Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 31
N. Kv.
VITASTÍGURINN
25
ofan eftir. En hún kallaði ekki. Hún hafði
farið inn og lokaði á eftir sér. Jens .herra-
maður skildi ekkert í þessu. Svo var að sjá,
sem hvorug þessara bernskuvina hans vildi
eiga hann. Og sjálfum var honum ekki fylli-
lega ljóst, hvora þeirra honum þótti vænst
um. Benedikta var svo hæglát og feimin, að
hann fékk ekki einu sinni að halda í hönd-
ina á henni. Hún var eins og styggur fugl;
en hún var svo svipfalleg, þegar hún spurði
hann áðan: „Ertu þykkinn?“ Hann hefði
feginn viljað gera allt það, sem hún kynni
að hafa beðið hann um í dag, því að lronum
þótti verulega vænt um hana. En þegar
hann var með Auróru, var hann einnig
hrifinn af henni. Það var auðvitað heimsku-
legt að hafa sagt þetta við þær báðar, því að
Auróra hafði auðvitað sagt Benediktu það.
En það var líka ókleift að standast Auróru.
Hún hafði getað reitt hann til reiði og
blíðkað á víxl eftir geðþóitta sínum. Þegar
hann tók í höndina á henni, fékk hanh'að
leiða liana upp allan Vitastíginn. Og einu
sinni, þegar þau voru að fára yfir brúna.
hafði hann kysst haiia, og hún hafði ekki
orðið móðguð. Nei, Auróra var ekkert
tepruleg á þann hátt.
Jens herramaður hélt heim á leið og var í
mjög miklum vafa. Þegar hann kom upp á
Hlynahrygg, varð hann þess var, að einhver
var inni í gamla sumarfjósinu í ,,Sælureit“.
Hann leit inn um dyrnar. Þar stóð Sylvester
faðir hans með öxi í hendi.
?,Nei, en pabbi; ert þú að gera við fjósið?
Það hefði nú einhver piltanna getað ger't.“
„Já; en mér þykir nú gaman að því, skil-
urðu. Mér þykir alltaf vænt um þennan
gamla blett hérna.“
„Hefir þú líka byggt báða þessa steinkofa
þarna?“ spurði Jens og benti á tvo litla
kofa, sem hlaðnir voru úr stórgrýti, sinn
hvoru rnegin í rjóðrinu.
Sylvester hló lágt og dálítið vandræða-
lega.
„Ja-já, ég gerði það einn daginn. Ég hafði
þá ekki annað verk með höndum. Mér datt
í hug, að það væri gaman að gera „Sælureit"
alveg eins og hann var, þegar ég var smá-
strákur. Ég á margar minningar liéðan, eins
og þú rnunt skilja.“
Þeir héldu af stað lreimleiðis að Bjarka-
setri. Sylvester þagði lengi, en spurði svo að
lokum:
,,Hvenær byrjar skólinn aftur, Jens?“
„Með október. Það er líklega bezt að
reyna að ljúka þessu verkfræðiprófi, fyrst
mamma vill svo gjarnan, að ég nái því.“
„Já, það ættirðu að gera. Hvenær ferðu
þá?“
„Skólinn byrjar þann fyrsta.“
Allt í einu spurði Sylvester:
„Varstu yfir í bænum?“
„Já, ég fór yfir um til að kaupa bókina þá
arna.“
„Hittirðu kunnuga?"
;,Já — ég heilsaði upp á Benediktu Stolz.“
„Jæja, dóttur vitavarðarins. Hún kvað
vera falleg og elskuleg stúlka," sagði Syl-
vester og leit á Jens; en hann roðnaði og
svaraði: „Hún er bæði falleg og góð stúlka.“
„Lizt þér vel á hana?“ spurði Sylvester.
„Hvað áttu við?“
„Já, þannig, að þú vildir gjarnan ganga
að eiga hana,“ sagði Sylvester og hló við.
„Ég veit ekki almennilega^ pabbi. Annars
lield ég nú ekki, að hún vilji eiga mig.“
„Ekki eiga þig?“ spurði hann hissa.
„Æjá, þau í vitanum eru nú svo ólík
öðru fólki.“
„Ólíkt öðru fólki?“ Sylvester nam staðar
og leit á son sinn.
„Þú veizt það, pabbi, að Adam Stolz lifir
þarna í Vitaturninum eins og í sínum eigin
lreimi. Allt það ,sem okkur þykir glæsilegt
og mikilvægt, er honum einkis virði, og
hann brosir af samúð að mönnum. Þau
Benedikta eru ákaflega lík að skapgerð og
skoðunum. Hún unir sér bezt þar efra; í
hreinu og tæru lofti. Ég var svo oft þarna
efra, þegar ég var strákur."
4