Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 11
N. Kv. DYVEKE 105 Fálkans hefur aldrei meiri verið en nú. Fér komuð snauð hingað og rík verðið þér, ^f þér verðið kyrr. Það hlýtur að vera mikil- v:eg ástæða, sem rekur yður héðan.“ j.Víst er svo,“ svaraði Sigbrit. Þeir litu hver á^annan og drukku koll- urnar í botn. Þá opnuðust dyrnar, og tveir menn komu inn, annar stór og digur, en ^inn lítill og væskilslegur. „Þarna er ástæðan,“ mælti Sig'brit og Sreip þétt um staf sinn. „Systir, systir!“ kallaði sá digri og skálm- aði inn gólfið með útbreiddan faðminn. „Hægan, Hermann,“ svaraði Sigbrit og Frosslagði armana á breiðu brjóstinu. „Það stoðar lítið að reyna að telja þessum dándis- niönnum trri um, að þú sért velkominn hingað.“ Hermann lét armana síga og horfði á hina þrjá, sem fyrir voru, og þeir horfðu á i^ann í móti. Auðséð var, að þau voru syst- ^in, Sigbrit og hann, — bæði breiðleit og þrekvaxin, en hann var ekki eins hvasseygur og hún. „Þetta eru bræður mínir,“ rnælti Sigbrit, >. —- Hermann og Dionysius. . . ., en hvað varð af Dionysiusi?“ „Eg er hérna, systir," svaraði hann og o^gðist fram að baki Hermanns. „Já, þarna er hann,“ sagði Sigbrit; „hann er ævinlega að finna hinum megin við Her- rnann. Þetta eru bræður mínir, eins og eg sagði áðan, og þeir hafa aldrei reynzt: mér öðruvísi en blövanlega." Hermann steig fram og rétti bæjarstjór- anum höndina, og hinn gerði eins. Úrvalsöl var fram borið, og þeir tóku tal saman, en Sigbrit sat hinum megin söluborðsins og leit varla við þeim. Hermann tók við greiðslum, og hún lét það gott heita. „Sittu hjá okkur, systir góð,“ mælti hann glaðlega. „Nei,“ svaraði hún stuttlega. „Systir yðar ætlar að fara frá okkur,“ mælti bæjarstjórinn; „hún var einmitt að segja eiganda gistihússins frá því. Ef þið gætuð talið lienni hughvarf, þá mundi bæði hann, eg og virðulegur ábótinn kunna ykk- ur þakkir fyrir." „Eg held eg ætti að kunna ráð til þess,“ svaraði Hermann Willums og klingdi við hina félagana. „Hvað heldur þú, Dionysius? Væri rétt af Sigbritu að hætta við svo ágæta atvinnu?“ Það fannst Dicnysiusi fráleitt. „Þegar eg frétti, að hún hefði setzt að hér í Lier, fór eg af stað hingað til þess að bjóða henni aðstoð mína,“ sagði Hermann. „Þó að hún sé dugnaðarkona, — og eg þekki raunar ekki aðra eins — þá veitir ekki af karlmanns hjálp, þegar um er að ræða stórt gistihús, þar sem tignir menn taka gistingu og fullt er af þernum og húskörlum. Ef eg lofa henni, að við Dionysius verðum hér framvegis og veitum henni alla aðstoð, þá býst eg við, að henni snúist hugur.“ „Það væri afbragð," sagði bæjarstjórinn. „Hvað segið þér um það, Sigbrit Willums?" Hann sneri sér að Sigbritu, en hún var á bak og burtu. „Hún hefur gengið fram til að líta eftir steikinni,“ sagði Hermann. „Eg skipaði þernunum að bera á borð fyrir okkur, ef þið, herrar mínir, viljið sýna bróður mínum og mér þann heiður.“ Þeir þágu boðið með þökkum, máltíð var á borð borin, sem þeir sátu við stundum saman. Hermann Willums heillaði þá alveg með málanda sínum, og þegar hann gortaði sem mest, fullvissaði Dionysius þá um, að allt væri satt. Bæjarstjórinn og ábótinn voru sammála um, að þeir hefðu aldrei hitt eins ljúfmannlegan og skörulegan mann, og Vil- hjálmur gamli neri höndum saman af ánægju. Nú vonaði hann, að öllu væri óhætt um gistihúsið úr þessu; og þegar á leið borðhaldið og franskt vín kom á borðið, losnaði um málbeinið á karlinum, og hann fór að tala um Dyveke, barnið fagra, sem hertekið hafði hjarta hans. Hann bað Her- 9

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.