Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Page 32
26
VITASTÍGURINN
N. Kv.
„Ég veit það, Jens. Þú skilui- auðvitað,
að ég komst fljótt að því. Þykir þér vænt
um. fólkið þar fyrir handan?“
„Þau eru betri en annað fólk. Ég hefi
aldrei heyrt eitt styggðaryrði þar efra, og
þegar við strákarnir rukum í hár saman,
urðum við aldrei óvinir efitr á, því að vita-
vörðurinn sagði æfinlega: „Berjist þið bara,
strákar, því betri vinir verðið þið eftir á.“
„Það er alveg satt og rétt, Jens,“ sagði
Sylvester.
„Já, en hvers vegna voruð þið alltaf svo
hrædd um, að ég væri með öðrurn strákum
í uppvextinum? Ég varð að stelast til að
vera með vita-börnunum.“
„Ég neitaði þér aldrei um það, drengur
minn.“
;,Ekki beinlínis þú — en mamma.“
„Æjá, mamma þín hélt sennilega, að það
væri réttast og skynsamlegast. En annars
þekkir hún ekki vitavarðar-fjölskylduna.“
„Já, en það er líka alveg afleitt, pabbi. Ég
held að þið mamma bæði hefðuð gott eitt
af því að kynnast þeim manneskjum. Gott-
lieb frænda þykir reglulega vænt um þau.“
„Frétta þau oft af honum, þarna yfir í
vitanum?“, spurði Sylvester. Jens varð for-
viða, því að hvorugt foreldranna hafði
minnzt á Gottlieb einu orði um langa hríð.
„Já, þau fá bréf frá honum nær vikulega.
Hann er í Ítalíu."
;,Ég veit það drengur minn.“
„Hann býr þar með norskum málara, sem
frændi hefir hjálpað. Hann er gení, eftir
því sem frændi skrifar. En hann er því
miður heilsulaus og mjög veikur.“
„Gottlieb frændi hefir alltaf verið mjög
laginn á það að finna gení,“ sagði Sylvester
og hló við.
„Já, en þessi málari, Sören gení, kvað
vera alveg sérstakur afburða listamaður,
það er víst satt, pabbi. Nú er hann orðinn
svo frægur, að þó að hann selji ekki nema
eina smámynd, fær hann hana svo vel borg-
aða, að þeir frændi geta lifað í dýrð og vel-
lystingum i heilt ár, og Auróra hefir fengið
peninga til að stunda söngnám í Ósló.“
„Auróra?"
,5Já, fósturdóttir vitavarðarins. Það var
hún, sem Gottlieb frændi tók að sér.“
„Jæja, er það hún. Já, hún hefir líka alizt
upp í vitanum."
„Já það er nú skemmtileg stúlka, skal ég
segja þér. Hún er bæði fjörug og gamansöm
og falleg."
„Þú ert ef til vill hrifinn af henni líka?“
„O-nei, ekki er ég nú það beinlínis. En
það er afar gaman að vera með henni.“
Sylvester nam staðar. „Skrifar Gottlieb
frændi aldrei neitt um það, hvenær hann
muni koma heim aftur?“
,Nei, aldrei.“
9 -
„Spyr hann heldur ekki eftir okkur á
Bjarkasetri?“
„Nei, aldrei, pabbi."
Skugga af hryggð brá fyrir í svip Sylvest-
ers. Hann stóð grafkyrr og horfði alvarlega
á öxina, sem hann hélt á í hendi sér, og
strauk vísifingri eftir hárbeittri egginni.
„Gáðu að þér, þú getur skorið þig,“ sagði
Jens hvatlega.
„Það munai minnstu, hvort það er einu
sárinu meira eða minna,“ sagði Sylvester
lágt og gekk af stað. En Jens skildi það. Og
nú skildist honum, að faðir hans syrgði allt-
af bróður sinn sem aldrei kom heim aftur.
9
Þegar þeir komu ofan í trjágöngin, sem
lágu heim að Bjarkasetri, nam Sylvester
staðar.
„Þegar þú hittir vitavörðinn næst, get-
urðu sagt honum, að ég hafi spurt eftir
Gottlieb frænda.“ ,
„Á hann ekki að skrifa neitt meira?"
„Nei, drengur minn, þess gerist ekki
þörf.“
„En pabbi, þú gætir þó beðið að heilsa
honum og segja, að þér myndi þykja vænt
um, ef hann kæmi bráðum heim aftur.“
;,Nei, nei, það má hann ekki skrifa,
Mömmu þinni myndi ekki geðjast að því.