Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Qupperneq 41
N. Kv. VITASTÍGURINN 35 hann sjálfan og peningana hans. Hann trúði alls ekki á djöful og víti og allt þess háttar; og allt þetta raus um Guð almáttug- an, með himin og paradís og engla var ein- tómt barnahjal, sem hann gat ekki tekið al- varlega. Nei, það hlutu að vera einhver „máttarvöld", eitthvert „náttúrulögmál“, sem væri þess megnugt að vekja þennan hræðilega ótta. Honum varð hugsað til foreldra drengs- ins uppi í vitanum. Skyldu þau líka vera al- veg buguð af hræðslu um drenginn sinn? Þau vissu, að nú var hann úti á hafi, og stormsins gætti sennilega helmingi meira þar efra. Það væri kannske huggun og harmabót að hafa tal af þeim? Hann hélt áfram að ráfa um stofuna. Hann tók dagblað og opnaði það, braut það saman aftur, hélt áfram rjátli sínu og rölti í sífellu milli loftvogarinnar og gluggans. Ætti liann kannske að labba upp í vita? Honum væri það sennilega ófært, með bægifót sinn, að ætla sér að klöngrast upp ,,Vitastíginn“. Fyrst var nú það, að þangað kæmist hann sennilega aldrei, og á hinn bóginn átti hann erfitt með að þola bann- setta maddömuna þarna efra.-----Vitavörð- inn gat hann umborið, ef á reyndi. — Hann gekk út að glugganum og horfði út á sundið. Stór galeas kom brunandi fyrir öllum seglum norðan sundið. Ferjan varð að snúa við, því að það lá við, að hana fyllti. Og þetta var hérna inni á sundinu! Hvernig mundi þá vera úti á reginhafi? Hann skalf allur og nötraði og þrýsti hendinni inn að hjartagrófinni. Síðan fór hann fram í gang- inn og færði sig í frakka og skóhlífar. — Anna eldabuska varð þess vör. ,,En góði ívarsen, ætlið þér út í þetta veður?“ „Ég verð að hreyfa mig ofurlítið, Anna.“ „Þér sem eruð svona slæmur í fætinum? Þér gætuð orðið veikur af þessu!“ Hann svaraði engu, staulaðist ofan stig- ann, síðan þvert yfir götuna og lagði svo á brattann. Því hærra sem. hann kom, því betri tökum náði stormurinn, og nú sá hann vel út yfir sundið. Báta og skútur hrakti fyrir festum, og voru sum komin á rek. Menn kepptust við að styrkja allar land- festar. Þegar hann hafði lokið brekkunni og var kominn þangað, sem „Vitastígurinn“ hófst, nam hann staðar og horfði upp eftir. Stígurinn virtist honum svo kuldalega óá- rennilegur, að hann fékk knéskjálfta. Hvaða erindi átti hann annars þangað upp eftir? Ekki var það hann, sem hafði ginnt drenginn á sjó í þessu veðri; það hafði drengurinn sjálfur endilega viljað.----- Áður en hann hafði fyllilega áttað sig, var hann kominn spölkorn áleiðis upp eftir stígnum. Til allrar hamingju hafði hann tvo góða og trausta stafi með sterkum broddum, og í þeim var honum góður stuðningur. Regnið lamdi á honum og rann niður eftir hnakkanum og niður á milli skyrtunnar og bjórsins, og hann fann til kulda ofan eftir baki. Hefði aðeins vinstri fóturinn verið í fullu lagi, þá skyldi þetta hafa gengið liðugt eins og dans; en það var víst eins konar auka-klyf, sem á hann lagð- ist upp þennan bölvaða „Vitastíg“. ívarsen „steytti kjaft“ og hvæsti af bræði í hvert sinn, sem hann náði ekki fótfestu. Hann pjakkaði öðrum stafnum niður í klappirnar og blótaði öllum „Vitastígnum"; en ekki batnaði neitt við það. Þarna lá nú „Vita- stígurinn" jafn-rólegur og bugðaði sig eins og sjóormur í hundadögum. Ivarsen gat nú heyrt brimgnýinn neðan frá sundinu. Hann nam staðar og hlustaði og reyndi að skyggja hönd yfir augu, svo að hann gæti horft út yfir og séð, hvort hann grillti Hrosshólm- ann. Hafið var froðugult til að sjá og velti löðrinu yfir sker og steina. Það lamdi í tryll- ingsæði snarbratta sjávarklettana og grenj- aði hátt. „Drengurinn minn, drengurinn minn,“ kveinaði hann. Nú var öll bræði horfin, en 5*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.