Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Qupperneq 7

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Qupperneq 7
N. Kv. DYVEKE 101 báli og brandi. Þeir drápu prestinn og alla þjóna kirkjunnar fyrir altarinu í kirkju Gommarusar helga, en þegar þeir ætluðu ^ð kveikja í kirkjunni, slokknaði eldurinn 1 höndum þeirra um leið og þeir kveiktu. Þá urðu þeir óðir og uppvægir og formæltu guði og Gomimarusi helga. Þeir tóku alla gripi kirkjunnar, en þegar Jreir ætluðu að óera þá til skipa sinna, glapti d)Vlingurinn þeim sýn, svo að þeir þekktu ekki hverjir aðra. Foringjar þeirra, sem hétu Hrólfur °g Ragnar, réðust hvor á annan, og allir uienn þeirra lentu í höggorustu, svo að flestir þeirra voru drepnir. Meðan á þessu stóð, Iiringdu kirkjuklukkurnar sjálfkrafa, því að þeir, sem áttu að hringja þeim, voru dauðir. Og allt til þessa dags er öll- um klukkum í Lier liringt fimmtudaginn fyi'ir Andrésar-dag postula til minningar um kraftaverkið, sem bjargaði bænum.“ ,.Komu svo Normannarnir aftur?“ spurði Dyveke. >,Nei, barnið gott,“ svaraði ábótinn, „upp ð'á því dirfðust þeir aldrei að nálgast bæ (rommarusar helga.“ „Afsakið, virðulegi faðir, að eg tek fram 1 fyrir yður,“ sagði gesturinn við dyrnar. -,-Hvers vegna eruð þér að telja barninu trú um, að Normannarnir séu slíkir skræl- 'Ugjar og ruddar. Eg hef dvalizt á Norður- löndum, þar sem þeir búa, og séð kirkjur trg klaustur, konunga, riddara og preláta, alveg eins og í ríkjum keisarans. Ef þér kaemuð þangað einhvern tíina, munduð þér sannfærast um, að eg segi satt frá.“ Ábótinn hafði snúið sér í sætinu og starði ú gestinn. Hann athugaði klæðaburð hans og hleypti brúnum, þegar hann sá, að HxirfiH gestsins var rakaður. „Sannarlega getið þér ekki verið andlegr- ur stéttar, og krúnan á höfði yðar er fölsk,“ sagði hann drembilega. „Enginn prestur «ða klausturbróðir mundi láta sjá sig í öðr- uni eins leikmanna-flíkum.“ „Þér hafið bæði á réttu og rönsru. að o o standa, herra ábóti,“ svaraði gesturinn. „Eg er hvorki munkur né prestur, lreldur lítil- mótlegur jijónn í Jijónustu hinnar heilögu páfahirðar." , „Ymsir stássa sig með því nafni nú á tímum,“ svaraði ábótinn. „En livei’s vegna vanhelgið þér krúnuna?" „Eg ætla mér að gerast klerkur," svaraði gesturinn, „því eins hef eg látið krúnuraka mig og þykist liafa fufla heimild til þess.“ „Hvað heitið þér?“ spurði ábótinn. Gesturinn gaf Sigbritu augnagotu, en hún lézt hvorki sjá hann né heyra. „Diðrik Slaghök heiti eg,“ svaraði liann. „Annars er eg kanúki frá Múnster-stifti í Westfalen." „Það er svo,“ sagði ábótinn og liorfði enn- þá háðulegar á gestinn en áður. „Séuð þér Diðrik Slaghök, Jiá hafið þér sannarlega logið til um krúnuraksturinn og kanúka- nafnið. Eg þekki yður dável og veit, að þér eruð sonur prestlings og daðurdrósar, og samkvæmt því getið þér ekkert klerksem- bætti fengið vegna kirkjulaganna. Ef þér snáfið ekki héðan undir eins, kæri eg yður sem svikara fyrir yfirvöldunum." Ábótinn var staðinn upp, og Diðrik Slag- hök stóð einnig upp og gekk inn eftir gólf- inu. Hann tók blað úr barmi sér, fletti því sundur og rétti það ábótanum. „Lesið þetta,“ mælti hann; „þér sjáið, að Jrað er leyfisbréf Iiins heilaga föður, sem gera að engu alla ágalla á ætterni mínu, svo að eg má gerast prestur, svo framarlega sem hegðun mín og menntun heimila mér það. Hinn heilagi faðir hefur vald til að leysa og binda, og vissulega hlýtur það að gleðja hvern kristinn mann, að hann firrir soninn refsingu fyrir það, sem foreldrar hans hafa brotið." Ábótinn tók við bréfinu, las það og sá, að Jietta var rétt, en hann lét ekki sefast, heldur fleygði hann ley.fisbréfinu á borðið, greip hatt sinn og sneri sér að Sigbritu. „Það er afleitt, að hinn heilagi faðír

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.