Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 44
38 VITASTÍGURINN N. Kv. Hann stóð um hríð og fékk ofbirtu í augun af víðsýninu. Breitt og víðáttumikið hafið lá nú opið fyrir augum hans, út að yzta sjóndeildar- hring. Þarna langt niðri voru hólmar og sker á víð og dreif. Héðan að ofan var hafið og brotsjóarnir alls eigi svo ægilegt á að líta; allt virtist svo smátt og lítilmótlegt. Hann sá Adam og Fíu niðri við naustið. Þau stóðu í hlé sunnan undir veggnum — og þau voru eins og litlir, svartir deplar til að sjá héðan að ofan. Hann tók kíkinn og reyndi að horfa út á hafið. Það tók nokkra stund að stilla hon- um í sjónmið. Jú, nú gat hann séð greini- lega liina voldugu, brimhvítu bárufalda, sem í'isu hver á fætur öðrum; það var eins og heil riddaraliðssveit kæmi þeisandi til lands-------En — en — þarna var vélbátur- inn! Hann sá hann öðru hvoru, er honum brá fyrir uppi á báruhryggjunum. Þetta var báturinn þeirra, nú þekkti hann hann svo vel. Hann sá Roosevelt standa aftur í við stjórn. Nú voru þeir komnir að Hross- hólmabrotunum. „Æ, drengurinn minn, drengurinn minn,“ stundi hann. Hann staulaðist ofan stigann og lét sig að lokum síga niður og ríghélt sér í handriðið. Hann staulaðist fram í ganginn og þreif það, sem fyrst varð fyrir hendi af hlífðarfatnaði, sveipaði því utan um sig og braut svo upp frakkakragann. Síðan tók hann báða brodd- stafina og staulaðist ofan að nausti. Hann hélzt ekki lengur við inni. „En hvað viljið þér hingað ofan eftir, ívarsen? Þér hljótið að skilja, að hér getið þér ekkert gert. Þér verðið bara veikur, maður,“ kallaði Fía til hans. ívarsen leit ekki við henni, heldur staulaðist áfram til Adams. „Þeir eru núna á móts við Hross- hólmaboðana, Stolz, ég sá það í kíkinum — — haldið þér, að þeir hafi það af?“ „Það er ískyggilegt," sagði Adam. Hann stiklaði alveg út á yztu tá oddans. Þar stóð hann grafkyrr og starði út á sjóinn. Fía studdist upp að naustveggnum. Nú hafðr angistin mikla einnig gripið hana, alveg eins og nóttina forðum, þegar Benedikta lá fyrir dauðanum í lungnabólgu. Hennr lieyrðist kallað „mamma, mamma!“ í hverri vindhviðu, sem ýlfraði um naustnafirnar. ívarsen sat við hliðina á henni á tómri tunnu og hnipraði sig saman af kulda„ Hann studdist fram á broddstafina. Allt í einu seig Fía í kné, spennti greipar og kveinaði gegn storminum: „Ó, Guð minn góður-----.“ ívarsen rétti úr sér og leit á hana. Guð? Honum hafði aldrei orðið hugsað til Guðs, að minnsta kosti ekki, svo að hann ræki minni til. Nú tók Fía að biðja- Það var einkennilegt að heyra. Hann laut áfram og hlustaði — — „Frelsaðu drenginn minn, Guð minn góður, — faðir vor------“. Ósjálfrátt reyndi ívarsen að spenna greipar, því að hann minntist þess nú, að það hafði hann gert í bernsku; en nú veittist honum það erfitt. Nú voru fingur hans krepptir og stirðir af gigt, og í þessu kalsaveðri brugðust þeir al- gerlega; en samt tókst honum þetta ein- hvern veginn. Loks varð hann þess var, að hann var líka tekinn að tauta: „Æ, Guð minn góður — „Þarna eru þeir!“ kallaði Adam. Langur, brúnn bátur sveigði í sama vetfangi fyrir Tangann og smaug inn í lygnuna fram und- an naustinu. Roosevelt stóð nú frammi í brosandi, og blá augu hans blikuðu af gleði. Upp úr vélarúminu gægðust tveir blautir kollar og hlógu við þeim, sem í landi biðu. Ungu piltarnir höfðu þegar gleymt Hross- hólmaboðunum. „Taktu við, pabbi," kallaði Roosevelt og fleygði fangalínunni. Síðan stökk hann upp á klöppina og hljóp til Fíu. „Varstu hrædd, mamma?“ spurði hann og faðmaði hana að sér. „Guði sé lof, að þú ert kominn, drengur- inn minn,“ svaraði hún hljóðlátlega. „En veslings ívarsen, honum hefir nú liðið held-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.