augum hvort á annað. Gottlieb
var þar aldrei nefndur á nafn; en Sylvester
hugsaði til hans á hverjum degi, er hann
var í skóginum. Það var einkennilegt, hvað
herragarðseigandinn var tekinn að sinna
skógunum sínum mikið síðustu árin. Áður
var það jarðræktin heima fyrir, sem hann
helgaði allan áhuga sinn og krafta. Nú orð-
ið leit hann varla í þá áttina, heldur lét
hann ráðsmanninn sjá um allt þess háttar.
Sjálfur fór hann til skógar, eins oft og tæki-
færi gafst, helzt snemma á morgnana, og
kom sjaldan heim fyrr en á kvöldin. I fyrstu
lét hann Jens herramann fara með sér, þeg-
ar hann var laus úr skóla, og þá fóru þeir
um allan Hlynahrygg og lögðu fuglasnör-
ur. Sylvester kenndi Jens öll þau smábrögð'
og brellur, sem við veiðar þessar voru not-
uð, að búa til snörur úr kvistum og tagl-
hári og að festa þær á réttum stöðum og
á réttan hátt, svo að þeir fengju fugla í þær.
Jens hafði mikinn áhuga á þessu í upphafi,
en varð brátt leiður á því og dró sig í hlé.
Sylvester frétti alltaf öðru hvoru, að dreng-
urinn væri farinn yfir í Straumhólms-vitar
því að þar átti hann leiksystkini sín. Þóttí
Sylvester þetta mjög eðlilegt, því að dreng-
urinn þyrfti að fá að vera með jafnöldrum.
sínum. og öðrum börnum. Hann fór þvíi
einsamall til skógar og sinnti snörum sín-
um. Oftast nær lagði hann leið sína um-
„Sælureit". Það var eins og blettur sá drægr
hann til sín með dularfullu magni. Jón
ekill hvíslaði því að húsjómfrúnni, að þegar
hann hefði ekið þar fram hjá einn daginnr
hefði hann séð húsbóndann vera að byggja
steinvirki uppi í Sælureit, alveg eins og
smástrákar gera oft og tíðum. Og þau voru-
bæði sammála um það, að húsbóndinn væri
orðinn hálfundarlegur síðustu árin. Á
kvöldin sat hann við skrifborð sitt og skrif-
aði og endurskrifaði „Direktiver handa syni
mínum Jens Sylvester Bramer.“ Frú Bramer
sat í hægindastól sínum, með lítið borð fyr-
ir framan sig og heklaði blúndur. Það hafði-
hún gert á hverju kvöldi öll árin, sem hún
hafði setið á Bjarkasetri, og því hélt hún
enn áfram, vélrænt og tifandi eins og brúða.
Grannir fingurnir héldu um heklunálinar
og hvítur þráðurinn smaug og rann jafnt og
þétt áfram.
Frú Bramer var óbreytt enn. Engin-
hrukka var sjáanleg í hinu fína og smá-
gerva andliti; augu hennar voru enn jafn-
hvöss og rannsakandi, er hún hringdi á>
stofuþernuna og bauð henni að framreiða
kvöldverðinn. Rödd hennar var enn jafn-
þýð, einræn og ofurlítið tilbreytingarlau^-
eins og áður. Hver stund sem leið fyllti út