Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Blaðsíða 35
N. Kv. VITASTlGURINN 29 -sinni; og drengurinn reyndist svo námfús, .að hann skaraði brátt fram úr honum sjáif- ■um, svo að af bar. Það eina, sem Roosevelt vildi ekki læra né eiga neinn þátt í, var hið saklausa bragð, að ýta ofurlítið undir vigt- ina með litlafingri. Það gat hæglega hækk- að vinninginn um einn af hundraði eða tvo, •og það kæmi vel við í þessu ,,daufa“ árferði. ívarsen barmaði sér í sífellu og við alla yfir hinum erfiðu tímum. Þetta var svo sem í .ákveðnum tilgangi gert, sérstaklega væri •einhver úr niðurjöfnunarnefndinni við- •staddur. En Roosevelt fullyrti, að maður yrði ekki ríkari á því að beita smábrögðum •eins og þessu með litlafingurinn; en þar var ívarsen algerlega á öðru máli; þegar til lengdar léti, væru það einmitt smákornin, sem fylltu mælinn. „Það er sparnaðarhug- sjónin, sem allt veltur á, Roosevelt. Legðu .alltaf eyri við eyri og krónu við krónu, þá .æxlast það smám. saman! Fyrsta greinin í lærdómskveri viðskiptanna hljóðar svo: Þú -átt áð spara!“ Roosevelt hlustaði á allt þetta með rnesta fjálgleik og sagði síðan stutt og laggott: „Hvað kostar flaskan af fína Borgundarvín- inu þínu, fóstri?" „Það er engin verzlunarvara. Það er til eigin afnota, drengur minn.“ „Hí — hí — hí!“ flissaði Roosevelt. Að lokum fól ívarsen Roosevelt alla af- greiðslu í búðinni. Hann var sjálfur farinn að missa heyrn ofurlítið. Hann sveiflaði þá til hendinni og sagði: „Gerið svo vel að snúa yður til fóstursonar míns.“ Yfirleitt var „fóstursonur“ sá titill, sem ívarsen notaði við flest tækifæri; og Roosevelt kallaði hann •alltaf bara „Fóstra“. Langmest og bezt skemmtun þótti ívar- sen samt, hvað Roosevelt var orðsnar og •orðleikinn. Alltaf hafði hann á reiðum ■ höndum fjörugt svar og bráðsmellið, sem vakti kæti og hlátur. Yfirleitt var ívarsen sí- hrifinn af Roosevelt ,og hámarki sínu náði sú hrifni, þegar þeir Roosevelt og Jens herramaður stofnuðu „Ungmenna sparisjóð Straumsunds“, þar sem Roosevelt var sjálf- kjörinn framkvæmdarstjóri, gjaldkeri o. s. frv. Jens herramaður fékk aðeins að veita fyrirtækinu nauðsynlegan stuðning með góðu nafni sínu. Roosevelt hafði samið lög- in, og hljóðaði 1. gr. þannig: „Vextir verða greiddir með því að vekja sparnaðarhug- sjónina hjá viðskiptamönnum". 2. gr. hljóð- aði svo: „Fari svo, að fyrirtækið verði lagt niður, falla sjóðir þess og samansparað fé til starfsmanna þess“. Að dómi ívarsens báru lög þessi ótvíræð merki hins fædda við- skiptasnillings, sérstaklega þó 2. gr. þeirra. ívarsen var sem sé ljóst, að Roosevelt var eini starfsmaður fyrirtækisins, og að Jens herramaður var aðeins og skreyta boðsbréf- ið og fyrirtækið með nafni sínu og mann- orði. Roosevelt og Jens herramaður höfðu smám saman orðið beztu vinir. Þeir voru sammála og samhuga í öllum aðalatriðum, og vinátta þeirra varð jafnnáin og innileg sem vinátta Adarn Stolz og Gottliebs. Jens herramaður dáðist að Roosevelt og öllum hugmyndum hans og hugkvæmni. Jens komst ekki í hálfkvisti við hann í orðleikni og fjöri; hann var þyngri á sér, bæði líkam- lega og andlega. ívarsen skemmti sér vel yf- ir öllum smábrellum þeirra og brögðum, þegar Jrað voru aðrir en hann sjálfur, sem fyrir þeim urðu; en samt var nú ekki laust við, að þeir léku einnig ofurlítið á hann öðru hvoru. Einn af ávönum ívarsens var sá að sitja aleinn á skrifstofunni langt fram eftir kvöldum og blaða í „prótokollum" sínum. Hann dró aldrei niður gluggatjöld- in og sat því þarna eins og til sýnis á skrúf- stólnum við háa skrifpúltið sitt. Þeir, sem fram hjá gengu á götunni á kvöldin, hlógu að honum. Þetta gramdist Roosevelt, og hugðist hann nú skyldi venja ívarsen af þessu kvöldslóri. En þeim Roosevelt og Jens herramanni kom saman um það, að sam- tímis væri nógu gaman að leika dálítið á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.