Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Page 12

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Page 12
106 DYVEKE N. Kv>. mann að sjá um, að hún yrði eftir hjá sér, þó að Sigbrit yrði svo flónsk að fara; hann vildi feginn ganga henni í föður stað og ætti. þó nokkur efni. „Minna má nú sjá,“ svaraði Hermann „Dyveke skalt þú fá. Mér liggur næst að vera ráðamaður hennar, því að eg er höfð- ingi ættarinnar, hvað sem Sigbrit segir. Þér megið reiða yður á mig, herra Vilhjálmur; Dyveke fer til yðar svo sannarlega sem eg heiti Hermann Willums." Hann bölvaði sér upp á þetta og barði í borðið, og Vilhjálmur var í sjöunda himni. Hermann heimtaði meira vín, og þernurnar báru það inn jafnóðum. Gerðust þeir félag- ar þá svo drukknir, að allt lenti í skvaldri. Stundum kölluðu þeir á Sigbritu, en hún sásthvergi. A áliðnu kvöldi komu þjónar Vilhjálms og bæjarstjórans og leiddu þá heim. Ábót- inn tók sér göngu til að hressa sig í kvöld- svalanum, áður en hann kæmi heim í klaustrið. Hermann lá undir borðinu og svaf úr sér. Dionysius sat á bekkjarstokkn- um og horfði óttasleginn í kringum sig. Hann bjóst við Sigbritu þá og þegar. Þegar allt var dottið í dúnalogn, kom hún inn. Dicnysius lyfti upp arminum, eins og hann byggist við höggi, en hún gerði hon- um ekkert; aftur á móti potaði hún stafnum í Hermann og hrækti á hann. „Sigbrit," kveinaði Dionysius vesaldar- lega. „Nú fer eg héðan,“ mælti hún. „Segðu karlkjánanum honurn Vilhjálmi, þegar hann kemur aftur, að eg hafi greitt honum hvern skilding, sem hann átti hjá mér, en þetta hóf ykkar hafi verið á ábyrgð hans. Ef Hermann getur greitt það, þá er allt í lagi; annars geta þeir sett hann í steininn fyrir mér.“ „Sigbrit, lofaðu mér að fara með þér,“ mælti Dionysius í bænarróm. Sigbrit gat ekki varizt hlátri, þótt reið væri. „Nei, elskulegur," svaraði hún, „vertu hjS Hermanni og skilaðu til hans frá mér, að ef hann bregði fæti fyrir mig aftur, þá mégi hann vara sig.“ Síðan gekk hún út og skellti hurðinni á eftir sér. Hún fór út í hesthúsið, og þar stóð söðlaður sami hesturinn, sem hún hafði konrið ríðandi á til Lier. Húskarl hennar hjálpaði henni á bak og batt böggulinn fyL ir aftan hana; nú var hann miklu stærri en þegar hún kom. Dyveke var sett fyrir fram- an hana; hún var vcteyg og þorði ekki neitt að mæla. Sigbrit Willums rétti húskarlinum einn dal silfurs. ,,Þú rnátt eiga hann, ef þú bölvar þér upp á, að eg hafi riðið út um Mechelner-hliðið," mælti hún. Húskarlinn lofaði því, og hún reið af stað í norður frá bænum. Dimrnt var og kyrrt á! götunum, svo að fáir tóku eftir þeim. Þegar þær voru komnar nokkuð frá bænum, sneri Dyveke sér í sætinu og spurði: „Hvert erum við að fara, mamma?" - „Eg veit það ekki, litla dúfan mín,“ svar- aði Sigbrit með mildara rómi en barnið átti að venjast. „Við förum þangað sem við fá- um að vera í friði fyrir Hermanni og öðr- um skálkum." „Því fórstu með mig frá góða ábótanum og klaustrinu?" spurði Dyveke. „Hann sagði- mér svo fallegar sögur og lofaði mér allri dýrð á himnum." „Bíddu róleg; eg skal láta þig njóta enn-i þá meiri dýrðar," svaraði Sigbrit. „Fæ eg aldrei að sjá Vilhjálm aftur,“ spurði Dyveke aftur. „Hann ætlaði að gefa mér alla peningana sína og gera mig að riddarafrú." „Hann er kjáni, karlfauskurinn," svaraði Sigbrit og hló. „Biddu róleg, og þú skalt verða ríkari en nokkur maður er í Lier.“ „Er þér alvara, mamrna?" „Nei,“ svaraði Sigbrit hranalega, „þetta

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.