Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Side 10

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Side 10
104 DYVEKE N. Kv. á engan sinn líka. Ef þið í félagi höndlið ekki hamingjuna, þá þarf eg ekki að gera mér miklar vonir um mig.“ Sigbrit kinkaði kolli. ,,Mér datt þetta snöggvast í hug, þegar eg varð að fara frá Amsterdam," sagði hún. „Eg ætlaði til Björgvinjar, því að eg hafði heyrt, að Hollendingar hefðu fengið þar fót- festu og mikil einkaréttindi; en þegar eg kom ofan að höl'n, var skútan farin af stað.“ „Farðu til Björgvinjar, frænka,“ mælti Diðrik ákafur. „Hver veit nema við eigum eftir að hittast þar nyrðra. Þá skulum við lijálpa hvort öðru----ætli ekki það?“ „Gleymdu því þá ekki, drengur minn,“ svaraði Sigbrit þurrlega og lézt ekki sjá höndina, sem hann rétti fram. „Gleymdu því ekki, frænka,“ sagði Diðrik Slaghök. „Eg held, að þú hækkir í tigninni á undan mér.“ Hann glotti út í skeggið, og Sigbrit Will- umsdóttir hló kuldahlátur. „Farðu ofan í veitingastofuna og fáðu ]>ér eina ölkollu í viðbót,“ mælti hún. „Hvert er annars ferðinni heitið?“ '„Til Rómaborgar," svaraði Diðrik Slag- hök og neri hendur sínar. „Það á að senda aflátsmangara út um allar jarðir, því að hinn heilaga föður skortir fé. Eg geri mér vonir um að ná í þjónsstöðu hjá þeim háa herra; eg kemst í mjúkinn hjá þeirn þar í Rómaborg, og nokkuð af syndagjöldum þeirra guðhræddu slæðist í vasa minn.“ Sigbrit hló aftur, en hann fór. Hún sat kyrr um stund. Svo fór hún aft- ur ofan í veitingastofuna og settist við reikn- ingana, lagði saman og reiknaði, en þegar tími var til kominn, lokaði hún gistihús- inu. Hún sat uppi alla nóttina og braut heilann um fyrirætlanir sínar. 3. kap. Systkin. Vilhjálmur gamii kom haltrandi til Fálk- ans, settist í gestastofunni og spurði eftir Sigbritu Willums. Hún kom eftir drykklanga stund. „Nú eru liðnir tveir dagar fram yfir, Sig- 'brit. Hvers vegna komuð þér ekki með leig- una?“ „Nú komuð þér sjálfur," svaraði hún þurrlega, ,,þá kemur það í sama stað nið- ur. Hérna eru peningarnir, og það er í síðasta skipti, sem þér fáið nokkuð frá mér.“ Vilhjálmur taldi peningana tvisvar, og þeir stóðu heima. „Þér eruð skörungskona, og verið getur, að eg hafi verið of harðdrægur. Frá næstu mánaðamótum lækka eg leiguna að einum fjórða, ef Dyveke má vera hjá mér á hverj- um sunnudegi og mánudegi.“ „Gagnlaust að tala um það,“ svaraði Sig- brit. „Eg er á förum héðan og tek Dyveke með mér.“ „Hvert farið þið?“ spurði hann undrandi. „Eg um það,“ svaraði hún, „eg á ekki vangert við neinn hér í bæ, og enginn hefur heimild til að spyrja um, hvað eg ætlist fyrir." „Sigbrit, Sigbrit," sagði hann, „hvaða vitleysa hefur hlaupið í yður? Fálkinn hef- ur aldrei skilað öðru eins af sér og nú, og ef þér vi'lduð, gætuð þér orðið ríkiskona. Hvað á eg, gamall karlinn, að gera, ef þér takið Dyveke frá mér?“ Sigbrit svaraði engu, en starði út í loftið. „Láttu Dyveke verða eftir hjá mér,“ sagði hann svo. „Nei,“ svaraði hún, „Dyveke fer með mér; eg get séð fyrir okkur báðum.“ Vilhjálmur fékk ekki meiri vitneskju. Hann fór til skriftaföður síns og bæjar- stjórans, og skömmu síðar sat þrenningin í Fálkanum og reyndi að telja Sigbritu hug- livarf. „Enginn ræður við örlögin,“ mælti hún, „Svona verður það, og verður ekki aftur kaflað." „Ef við aðeins vissum, hvers vegna þér viljið fara!“ sagði bæjarstjórinn. „Þér eruð í miklum metum höfð hér i Lier, og orðstír

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.