Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Qupperneq 22

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Qupperneq 22
116 DYVEKE N. Kv; nokkrum árum og rekur smáverzlun með dugnaði.“ „Einmitt það,“ mælti kanslarinn og kink- aði aftur kolli. „Hans náð, konungurinn, er Hollendingum hliðhollur, og Kristján her- togi er það engu síður.“ Sigbrit Willums sneri sér á tunnunni, svo að hún gat horft beint framan í kanslarann. „Eruð þér kanslari Iiins kjörna konungs?" spurði hún. Eiríkur Walkendorf kinkaði kolli. „Segið honum þá, að ekki veiti af að hann komi hingað,“ sagði Sigbrit. „Ef hann flæmir ekki Garpana héðan, þá leggja jreir bæinn í rústir. Hér er fullt af Norðmönn- um, sem geta siglt með skreið til Frakk- lands og Spánar og flutt heim vín, krydd- varning og dýr klæði. En þeir komast ekki að fyrir Lýbiku-mönnum. Sá er lélegur konungur, sem lætur útlendinga fleyta rjómann ofan af, meðan þegnar hans eru rúnir.“ „Eg skal skila því til konungs," svaraði kanslarinn glaðlega. „Honum mun þykja enn vænna um þau ummæli, þar sem þau eru norsk, en af munni hollenzkrar konu.“ „Nú er eg orðin norsk,“ svaraði hún stuttlega. „Það var vel sagt,“ mælti kanslarinn. „Þó að eg sé fæddur í Danmörku, tel eg mig norskan síðan eg kom hingað, og sé það guðs vilji, að eg dveljist hér framvegis skal eg leggja mig allan fram i þágu þessa Iands.“ Hann greip smáköku, braut hana og borðaði og lagði ríflegt gjald á búðarborðið. „Þegar eg var áðan á leiðinni hingað, sá eg laglega stúlku á undan mér,“ mælti hann; „hún hljóp allt hvað fætur toguðu, og mér sýndist hún hverfa hér inn í búð- ina.“ „Það var dóttir Sigbritar," svaraði fó- getinn; „hún fór upp í fjall með dóttur minni og dóttur Jörgens skrifara. Ef til vill hefur hún verið hrædd við að koma of seint heim, þvf að Sigbrit Willums er hörkutól." „Eg sá líka hinar stúlkurnar," mælti kanslarinn; „allar voru þær laglegar, en sú, sem hingað hljóp, bar af öllum, sem eg man eftir, — lrvað heitir dóttir yðar, Sigbrit?" „Hún heitir Dyveke." „Dyveke,“ mælti Walkendorf; „það þýð- ir: litla dúfan mín. Fallegt nafn, sem hæfir fögru barni. Lofið mér að sjá dóttur yðar, Sigbrit; þó að eg sé klerklegrar stéttar, þá gleður mig allt, sem fagurt er.“ Sigbrit kallaði á Dyveke. Hún kom, kaf- rjóð eftir hlaupin og kinnhestana, með vot, tindrandi augu, en þó enn fegurri en hún hafði virzt á hlaupunum. „Dyveke,“ mælti hann og kinkaði blíð- lega kolli til hennar. Dyveke hneigði sig brosandi, en Sigbrit horfði hvasst á kanslar- ann. „Já, hún er fögur," mælti Hinrik Bagge, „við köllum hana fallegustu stúlkuna í Björgvin.“ „Fegurð er viðsjárverð gjöf,“ mælti ábót- inn á Munklífi, „en það get eg vottað, að engin mær í bænum er talin heiðvirðari en dóttir Sigbritar." Eiríkur Walkendorf spjallaði ennþá stundarkorn við mæðgurnar. Svo fór hann, en sneri sér við aftur og horfði þangað. Dyveke stóð þá úti fyrir búðinni og starði á eftir honum. „Var þetta kanslari kjörkonungsins, mamma?" spurði hún. „Kemur konungur- inn sjálfur?" „Það er sjálfsagt,“ svaraði Sigbrit, „en farðu nú inn og lagaðu á þér sokkana. Það ætti ekki að þurfa að tyfta þig til, svo stóra stúlku, og það hefði verið dálaglegt, ef kanslarinn het'ði séð það!“ Dyveke fór inn og á meðan hún var að laga sokkaböndin, glotti hún í laumi. Hún þóttist viss um, að ef kanslarann hefði borið að litlu fyrr, hefði hún alveg losnað við löðrunga móður sinnar.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.