Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Page 30
24
VITASTÍGURINN
N. Kv.
verið þér sammála, Abla. En ég ætla að fara
út í víða veröld. Ó, hvað ég ætla að syngja:
Lífs míns er veröld væn, — vonin er fagur-græn.
Ólundin grúfir grá, — gleðin er himin-blá, —
tra — la — la — la!“
Og svo fór Auróra til Óslóar.
Það var kvöld eitt í september, og tungls-
skinið flæddi um allan Vitastíginn. Það var
því ekkert vandratað, því að alla leið að
neðan sást í toppinn á hvítum vitaturnin-
um. Niður við ströndina silfraði tunglið
smábylgjurnar, sem hoppuðu og skoppuðu
um steina og sker, eins langt og auga eygði.
En inni á ströndinni gekk unga fólkið fram
og aftur, leit upp í tunglið og brosti — nú,
eins og fyrir þúsundum ára.
Jens herramaður hafði gengið fram og
aftur fyrir framan símastöðina í hálfa
klukkustund, og beðið eftir Benediktu.
Síðan Auróra fór, var það orðin föst venja,
að hann fylgdi Benediktu heim á hverju
laugardagskvöldi. Öðru hvoru gat það líka
komið fyrir í miðri viku. Hann labbaði þol-
inmóður aftur á bak og áfram og nam stað-
ar í sjöunda sinn fyrir utan glugga inn-
römmunarmannsins, þar sem var til sýnis
mynd af „Prins París, sem veitir fegurðar-
verðlaunin". Honum virtist Aþena líkjast
Benediktu, en Afrodite (Venus) minnti um
Auróru. En hvorri þeirra hann myndi veita
fegurðarverðlaunin, var harla torráðin gáta.
Að svo stöddu hallaðist liann að Benediktu,
þótt hún væri feimin og hlédræg. Auróra
var allt öðruvísi; en hún hafði nú einu
sinni hlaupið frá honum. Hún var blátt
áfram. orðin stór upp á sig og montin, upp
á síðkastið, sérstaklega síðan hún hafði feng-
ið þessar lista-grillur í kollinn. En hamingj-
an góða, hvað hún var kát og fjörug!
Loksins kom Benedikta með litlu tösk-
una sína í hendinni. Hann reyndi að mæta
henni eins og það væri af einskærri tilvilj-
un, að honum varð gengið fram hjá síma-
stöðinni, og hún flýtti sér að segja: ,,E»
góði, ert þú hérna?“ Þeim var víst báðum
ljóst, að þeim tókst þetta hálfklaufalega;.
þau litu hvort á annað og roðnuðu. Síðam
gengu þau upp brekkuna og Vitastíginn.
Öðru hvoru námu þau staðar og horfðu út
á hafið.
„Það er svo fallegt í kvöld,“ sagði hann,
„Mér þykir hafið alltaf fallegt," sagðf
hún.
Þegar þau komu að mýrarsundinu, réttí.
hann henni höndina til að styðja hana, er
þau stikluðu á steinunum; en þegar þau;
voru komin yfir um, sleppti hann ekki
hendinni aftur. Hún dró hana að sér, en.
hann hélt fast.
„Má ég ekki halda í höndina á þér?""
sagði hann.
„Til hvers ætti það að vera?“ spurði hún..
„Mér þykir svo vænt um þig,“ sagði hanm
allt í einu.
Hún kippti að sér hendinni og blóðroðn-
aði.
„Það segirðu líka við Auróru,“ sagði hún.'.
stillilega.
„Ekki á sama hátt,“ svaraði hann.
„Er þá hægt að segja það á marga vegu?“
sagði hún og hló við. Því gat hann engu1
svarað. Þau gengu nú þögul yfir brúna og,
upp að vitanum.
„Viltu ekki koma inn?“ spurði hún.
„Nei, þakka þér fyrir; ég verð víst að-
hypja mig heim aftur.“
„Ertu þykkinn?" spurði hún allt í einu.
„Nei, fjarri fer því. En einn daginn hljóp’
Auróra frá mér, hún vildi ekki einu sinni
tala við mig, — og í dag svo — svo-----
„Við erum samt vinir?“ spurði hún.
„Já, auðvitað," svaraði hann með tilgerð-
ar kæruleysi.
„Góða nótt, Jens!“
„Góða nótt, Benedikta," svaraði hann og,
gekk hægt ofan Vitastíginn.
Hann bjóst við, að hún mundi hugsa sig
um og kalla á hann, og því gekk hann hægt