Nýjar kvöldvökur - 01.01.1945, Side 55
r ____ r
KJÁRTAASUTGAFAN
Vel gerðar og létt skrifaðar skemmtisögur hafa ávallt verið og munu verða ein-
hver vinsælasta dægradvölin öllum þorra manna, og það er viðurkennt af mörgum
ágætustu mönnum, þeim, er við andleg störf fást, að betri hvíld fyrir hugann verði
tæplega fundin, heldur en við lestur þeirra. En það verður að játast, að í engri tegund
skáldskapar er svo skammt öfganna á milli sem þar.
Með það fyrir augum hefur HJARTAÁSÚTGÁFAN kostað kapps um að gefa út
eingöngu frægar bækur víðkunnra ritsnillinga í skemmtisagnagerð, og nú síðast
hafið útgáfu hins fræga sagnabálks, ÆFINTÝRI DÝRLINGSINS, eftir einhvern snjall-
asta og víðlesnasta nútímahöfund í þessari bókmenntagrein, LESLIE CARTERIS, höf-
undinn, sem hefur skapað einhverja hina óviðjafnanlegustu skemmtisagnapersónu
heimsins, SIMON TEMPLAR, ræningjahetjuna, sem bófar undirheimanna óttast eins
og skollann sjálfan, en sem jafnan á í baráttu við einn kænasta lögreglumann Lun-
dúnaborgar, Teal. Kemur hann við sögu í flestöllum æfintýrum Dýrlingsins. Hann
stendur oft augliti til auglitis við hið sólbrennda andlit æfintýramannsins, og æfin-
lega ráðþrota, því að Dýrlingurinn lætur ávallt það óvænta ske og er engum öðr-
um líkur.
SIMON TEMPLAR er hinn síkáti krossfari í nútímastíl, og hann mun eiga eftir
að fara sigurför um íslenzk byggðarlög í sveit og við sjó. Hann er einhver frægasta
æfintýrahetja, sem nokkur skemmtisagnahöfundur hefur' skapað. — Harðsvíruðustu
auðkýfinga rænir hann á ótrúlegasta hátt og beitir þá fáránlegustu brögðum. Hann
er eldfljót skammbyssuskytta, meistari allra meistara í skylmingum og snillingur í
að dulbúa sig, en hann er líka alls staðar á ferðinni til hjálpar, frelsar þá saklausu
úr klóm illræðismanna, kemur og hverfur á ótrúlegustu stöðum. Ástaræfintýri mörg
er hann riðinn við, án þess að lenda í þeim sjálfur. En . . . óviðjafnanlega fögur
stúlka er förunautur hans og félagi í flestum hinum hættulegu æfintýrum.
HÖFUÐPAURINN og HEFNDARGJÖFIN heita tvær fyrstu sögurnar, sem út eru
komnar, og tvær koma seinna á þessu ári, — KONUNGUR SMYGLARANNA og
STJÓRNARBYLTING í MIÐ-AMERÍKU.
í prentun er fyrsta bókin úr vinsælasta skemmtisagnaflokki Norðurlanda, hin-
um hrikalegu æfintýrasögum um norska TRÖLLIÐ OG BARDAGAMANNINN,
JONAS FIELD, eftir ÖVRE RICHTER FRICH. Þessi saga heitir HINIR ÓGNANDI
HNEFAR.
Hjá HJARTAÁSÚTGÁFUNNI eru áður komnar út eftirtaldar bækur: Georg Si-
menon: Dularfulla morðið. Sami höfundur: Skuggar fortíðarinnar. Agatha Christie:
Þegar klukkan sló tólf. Ludwig von Wohl: Ást æfintýramannsins.
Þessar fjórar bækur eru nær því uppseldar.