Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 33
N. Kv. VITASTÍGURINN 27 „Mömmu? Pu-h, hún þarf ekki að vita neitt um það?“ „Ég fer aldrei með neitt á bak við mömmu þína, drengur minn.“ Jens steinþagnaði og roðnaði ofurlítið. Hann blygðaðist sín fyrir að hafa hugsað á þennan hátt. „En getur þú ekki farið sjálfur til vita- varðarins, pabbi? Ég er viss um, að hann myndi sýna þér bréfin frá Gottlieb frænda, öll með tölu.“ „Neþ þakka þér fyrir, drengur minn, það get ég ekki. Ég er því fólki alveg ókunnug- ur, og ég hefi aldrei troðið mér inn á einn eða neinn, nei, aldrei!“ „Ég er viss um, að þeim myndi þykja vænt um, ef þú kæmir þangað.“ „O-nei. Að minnsta ekki ennþá--------“ Sylvester stóð lengi hugsi, áður en hann tók til máls. Allt í einu lagði hann höndina á öxl Jens og leit beint framan í hann: „Þegar þú kvænist einhvern tíma, Jens, þá skaltu aðeins fylgja rödd hjarta þíns, engu öðru. Vitavörðurinn hefir rétt að mæla. Láttu ekki blekkjast og ginnast af því^ sem virzt getur stórt og glæsilegt, — farðu ekki eftir því, Jens, þegar þar að kemur.“ — Sylvester gekk hratt inn um hin- ar breiðu dyr Bjarkaseturs. Jens fór upp í herbergi sitt og tók að velta fyrir sér, hve faðir hans væri orðinn undarlegur upp á síðkastið. Er hann kom ofan aftur, hitti hann móður sína. „Þú unir þér víst bezt yfir í bænum, drengur minn,“ sagði hún lauslega. „Það er nú gaman að hitta fólk öðru hvoru,“ sagði hann og hló. „O, þú hittir nú fjölda fólks, þegar þú ferð aftur í skólann í næsta mánuði.“ „En það eru nú eins konar bernskuvinir mínir, allur fjöldinn yfir í bænum.“ „Þú ert nú orðinn fullorðinn piltur, góði minn, svo um er að gera, að þú veljir þér félaga. Faðir minn sálaði, hans háæruverð- ugheit biskupinn, sagði ætíð: „Seg mér, hverja þú umgengst, og þá skal ég segja þér, hver þú ert.“ „Hann umgekkst nú sennilega aðeins Guð og konunginn," sagði Jens hlæjandi. „Hann var að minnsta kosti mjög var- kárý' sagði hún alvarlega. „En nú hefi ég skrifað bróður mínum, hershöfðingjanum," sagði hún, „og beðið hann að líta eftir þér, þegar þú kemur aftur til höfuðstaðarins í næsta mánuði.“ Hún hélt áfram að hekla blúndu sína og leit ekki upp, þegar hann fór út aftur. Jens gekk út í lystigarðinn og hugleiddi allt það, sem fyrir hann hafði borið í dag, og þá ekki sízt samtalið við föður sinn. Hann tók víst allmiklu nær sér, en hann lét í veðri vaka, að Gottlieb frændi skyldi ekki koma heim aftur. Hvað hafði annars valdið því, að bræðurnir skildu? Þegar hann kæmi næst yfir í vitann, ætlaði hann að biðja Adam að skrifa Gottlieb frænda, að pabbi hefði spurt eftir honum. „Svo ætla ég að áræða að segja, að pabbi myndi verða mjög glaður, ef hann kæmi heim aft- ur; því að ég er viss um, að það er það, sem pabbi átti við. Ég verð að reyna að telja Gottlieb frænda til að koma heim aftur, því að pabbi lítur ekki glaðan dag, fyrr en hann er kominn aftur.“ Meðan þessu fór fram á Bjarkasetri, sat Benedikta í litla herberginu sínu, til hliðar við stofuna í vitanum. Það hafði verið „meyjarskemman" hennar, síðan Auróra fór að heiman. Fía kom inn til hennar; henni virtist Benedikta vera svo einkenni- lega stillt og þögul, þegar hún kom heim. „Hvers vegna kom Jens ekki inn, eins og hann er vanur?“ spurði Fía. „Hann ætlaði heim aftur,“ svaraði Bene- dikta stutt. Fíu skildisþ að nú væru „flugur komnar í lúðurinn,“ eins og Adam var van- ur að segja, þegar eitthvað gekk andsælis; en hún lét sem ekkert væri. Stúlkan var nú fullorðin, hugsaði Fía, svo að hún ætti nú að geta ráðið við einfalda karlmannsnefnu, 4*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.