Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Page 20

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Page 20
H4 DYVEKE N. Kv. „Já, víst er svo,“ svaraði Sigbrit, ,,og heimsk væri eg, e£ eg yrði kyrr í Björgvin.“ Jörgen Hansen sagði, að £á mætti fóget- ann til að gera þá bræður ræka úr bænum; þó að það tæki tíma, þá gætu þeir ekki gert henni neitt í bráð, úr því að hún ætti eigi annað en búðarkytruna og það litla, sem í henni væri. „Hver veit, hvort eg verð ævinlega eins fátæk og eg er nú,“ svaraði Sigbrit. „Eg hef lesið það í stjörnunum, að einhvern tíma megi eg mín mikils, cg svo mikið kann eg fyrir mér, að ýtt gæti eg örlögunum á skrið, ef þau vissu í rétta átt.“ „Þér eruð undarleg kona, Sigbrit Will- ums,“ mælti Jörgen. Hann sat hugsi um stund. Svo gekk hann að fortjaldi á bakvegg stofunnar og lyfti því frá; þar var lítil hilla full af krukkum og einkennilega löguðum glösum. „Hvað eruð þér að róta?“ sagði Sigbrit reiðulega. Jörgen Hansen dró fortjaldið fyrir aftur og settist niður. „Mig langaði til að vita, hvort þér fengj- uzt við kukl,“ svaraði hann; „mig hafði lengi grunað það og nú veit eg það með sannindum." „Og finnst yður eg vera verri manneskja fyrir það?“ spurði Sigbrit háðslega. „Nei. langt frá því,“ svaraði Jörgen, „þó að eg vildi ekki sjálfur fást við slíkt. Þér megið líka vara yður á, að almenningur komist ekki á snoðir um það; verið gæti, að þér yrðuð kærð fyrir fjölkynngi og kukl, og þá bjargizt þér aldrei úr höndum réttvísinn- it ar. Hann signdi sig, en Sigbrit rak upp hrossahlátur. „Það er ekkert í krukkunum nema grös og læknislyf," sagði hún. „Það sæti sízt á yð- ur að kæra mig fyrir fjölkynngi, úr því að eg læknaði konuna yðar, þegar hún lá í sótt- veikinni í vetur.“ „Þér eigið þakkir skilið fyrir það,“ mælti Jörgen. „En sleppum því cg tölum um bræðurna. Ef eg næði í kröfubréfið, sem þér töluðuð um, þá fengjuð þér að lifa í friði fyrir þeim.“ „Enginn vafi á því,“ svaraði hún, „en hánn verður aldrei svo vitlaus, að hann láti það af hendi.“ „Við sjáum til,“ mælti Jörgen. „Það má fara að slíkum náunga á ýmsan hátt. Sjálf- sagt yrði að lofa honum öllu fögru um greiðslur, þegar ástæður leyfðu, bæði til hans og Dionysiusar." „Þér megið lofa hverju, sem þér viljið,“ svaraði Sigbrit „og ef hann hættir að spila, drekka og dufla, þá skal eg vera honum inn- anhandar. En Dionysius getur fengið að vera við afgreiðslu í búðinni hjá mér, ef hann skilur við Hermann." Svo fór Jörgen Hansen, en Sigbrit gekk fram í búðina. Hún hafði ætlað Dyveke að gæta liennar, en hún sá hana hvergi. Maí- sólin skein á f jörðinn, og hér og hvar var áð byrja að grænka uppi í bröttum fjallshlíð- unum. Garparnir hlupu um göturnar eins og gáskafullir hundar, æptu og hringsner- ust, og sjómennirnir sungu við höfnina. Sig- brit Willums sá, að komið var vct. Hún hallaði hurðinni aftur og vafði pilsin að fótunum vegna gigtar. Rétt á eftir kom Dyveke heim, kafrjóð og hýr á brá. „Eg var í Kóngshaga með Edle og Vi- beke,“ sagði hún lafmóð. „Trén eru sprung- in út og það er svo heitt, að eg þoli ekki við í þykku fötunum." Sigbrit sló til hennar með stafnum, en hún vatt sér undan. „Þú mátt ekki berja mig í dag, mamma," sagði hún. „Eg hef ekkert gert af mér, og sólin skein svo skært, að eg mátti til að fara út.“ „Komdu hérna og fáðu þína hirtingu,“ sagði Sig'brit. En Dyveke stökk fram að hurð og hvessti augun á móti.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.