Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Side 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Side 17
N. Kv. DYVEKE 111 ..Öxina hef eg við höndina, ef þeir kynnu ^ð koma aftur,“ svaraði Sigbrit. „Hefði eg ekki haft hana, þá hefði eg varla getað ýtt þeim af mér með höndunum einum.“ ,,Þér eruð stórhuga," mælti Jörgen, „og sannarlega hæfði yður annað starf l)etur en að selja sætabrauð. En þér verðið líka að hugsa um Dyveke. Ef Garparnir taka sig saman, þá eru þeir manna vísastir til að nerna hana á brott og smána hana. Nú er hún orðin fullorðin, og alls staðar er talað Uln yndisleik hennar." Sigbritu hafði dottið þetta sama í hug og gætt Dyveku svo sem unnt var. Hún sá veb hve ört hún óx, og óttaðist stundum um fegurð hennar. Oft hugsaði hún um að biðja Jörgen Hansen að svipast eftir manns- efni handa henni meðal ungra manna í bænum; hefði það verið vandalítið, því að stúlkan var vel kynnt. En svo gleymdi hún þessu á milli, og allt sat við sama. Dyveke var úti um hvippinn og hvappinn með Edle vinstúlku sinni og Vibeke, dóttur lógetans, og hugsaði um eitt í þetta skipti annað í hitt. Þær voru laglegar allar Þrjár, en Dyveke bar af þeim sem gull af eiri, og enginn leit á hinar, þegar hún var V1ð. Þær vissu það vel, en báru enga þykkju td hennar; hún var svo skapgóð, mild og glaðvær. Þeim datt ekki í hug að öfunda hana, og oft töluðu þær um, að fyrir Dyveke hlyti að liggja eitthvað einstakt og óvenju- ^egt. Þegar þær minntust á það við hana, varð hún alvarles; 05 horfði lan«t frá sér ems og í draumi. „Eg held það líka sjálf,“ sagði hún liægt, ems og hún væri hrædd um, að aðrir heyrðu td. „Mig hefur dreymt það síðan eg var lít- d, en aldrei hafa draumarnir verið eins. ^tundum hefur riddari á háum hesti numið 1X1 ig á brott, en stundum hafa nunnur tekið mig í sinn hóp, og svo hef eg sungið með þeim í messunni, þangað til sál mín hefur svifið upp til himna." „Þú ert of falleg til að verða nunna," mælti Edle; „nú á tímuin eru klaustursyst- urnar ekki annað en ósiðsamar kvensur. Eg man eftir því, þegar þær voru reknar út úr Nunnuseturs-klaustri fyrir hneykslanlega hegðun. Nei, þú átt að fá festarmann cg lifa með honum í glaumi og gleði, og svo skul- um við dansa í brúðkaupinu þínu.“ „Fáðu þér engan festarmann," mælti Vibeke; „mamma grætur oft og segir við mig, að það sé engin unun að hjónaband- inu. Eg vildi miklu heldur ala aldur minn við söng og bæn meðal guðhræddra nunna." „Eg veit það ekki,“ sagði Dyveke og lét augun hvarfla út í bláinn. Henni fannst hún geta valið um allar dásemdir heimsins og hikaði aðeins við að ákvarða sig. Svona hugsaði hún, og hinar gerðu það líka. Sigbritu var ekkert um, að stúlkurnar væru með hljóðskraf. Hún lét Dyveke vinna sem mest í búðinni, en ef einhver kom og starði blygðunarlaust á hana, þá rak hún hana út og vissi þó varla, hvort réttara væri. Aldrei var gert á hluta Dyveke. Ef ein- hverjum varð á að segja eitthvað Ijótt við hana, skildi hún það ekki og svaraði vin- samlega, svo að hinn skammaðist sín. Þegar menn báðu hana að rétta sér höndina, gerði hún það með svo vinsamlegu brosi og hrein- skilnu augnaráði, að þeim féllust hendur, og ef þeir ávörpuðu hana á götunum, svar- aði hún þeim svo kurteislega og eðlilega eins og ekkert illt væri til í heiminum. Hún var siðlát, þvi að hún þekkti ekki annað, og segði einhver misjafnt orð í hennar garð, tóku aðrir svari hennar og sögðu, að ekki gæti siðsamari stúlku í Björgvin. ---Nú leið að St. Luciu-nótt, sem er 13. desember, en á þeirri öld var hún talin vera lengsta nótt ársins. Allir bæjarbúar voru önnum kafnir við að brugga jólaöl og búa allt undir til hátíðarinnar, en á þessum des- embernóttum var vel gætt húsa og manna og varaz.t að vera úti við eftir að skyggja tók. Allir vissu, að þá voru allir illir andar á kreiki, og engin nótt var varhugaverðari

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.