Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Page 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Page 23
N. Kv. DYVEKE 117 Um kvöldið kom Jörgen Hansen aftur til Sigbritar. >,Frétzt hefur um allan bæinn, að kanslar- inn hafi talað lengi við yður alúðlega,“ mælti hann, ,,og ef þér hafið hagað orðum yðar vel, þá er ekki að vita, hvað upp úr því má hafa.“ „Eg kom til dyranna eins og eg var klædd,“ svaraði hún. ,,Það var ágætt,“ sagði Jörgen hlæjandi, „sérstaklega, ef þér hafið forðazt klúryrði. — Annars kem eg með góðar fréttir til yðar.“ Hann tók upp bréf og rétti henni það. Hún tók við því og meðan hún las það, var Þún skjálfandi; hún gat varla varizt því að æpa upp af gleði. Þetta var skuldbinding hennar til Hermanns. Hún las liana tvisvar eða þrisvar, rétt eins og hún gæti ekki trúað þessu, en að lokum braut hún hana sam- an, hélt á henni drykklanga stund og fleygði úenni síðan undir pottinn. Þegar hún var úrunnin til ösku, mælti hún: „Hvernig í ósköpunum náðuð þér í hana?“ „Það má kyrrt liggja,“ svaraði hann, „en með góðu eða illu er flest kleift hér í heimi. Nú eruð þér laus við þær áhyggjurnar, ef Þér hafið sagt mér allt með sannindum. Uionysius er háskælandi og vill ólmur komast í búðina til yðar. Hermann hefur -svarið og sárt við lagt, að hann skuli aldrei framar snerta spil, teninga eða sterkt öl, ems og líka sæmir betur frjálsum borgara ú'á Amsterdam og fyrrverandi bæjarstjóra. Gerið nú það gustukabragð að fyrirgefa honum misgerðir hans við yður og minnast hans, þegar þér komið í dýrðina, sem stjörn- Ur himinsins hafa spáð yður.“ Hann sagði þetta hlæjandi, en Sigbritu stökk ekki bros. „Ef hann hegðar sér vel að öðru leyti,“ ^varaði hún. 7. kap. Hinn kjörni konungur. Hinn kjörni konungur, Kristján hertogi, sat á skrifstofu sinni í Akurshúsi í Ósló og stýrði Noregs veldi. Hjá honum var Jón Pálsson, prófastur Maríukirkjunnar, sem alla tíð hafði stutt Hans konung með trú- festi og var kunnugri í fjallalandinu en nokkur annar maður. „Yðar náð hefur sagt, að konungurinn hafi boðið yður að fara að mínum ráðurn," mælti herra Jón. „Rétt er það,“ svaraði hertoginn, „en af því að hann sá, að gamalla manna ráð nægja ekki, þótt góð séu, þá sendi hann mig hingað. Eg er nú fullra 26 ára og afar hneigður til athafna." „Eg fer aðeins frarn á, að þér takið vægi- lega á málunum," mælti herra Jón, „og um- fram allt, að þér liugsið yður vel um, áður en þér látið skríða til skarar gagnvart Karli biskupi á Hamri. Þó að hann sé grunaður um mök við Svía, þá vitum við ekkert með vissu, enda getur verið varhugavert að gera svo háúm preláta neitt til miska.“ Kristján hertogi studdi hönd undir kinn og horfði hvasst á herra Jón. „Ekki held eg, að það sé svo varhugavert nú orðið,“ svaraði liann. „Kirkjuvaldið er veigalítið og hans heilagleiki í Rómaborg ræðst ekki á konung, sem ber þrjár kórón- ur, út af einum vesölum biskupi." Hena Jón hafði ekki fleiri orð um þetta efni; feginn hefði hann viljað, að kanslari hertogans hefði verið viðstaddur, til þess að styðja mál hans. En Eiríkur Walkendorf var í Björgvin, því að þaðan höfðu borizt fregn- ir af yfirgangi Þjóðverja. Herbergissveinn konungs, Albrekt von Hohendorf, kom inn með þau skilaboð, að höfuðsmaðurinn á Akurshúsi, Jörgen Vesteny, bæði um áheyrn, en með honum væri prófasturinn í Vébjörgum, Andrés Mús, sem þá nýlega hafði verið veitt bisk- upsstaða í Ósló.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.