Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 36
30
VITASTÍGURINN
N. Kv.
karlinn. Þeir £óru því inn í búð Sönnikens
bakara, hinum megin göttunnar, og símuðu
til ívarsens. Honum hafði förlast nokkuð
heyrn upp á síðkastið og var því ófús að
svara í síma. Nú sáu strákarnir, að hann
mjakaðist með ístrubelg sinn ofan af háa
stólnum og tók ósjálfrátt heymartólið:
Halló — halló! Hann kreppti hnefann, eins
og hann ætlaði að lemja heyrnartólið, klór-
aði sér í höfði og bankaði með fingrunum á
púltið. í stuttu máli: Drengirnir náðu til-
gangi sínum: að gera hann öskuvondan!
Loksins þeytti hann frá sér tækinu, svo að
trektin hrökk af og datt niður á bak við
eldiviðarkassann. Síðan tók hann að spíg-
spora fram og aftur eins og tígrisdýr í búri.
Þegar hann hafði gengið þannig um hríð,
stillti hann sér upp við púltið, spennti
greipar eins og til bænahalds, og leit upp í
loftið. Strákarnir sáu, að hann tautaði eitt-
hvað, en tæplega hefir það verið guðræki-
legs eðlis.
Þegar drengirnir komu heim aftur til
ívarsens, settu þeir upp mesta sakleysissvip,
svo að Anna eldabuska hafði aldrei séð á
þeim annan eins. Hún hvíslaði að Roose-
velt: „Ég skal segja þér, aðlcarlinn er í skap-
inu sínu núna! Hann stjáklar fram og aftur
í reykingaherberginu og er öskuvondur."
I sama vetfangi kom ívarsen í dyrnar.
„Hvers vegna geturðu ekki verið heima,
svo að hann gamli, heyrnarlausi fóstri þinn
þurfi ekki að passa símann, — ha? Nú hafa
þeir verið að síma og síma og velt inn yfir
mig pöntunum fyrir þúsundir króna. Verzl-
unin tapar að minnsta kosti fimmtán pró-
sent af ef til vill 10,000, — krónum. Það er
reginhneyksli!"
„Ég get nú ekki alltaf verið heima, fóstri,“
sagði Roosevelt. Hann hallaði undir flatt og
setti upp mesta sorgarsvip.
„Hann verður nú að koma út í hreint loft
öðru hvoru,“ skaut Jens inn í. Honum
fannst, að hann yrði að hlaupa undir bagga
með Roosevelt.
„Hreint loft!“ nöldraði ívarsen, „fær
hann ekki nóg af hreinu lofti niðri í sjóbúð-
inni — ha-a?“ —
Drengirnir laumuðust síðan fram og.
læddust upp í herbergi Roosevelts. Þar
fleygði annar þeirra sér á rúmið, en hinn á
legubekkinn og skellihlógu. Loksins hættu^
þeir og urðu rólegir á ný. Roosevelt stóð'
upp og kallaði til Jens: „Upp á lappir, kæri
mágur!“
„Gáðu að sjálfum þér, Roosevelt; en ef
ég yrði nú mágur þinn!“ sagði Jens og hló.
„Auðvitað verðurðu það. En hvor af
stúlkunum okkar er það nú eiginlega, sem
þú vilt helzt eiga — Auróra eða Benedikta?“"
„Já, vissi ég aðeins það, þá væri vandinn
leystur; en mér þykir nú jafnvænt um þær
báðar.“
„Það er nú ófært, drengur minn; þú verð-
ur að láta þér nægja aðra hvora. Við eruni'
sem sé ekki mormónar héma í bænum.“
„Auðvitað verður það önnur hvor
þeirra.“
„Þegar þú ert búinn að ákveða þig, verð-
urðu að gera mér aðvart, og þá skal ég tala
við mömmu. Þú veizt, að það er hún, sem
hefir afskipti af þess háttar málum. Pabbi
kærir sig í rauninni ekki um annað en vit-
ann.“
„Auðvitað skrifa ég þér, þú sem ert bezti
vinur minn. Ég fer nú bráðum til Óslóar til
að næla í prófið það arna, en þegar því er
lokið, verð ég að ákveða mig,“ sagði Jens og-
brosti.
„Já, þegar þér er ekki heitara en svo um
hjartarætur, þá liggur þér ekkert á,“ sagði:
Roosevelt.
„Hefir þú aldrei verið ástfanginn, Roose-
velt?“ spurði Jens.
„Nei, ekki svona í alvöru. Þú þekkir hana'
litlu bakaradótturina hinum megin, — húrr
er yndisleg."
„Ojá, jæja, svona á sinn hátt,“ sagði Jens
„Svona á sinn hátt----svona á sinn hátfc