Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 45
N. Kv. VITASTÍGURINN 39 oir en ekki illa/‘ sagði hún og benti á hann. Hann sat ennþá í hnipri á olíutunnunni og var orðinn svo stirður af kulda, að hann gat •ekki hreyft sig. „Nei, hamingjan góða, hefirðu verið að hætta þér alla leið hingað út eftir,“ sagði Roosevelt. Hann fór til ívarsens, tók liann um hálsinn og horfðist í augu við hann. „Hvernig mér datt það í hug? Það veit ég svei mér ekki, drengurinn minn. Það hlýtur að vera eitthvað yfirnáttúrlegt, sem ég ekki þekki — jæja, eitthvað furðulegt er það nú að minnsta kosti.“ „Komið þið hingað, piltar!" kallaði Roosevelt til vélapiltanna, „svo berum við Ivarsen gamla á gullstól upp í vita.“ Þeir tóku tvær árar og lögðu þóftu þvert yfir þær, og síðan var Jvarsen lyft upp á ungar og sterkar herðar. ívarsen hafði aldrei fyrr á æví sinni verið jafn-hátt settur eins og nú, •er hann var borinn á sterkum örmum. upp i ljósblik vitans á Straumhólmi. IV. Abla og Tínus sátu bæði í eldhúsi Krög- •ers læknis. Á veggjunum blikaði á spegil- fagra koparkatla, og litla veggklukkan rauða undir diskagrindinni tifaði þægilega, •og hlýr ylur frá eldstónni barst út um allt •eldhúsið. í stuttu rnáli: þar inni var allt friðsælt og vistlegt. Abla sat við eldhús- bekkinn með gleraugun á nefinu og prjón- aði, en Tínus sat á sínum vana stað, eldivið- arkassanum að hurðarbaki. Hann tottaði halda pípu sína, því að Abla leyfði ekki reykingar í eldhúsinu. Langar þagnir voruá milli þess, að þau skiptust á orðum; en þeg- ar Abla ætlaði að koma Tínusi til að svara einhverju, horfði hún lengi á hann og óslit- ið. Gat hann þá ekki almennilega virt það að vettugi, en reyndi að komast undan með „já-já“ eða „nei-nei“ eftir atvikum og ástæð- um. Öðru hvoru gat hann að vísu sagt eitt- hvað örlítið meira, en þá varð það að snerta eitthvert málefni, sem hann hafði sérstakan áhuga á. Á seinni árum var Abla gamla orðin hljóðlátari og þögulli en áður, svo að allir kunningjar hennar sögðu, að nú væri hin gamla glaðværð hennar horfin út í veð- ur og vind. Tínusi fannst hún vera orðin „þunglynd" — sei-sei-já! Öðruhvoru, alls- endis óvænt, átti hún það til að loka aug- unum og andvarpa þungan. Svo hristi hún höfuðið og sagði í sorgmæddum róm: „Æjá, hve illa við höfum farið að ráði okkar.“ Tínus gat ómögulega skilið, hvað illt hún hefði aðhafst öðrum fremur, en hún bara andvarpaði í sífellu, svo að hann varð að lokum að trúa Kröger lækni fyrir, að Abla hlyti að hafa eins konar „andvarpaveiki“, sei-sei-ja!“ Læknirinn hafði líka veitt þessu eftirtekt og spurði Öblu, hvort nokkuð væri að henni? Nei, sei-sei-nei, það væri ekkert að lienni, hvorki á sál né líkama. „En þér skilj- ið það víst, læknir, að gamalt fólk hefir margs að minnast og um ýmislegt að hugsa frá jarðlífsárum sínurn." Læknirinn minntist síðan ekkert frekar á þetta og lét gömlu hjúin eiga sig í eld- húsinu------ Abla lagði prjónana í fang sér og leit á Tínus: „Heyrðu, Tínus!“ „Já-já!“ „Það eru nú bráðum fimmtíu ár síðan við vorum bæði vinnuhjú á Bjarkasetri." „Ja, sei-sei-já, það eru víst fimmtíu ár.“ Þögn. „Það var furðulegt sumar, það árið, Tín- us.“ Hún leit til hans yfir gleraugun. „Furðulegt sumar? Nei, sei-sei-nei, það var víst ósköp vanalegt sumar, to be sure.“ „Það var það alls ekki,“ sagði Abla gamla hvatskeytlega, „því að þá kom ekki deigur dropi úr lofti allt sumarið. Allt gras og gróandi á ökrum og engjum var tekið að visna og skrælna.“ „Já — já, nú man ég það líka.“ „Það skeði margt markvert þetta sumar.“

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.