Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 34
28 VITASTÍGURINN N. Kv og einfaldir eru nú einu sinni allir karl- menn um þær mundir, sem þeir ganga í biðilsbuxunum. Hún klappaði Benediktu á kinnina og bauð henni góða nótt. Benedikta gekk út að glugganum og horfði út á sjóinn. En hugur hennar allur var hjá Jens herramarini. „Ég skil ekkert í, hvernig hann getur daðrað við Auróru, ef honum þykir raunverulega vænt um mig. Jens er góður drengur, og hann vill vera öllum góður. .. .“ Langt stjörnuhrap sveif gegnum himin- geiminn. Þegar hún var barn, hafði henni verið sagt, að gæti maður óskað sér þriggja óska, á meðan stjörnuhrapið væri á leið- inni, myndu óskirnar rætast. Hún gat að- eins sagt Jens! Svo var öllu lokið. Hún fór að afklæða sig. Henni gramdist ofurlítið, að hún skyldi ekki Iiafa verið nógu fljót á sér með óskirnar þrjár — — — en hún skyldi sannarlega sjá að sér í næsta sinn. Hún smeygði sér upp í litla rúrnið og lá dálitla stund og liorfði á stjörnurnar á dimmblárri himinhvelfingunni. Svospennti hún greipar. Faðir vor. . . . En fullmáninn gægðist glettinn á svip inn á milli gluggatjaldanna og varpaði ljós- bjarma á unga andlitið fríða. Mánabrosið lék létt um 1 jósgullið hárið, dökkar brún- irnar og hvítan hálsinn, en ávalur barmur- inn lyftist og hneig hægt og reglulega. Bene- dikta var sofnuð. Allt svaf, jafnvel eridurn- ar litlu úti á Norðurnesodda höfðu fyrir löngu stungið höfðinu undir vænginn. III. Roosevelt hafði fengið bifhjól. Það var annars hóflaust dálæti, sem Ivarsen hafði á drengnum þeim arna. Og ungfrú Evensen var alveg græn af gremju yfir öðru eins. Jafnvel Önnu eldabusku fannst, að nú væri skörin tekin að færast upp í bekkinn. Að vísu var drengurinn orðinn nærri fullorð- inn, en samt ætti nú að hafa það í huga, að hann var upprunninn á mjög óbreyttu heimili, J:>ar sem ekki var auð og allsnægt- um til að dreifa. Roosevelt ók í hvínandi spretti umhverfis Torgið á bifhjóli sínu, og lá við, að hann rækist á bæjarverkfræðing- inn sem kom Jrar arkandi í djúpum hugs- unum og uggði ekki að sér. Hann varð auð- vitað öskuvondur og jós úr sér skömmum; en Roosevelt lét þær eins og vind um eyrun Jrjóta. Rétt á eftir rakst hann á söluborð eplakonunnar, svo að öll „búðin“ valt út um Torgið; en þá nam hann staðar og gaf henni 5 krónur, og varð kerlingin þá svo ánægð, að hún sagði, að hann rnætti vel gera þetta einu sinni til! Ivarsen stóð uppi í glugga og fylgdist vel með afrekum fóstursonar síns. Honurn virt- ist það skollans vel gert að spjara sig svona vel. Þetta var eiginlega í fyrsta sinn, sem hann reið á bifhjóli. Annars hefði hann nú vel mátt rekast á bæjarverkfræðinginn, nöldursegginn þann arna; hann hefði sann- arlega átt það skilið! Ivarsen var ekki hrif- inn af honum, sérstaklega sökurn Jress, að bæjarverkfræðingurinn var bindindismað- ur og hafði verið einn þeirra í bæjarstjórn- inni, sem hafði neitað Ivarsen um vínsölu- leyfi. Það voru annars ekki þessi íjrrótta-afrek Roosevelts ein, sem ívarsen var hreykinn af. Nei; hann Jróttist einnig sjá í honum upp- rennandi afburðamann í verzlunarviðskipt- um. Var Jrað ekki alveg fágætt, ef ekki dæmalaust, að jafnungur piltur og Roose- velt skyldi vera kominn á fætur og ofan í pakkhús klukkan sjö á hverjum morgni og hafa þar nákvæma gát á öllum vörum, sem bárust að, eða sendar voru út um allt? En dásamlegastur var nú samt drengurinn, þegar hann stóð og afgreiddi viðskipta- mennina við búðarborðið. Hann hneigði sig og brosti og hafði spaug og gamanyrði á lrraðbergi, svo að menn hlógu og keyptu viðstöðulaust. En ívarsen hafði nú líka leið- beint honum og kennt honum kúnstirnar eftir beztu getu og samkvæmt langri reynslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.