Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Síða 53
24, Kv.
VITASTÍGURINN
47
heilann um Öblu gömlu og drenginn henn-
ar, en þó ekki komizt að neinni niðurstöðu.
Loksins gafst hún alveg upp, settist á stól
rneð hendurnar í fanginu og beið þess, að
forsjónin kæmi henni til hjálpar. Fía var
Æasttrúuð á forsjónina! Væri hún í einhverj-
um kröggum, komu alltaf einhver bjarg-
ráð óvænt upp úr kafinu. Eins og til dæmis
þegar Adam átti að greiða reikninginn hjá
Ivarsen, og þau voru alveg ráðalaus. Þá kom
forsjónin allt í einu með selina tvo í eftir-
dragi!
Auðvitað gat Fía ekki gert sér ljóst, hvað
þessi forsjón eiginlega væri. Guð almáttug-
-ur hafði í svo mörg horn að líta og mikil-
vægum málum að sinna, að hann gat tæp-
lega verið að snúast í öðrum eins smámun-
um sem reikningnum hans ívarsen og
•drengnum hennar Öblu. Nei, það hlaut að
vera einhver önnur máttarvera, eins konar
hæjarsendill, sem hann hefði vistað hér
neðra til að afgreiða ýmisleg smámál og
léttavöru. Og hvernig sem þessu annars var
farið, hlaut forsjónin að vera liðlegur og
greiðvikinn náungi, sem gerði mönnum
margan greiðann! Meðan Fía sat þannig og
beið eftir forsjóninni, fór hún að vinda upp
band og fann þá af tilviljun gamalt umslag
og ætlaði að vinda upp á það. Hún leit þó
fyrst utan á það; það var frá frænda hennar
í Ameríku. Aftan á umslaginu stóð utaná-
^skrift sendanda:
Mr. Emil Martinson
15th Street Nr. 62
Duluth — Minnesota
U. S. A.
Fía las bréfið án þess að hugsa nokkuð út
í það, en svo allt í einu var eins og hvíslað
að henni: „Geturðu ekki sagt Öblu, að
•drengurinn hennar lifi í mestu velsæld og
■velgengni í Ameríku?" Þetta var forsjónin!
Hún sneri sér við til að horfa á eftir henni,
■svo greinileg hafði röddin verið. Hún sat
lengi og sneri umslaginu í höndum sér, og
loksins strauk hún það með fingrunum og
slétti úr hrukkunum nokkrum sinnum.
Nei, það getur ekki verið neitt rangt í
því. Abla mundi verða róleg og ánægð það
sem eftir væri ævinnar. Lygi? Já, að vísu
væri það lygi; en fyrst var nú það, að for-
sjónin hafði hvíslað þessu að henni, og á
hinn bóginn gat Fía ekki skilið, til hvers
lygi ætti að vera, ef ekki mætti nota hana til
að gera manneskju hamingjusama. ,,Já, er
það ekki, eins og ég hefi alltaf sagt,“ hugs-
aði Fía: „Forsjónin sú arna ríður ekki við
einteyming!"
Það kom nú slíkur asi á Fíu, að hún
gleymdi að setja upp kaffiketilinn. Hún
hljóp fram í ganginn og fleygði skýluklút á
höfuðið. Nú var ekki um skrauthattinn að
ræða, og lieldur ekki um „kjusuna". Aldrei
áður hafði Fía hlaupið jafn-hratt ofan
„Vitastíginn" sem núna. Það lá við, að hún
stigi dansspor. Umslaginu hafði liún stung-
ið í barm sinn. Já, blessaður himnafaðirinn,
sem öllu stjórnar svo vísdómlega og skipar
öllu vel fyrir okkur breyskar mannskepnur,
hann var umhyggjusamur og hugkvæmur!
Abla varð hálfhissa, þegar Fía kom þjót-
andi inn í eldhúsið svona snemma morsuns
„Ég hefi góð tíðindi að færa yður, Abla,
hugsið yður, ég hefi snuðrað uppi drenginn
yðar, hann er í Ameríku!“
„í Ameríku?"
„Já, víst er hann í Ameríku. Hvar ætti
liann annars að vera? Haldið þér kannske —
að svona — svona utanveltubörn eigi sér
nokkra framtíð hérna heima? O — sei — se
— nei, — þeir fara vestur og verða þar mikl-
ir menn og háttvirtir!"
Abla sat lengi og braut heilann. Þessar
fréttir komu svo óvænt og voru svo nær-
göngular, að hún varð að átta sig. Ameríka
var ógnarlangt í burtu. Henni fannst, að
hann gæti verla verið lengra burtu, þótt
hann væri dáinn.
(Framhald).