Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Síða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Síða 3
Nýjar Kvöldvökur • Júlí—September 1946 • XXXIX. ár, 7.-9. hefti CaH Ewald: Dyveke. Saga frá byrjun 16. aldar. Jónas J. Rafnar þýddi FYRSTI ÞÁTTUR 1. kap. Fálkinn. Um aldamótin 1500 stóð í hollenzka bænum Lier gistihús, sem hét Fálkinn. Það var á góðum stað við aðaltorgið, skáhallt móts við ráðhúsið. Hvort sem komið var frá Antwerpen- eða Mechelnar- hliðinu, lá leiðin fram hjá því, og þá leið fóru flestir, sem til Lier komu. Það var ekki heldur langt þaðan til Hábrúar, þar sem skipin lögðust, eða til dómkirkjunnar, sem þá var enn í smíðum. Fálkinn var líka nafnkunnur, eigi aðeins »m öll Norðurlönd, heldur miklu víðar. Margir tignir gestir höfðu gist þar, og aldrei heyrzt kvartað um lakan beina. Konungar, furstar, hertogar, greifar og riddarar höfðu borðað þar, setið að sumbli og hvílt lúna limi í mjúkum sængum. Jafnvel erkibiskup- inn var þar stundum nætursakir, þótt hann ætti kost á ókeypis gistingu í klaustrinu. í hálfa aðra öld hafði gistihús þetta verið í eigu sömu ættar, og um það leyti, sem saga vor hefst, átti það gamall maður, sem Vil- hjálmur hét og hafði rekið það í þrjátíu ár. Hann var maður barnlaus og átti engin skyldmenni, sem liefðu getað tekið að sér rekstur gistihússins eftir hans dag. Þegar hann tók fast að eldast og gerðist hrumur, varð hann að sætta sig við að þernur hans og húskarlar tækju að sér stjórnina í eld- húsi, búri og brugghúsi, en þá fékk gamli maðurinn þá hugmynd, sem síðar varð að föstum ásetningi, að eftir hans dág skyldi loka gistihúsinu og rífa það, svo að það lenti ekki í eigu vandalausra. Hann gat þessa við skriftaföður sinn, sem var sjálfur ábótinn f Grámunkaklaustrinu, og þaðan barst fregnin út um allan bæinn. Einn góðan veðurdag kom bæjarstjórinn og öldungarnir og sárbáðu gamla manninn um að hætta við áform sitt. Þeir sögðu, að ýmsir ungir dugnaðarmenn gætu tekið að sér rekstur gistihússins; bærinn sjálfur væri til með að taka hann að sér, ef því væri að skipta, enda væri það bæjartjón, ef Fálk- inn legðist niður. En Vilhjálmur sat fastur við sinn keip, þangað til allt snerist á annan veg en nokkur gat við búizt. Þrekvaxin kona kom ríðandi inn um Mechelner-hliðið. Hún reiddi átta ára stúlku fyrir framan sig, en böggul fyrir aftan sig. Hún steig af baki við Fálkann og 7

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.