Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 51
N. Kv.
VITASTÍGURINN
45
ur, sem. sífellt lágu í rifrildi og bardögum,
og heimilið þeirra á þessum stað kallaði
hann „Sælureit“. Ég vissi ekki, hvað það átti
.að þýða, en allir hlógu að því.“
„Ismail, Ismail,“ tautaði Fía, „hvaðan
hafði hann það nafn?“ Nokkrir sundurlaus-
ir kaflar úr biblíusögunum hringsnerust í
kollinum á henni: — Hagar, eyðimörkin,
manna og villt hunang, — en hún gat ekki
■ráðið fram úr því!
„Ég veit ekki, hvaðan hann hafði nafnið.
Mér þótti það fallegt, og eitthvað hefir
.hann sennilega meint með því,“ sagði Abla
.að lokum.
Fía lofaði henni því, að Abla skyldi
.grennslast eftir, hvað orðið hefði af drengn-
um, og Abla var henni mjög þakklát fyrir
.það. Hún vildi helzt fara sjálf til Adams og
skýra honum dálítið nánar frá málum; —
en Fía sagði, að það væri alveg óþarft: ,,Og
jþar að auki er „Vitastígurinn“ allt of erfið-
■ur fyrir gamalmenni; nei, yður skal verða
hlíft við því, Abla. Þér hafið stritað nóg á
.ævinni, svo að þér eigið að fá að sneiða hjá
honum!“
Fía hélt síðan heimleiðis harðánægð með
■erindislok sín. Hún hafði að minnsta kosti
homizt að því, hvað það væri, sem amaði að
'Öblu gömlu. Fyrir utan vitann mætti hún
lækninum, sem hafði brugðið sér upp til
Adams.
„Jæja, hvernig gekk nú þetta, frú Stolz?“
ikallaði hann á móti henni.
„Þetta lagast allt sarnan," svaraði Fía,
„hún þarf ekki á neinum lækni að halda,
jþað eru andleg meðul, sem hún þarfnast.“
Kröger læknir brosti. Hann langaði mjög
til að hlusta á Fíu, þegar hún færi að út-
deila sínum „andlegu meðulum!"
Þegar Fía kom heim, hengdi hún þegar
upp skrauthattinn og hét því með sjálfri
sér, að hann skyldi hún ekki setja upp nema
við mjög hátíðleg tækifæri, eins og til dæm-
is þegar smátelpurnar einhvern tíma færu
•að gifta sig. Adam vék ekki einu orði að
Öblu gömlu og áhyggjum. hennar; hann
sneiddi helzt algerlega hjá að hafa nokkur
afskipti af læknisstörfum Fíu. Á hinn bóg-
inn varð Fía að íhuga rækilega, hvernig hún
ætti að snúast við máli þessu. Til voru ýms-
ar tegundir ,,meðala“ við þess háttar plág-
um, sem Öblu þjáðu. Það væri nú heldur
ekki barnaskapur að biðja Adam að fara til
prestsins og sárbæna hann um að rannsaka
og leita í gömlum kirkjubókum að hálfrar
aldar gömlum atburðum! Enda hafði það
ekki verið alvara Fíu, þótt hún segði svo við
Öblu gömlu. Það gæti annars verið nógu
gaman að vita, hver verið hefði faðir þessa
drengs; því að tæplega hefði sútarinn getað
leynt nafni sínu, þótt ríkur væri. En eitt-
hvað yrði hún til bragðs að taka, hugsaði
Fía, svo að aumingja Abla fengi frið í hug
og hjarta. Það var nú annars óskiljanlegt,
að fólk skyldi vera að kvelja sig sjálft með
þess háttar hugsunum og gömlum áhyggj-
um.
í dag átti Benedikta að taka póstinn hjá
ívarsen, þegar hún væri búin á símastöð-
inni. Hún hitti Roosevelt, sem bað hana að
koma með sér inn í skrifstofuna. Þau voru
þar tvö ein, og Benediktu virtist hann svo
undirfurðulegur og hálffeiminn. Hann rétti
henni bréf til „Pabba og mömmu“. Hún sá
þegar, að það var skrift Auróru. Benedikta
stokkroðnaði og leit spurnaraugum á
Roosevelt.
„Ég fékk líka bréf,“ sagði hann.
„Frá Auróru?“
„Nei, frá Jens herramanni."
„Hvað er liann að skrifa þér?“
„Roosevelt hló. — „O, við tveir höfum nú
svo margt saman að sælda — þú mátt vel
lesa það.“ Hann tók upp bréfið og lagði það
opið á púltið. Hún snerti það ekki, en
hvarflaði augum yfir ávarpið. Þar stóð skrif-
að: „Kæri mágur minn!“ — Roðinn hjaðn-
aði í kinnum hennar og Roosevelt sá, að
hún fölnaði í andliti. Honum hafði aldrei