Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Blaðsíða 14
108 DYVEKE N. Kv. um aðeins það, sem I>jóðverjarnir höfnuðu. Lýbiku-skipin sigldu út og inn fjörðinn, cg oft lenti í róstum nrilli þýzku kaupsvein- anna, sem kallaðir voru Garpar, og hinna, sem ævinlega lutu í lægra haldi og gátu aldrei rekið réttar síns hjá fógetanum. Fáir Hollendingar fengu að dveljast í bænum vetrarlangt, heldur fóru heim á haustin, og þar sem Sigbrit var félaus og átti engan að, gat lnin ekki gert sér vonir um dvalarleyfi. Samt þraukaði hún vetur- inn af og hélt til í afskekktum kofa utan- bæjar. I>ar sat hún og braut heilann um það, hvernig úr gæti rætzt, en Dyveke lék sér við nágrannabörnin, lærði mál þeirra og var dáð af öllum, sem hana sáu, vegna fríð- leikans. Maður nokkur gekk þar oft hjá og talaði við stúlkuna, og einu sinni bauð liann henni heim til sín til að leika sér við dóttur sína, senr væri jafnaldra hennar. Hún hét Edle, en maðurinn kvaðst lieita Jörgen Hansen skrifari. Einn dag kom hann inn í kofakytru Sigbritar og spjallaði við hana með vinsemd. Sagði hún honurn undan og ofan af um liagi sína og hvers vegna hún væri þangað komin. ,,Mig tekur sárt til dóttur yðar,“ mælti hann. „Eftir nokkur ár verður hún fegurst allra meyja í Björgvin, og þá verður erfitt að gæta hennar. Hér þroskast hún lítt og lærir ekki neitt. Hvernig litist yður á, að hún færi til mín, yrði þar til snúninga og léki sér við Edle dóttur mína, sem þykir vænt um hana?“ „Dyveke verður kyrr hjá mér,“ svaraði Sigbrit. „Verið getur, að úr rætist fyrir mér, og hún er ekki eins vanþroska og þér hald- ið. Hún var læs á við hvern meðalprest, þegar hún kom hingað, og í vetur hef ég kennt henni að skrila." „Kunnið þér að skrifa?“ spurði Jörgen Hansen steinhissa. „Eg kann meira en það,“ svaraði hún og hló, — „ekki þekkist fljóð á fötunum ein- um.“ Dyveke fékk leyfi til að koma lieim til Jörgens Hansens, þegar henni var boðið þangað, og sjálfur kom hann öðru hvoru til Sigbritar. Fyrst í stað undraðist hann, hve ófríð hún var og ruddaleg í tali, ef henni var mikið niðri fyrir. En hann gat ekki annað en dáðst að hyggindum hennar og vitsmunum. Hún sagði honum, að sig langaði til að fá leyfi til að reka ofurlitla sölubúð við sjávarsíðuna og selja þar epli, smákökur og þess konar, og hann lofaði að gera hvað hann gæti, til að fá leyfi fóget- ans til þessa. En Sigbrit bristi höfuðið og hló hæðnishlátur. „Fógetans!" sagði hún, „þar nefnduð þér manninn! Ef ég ætti yfir honum að segja, þá léti eg hengja hann á hæsta gálga; svo illa rekur hann erindi konungs síns í þess- um bæ.“ „Þér eruð hörð í horn að taka, Sigbrit,“ mælti Jörgen. „Þyrfti þó annan harðari en mig til að atast í ósómanum hér í landi. Hver ræður hér? Eru það landsmenn sjálfir og konung- ur þeirra, eða eru það Þjóðverjarnir, sem sjúga merginn úr Noregi og láta ekkert koma í staðinn fyrir nema úlfúð og illindi?" „Þér ertið nú líka hollenzk," sagði Jörgen Hansen. „Úr því að eg er hér, Jxi er eg norsk,“ svaraði Sigbrit og rak stafinn hart í gólfið. „Hér er nóg að starfa í þessu landi; þrátt fyrir kulda og hrjóstur er það nógu ríkt, ef einhver vill hefjast handa. Hér sit eg guðs- langan daginn, horfi út um rúðuna og sé skipin sigla út og inn fjörðinn — iit og inn, og við hvert skip, sem út fer, verður landið snauðara en áður, og ætti þó að vera öfugt. Ef konungurinn í Kaupmannahöfn sæti hér í kytrunni hjá mér eina dagsstund, skyldi eg svei mér gefa honum orð í eyra, svo að hann gleymdi því ekki aftur.“ „Hans konungur er fjarri þessum vett-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.