Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Síða 35
N. Kv.
VITASTlGURINN
29
-sinni; og drengurinn reyndist svo námfús,
.að hann skaraði brátt fram úr honum sjáif-
■um, svo að af bar. Það eina, sem Roosevelt
vildi ekki læra né eiga neinn þátt í, var hið
saklausa bragð, að ýta ofurlítið undir vigt-
ina með litlafingri. Það gat hæglega hækk-
að vinninginn um einn af hundraði eða tvo,
•og það kæmi vel við í þessu ,,daufa“ árferði.
ívarsen barmaði sér í sífellu og við alla yfir
hinum erfiðu tímum. Þetta var svo sem í
.ákveðnum tilgangi gert, sérstaklega væri
•einhver úr niðurjöfnunarnefndinni við-
•staddur. En Roosevelt fullyrti, að maður
yrði ekki ríkari á því að beita smábrögðum
•eins og þessu með litlafingurinn; en þar var
ívarsen algerlega á öðru máli; þegar til
lengdar léti, væru það einmitt smákornin,
sem fylltu mælinn. „Það er sparnaðarhug-
sjónin, sem allt veltur á, Roosevelt. Legðu
.alltaf eyri við eyri og krónu við krónu, þá
.æxlast það smám. saman! Fyrsta greinin í
lærdómskveri viðskiptanna hljóðar svo: Þú
-átt áð spara!“
Roosevelt hlustaði á allt þetta með rnesta
fjálgleik og sagði síðan stutt og laggott:
„Hvað kostar flaskan af fína Borgundarvín-
inu þínu, fóstri?"
„Það er engin verzlunarvara. Það er til
eigin afnota, drengur minn.“
„Hí — hí — hí!“ flissaði Roosevelt.
Að lokum fól ívarsen Roosevelt alla af-
greiðslu í búðinni. Hann var sjálfur farinn
að missa heyrn ofurlítið. Hann sveiflaði þá
til hendinni og sagði: „Gerið svo vel að
snúa yður til fóstursonar míns.“ Yfirleitt var
„fóstursonur“ sá titill, sem ívarsen notaði
við flest tækifæri; og Roosevelt kallaði hann
•alltaf bara „Fóstra“.
Langmest og bezt skemmtun þótti ívar-
sen samt, hvað Roosevelt var orðsnar og
•orðleikinn. Alltaf hafði hann á reiðum
■ höndum fjörugt svar og bráðsmellið, sem
vakti kæti og hlátur. Yfirleitt var ívarsen sí-
hrifinn af Roosevelt ,og hámarki sínu náði
sú hrifni, þegar þeir Roosevelt og Jens
herramaður stofnuðu „Ungmenna sparisjóð
Straumsunds“, þar sem Roosevelt var sjálf-
kjörinn framkvæmdarstjóri, gjaldkeri o. s.
frv. Jens herramaður fékk aðeins að veita
fyrirtækinu nauðsynlegan stuðning með
góðu nafni sínu. Roosevelt hafði samið lög-
in, og hljóðaði 1. gr. þannig: „Vextir verða
greiddir með því að vekja sparnaðarhug-
sjónina hjá viðskiptamönnum". 2. gr. hljóð-
aði svo: „Fari svo, að fyrirtækið verði lagt
niður, falla sjóðir þess og samansparað fé til
starfsmanna þess“. Að dómi ívarsens báru
lög þessi ótvíræð merki hins fædda við-
skiptasnillings, sérstaklega þó 2. gr. þeirra.
ívarsen var sem sé ljóst, að Roosevelt var
eini starfsmaður fyrirtækisins, og að Jens
herramaður var aðeins og skreyta boðsbréf-
ið og fyrirtækið með nafni sínu og mann-
orði.
Roosevelt og Jens herramaður höfðu
smám saman orðið beztu vinir. Þeir voru
sammála og samhuga í öllum aðalatriðum,
og vinátta þeirra varð jafnnáin og innileg
sem vinátta Adarn Stolz og Gottliebs. Jens
herramaður dáðist að Roosevelt og öllum
hugmyndum hans og hugkvæmni. Jens
komst ekki í hálfkvisti við hann í orðleikni
og fjöri; hann var þyngri á sér, bæði líkam-
lega og andlega. ívarsen skemmti sér vel yf-
ir öllum smábrellum þeirra og brögðum,
þegar Jrað voru aðrir en hann sjálfur, sem
fyrir þeim urðu; en samt var nú ekki laust
við, að þeir léku einnig ofurlítið á hann
öðru hvoru. Einn af ávönum ívarsens var
sá að sitja aleinn á skrifstofunni langt fram
eftir kvöldum og blaða í „prótokollum"
sínum. Hann dró aldrei niður gluggatjöld-
in og sat því þarna eins og til sýnis á skrúf-
stólnum við háa skrifpúltið sitt. Þeir, sem
fram hjá gengu á götunni á kvöldin, hlógu
að honum. Þetta gramdist Roosevelt, og
hugðist hann nú skyldi venja ívarsen af
þessu kvöldslóri. En þeim Roosevelt og Jens
herramanni kom saman um það, að sam-
tímis væri nógu gaman að leika dálítið á