Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Side 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Side 38
132 BENEDIKTSBRÆÐURNIR Á ETNU N. Kv. meðal heimsins barna.“ „Ekki veit eg, hvað vantar á réttina,“ anzaði greifinn, „cg séð hefi eg, að nóg er til í eldhúsi af góðum vist- um. I>að skyldi þá vera að vínið vantaði, eða væri ekki sem ákjósanlegast." „Hvað vínið snertir, þá getið þér verið óhræddur, því að það er gott.“ „Þá sé eg ekki að neitt vanti.“ „Enn er það,“ mælti ábótinn, „að yður kunni að þykja sumir siðir vorir óklerkleg- ir. Það er t. d. m. einn af siðum vorum, að vér setjumst aldrei svo til borðs, að ekki hafi hver af oss hlaðnar skammbyssur á borðinu fyrir framan sig, og gerum vér það, til þess að vera búnir við hverju, sem að höndum kann að bera á þessum afskekkta stað.“ Um leið og ábótinn mælti þetta, tók hann liend- inni undir hempuna og dróg úr belti sínu 2 afbragðs fagrar skammbyssur, er hann lagði á boðrið fyrir sæti sínu. „Ekki er of varlega farið,“ mælti greifinn, „og gott lið má verða af skammbyssum. Eg bafði líka tvær með mér í dótinu mínu, en það er skrítið, eg trúi að yðar séu alveg eins og mínar.“ „Þetta nrá vera,“ mælti ábótinn og gat varla varist hlátri, „eg hefi fengið þessar frá honum Kúkenreiter í Þýzkalandi.“ „Atti eg ekki von á, rnínar eru einmitt líka frá honum. Það má sækja mínar, svo að við getunr borið þær saman.“ „Við skulum sleppa því, herra greifi, þangað til við erum búnir að borða. Gerið þér nú svo vel og setjist beint á móti mér. Kunnið þér borðbænina?“ „Einhvern tíma kunni eg hana, en eg lreld að eg sé far- inn að ryðga í henni.“ „Það fór illa, því að eg ætlaði að biðja yður að fara með hana, en fyrst þér eruð farinn að gleyma henni, þá sleppum við henni í þetta sinn.“ „Ójá, slepjjum henni, sleppum henni," sagði greifinn. Nú var tekið til matar og bar ekki á öðru, en greifinn og munkarnir, ekki síður, gætu borðað, þótt bæninni væri sleppt. Ábótinn rétti greifanum vínflösku og sagði: „Smakk- ið þér á víninu því arna fyrir mig.“ Greifinn hellti á staup, hélt því ofurlitla stund upp við ljósið, og renndi því síðan út ógnar hægt, til þess að smakka sem bezt á því. „Eg hélt, að eg ætti að bera kennsli á vín,“ mælti hann, „en þetta vín þekki eg þó ekki, nema ef það skyldi vera .ungt Madeiravín." „Það er Marsalavín," anzaði ábótinn, ,,og ætti skilið að fleiri þekktu það en gjöra. En það er svo með fleira á vesalings eynni okkar.“ „Vínið er ágætt,“ sagði greifinn, „eg skal lmgsa eftir að kaupa nokkuð af því, áður en eg fer heim. Er það dýrt?“ „Fáa skildinga flaskan.“ „Hvað segið þér, fáa skildinga falskan?" sagði greifinn og hellti óspart í 'staupið. „Eg vil aðeins leyfa mér að benda yður á einn galla, sem það hefir,“ mælti ábótinn, „það er fjarska áfengt.“ „Það áfengt," sagði greifinn, „eg treysti mér að drekka pott af því eins og ekki neitt." „Þá ætla eg að biðja yður að láta eins og þér væruð heima hjá yður, en hugsa aðeins eftir því, að fleiri víntegundir er hér að velja um en Marsalavínið eitt.“ Greifinn át nú og drakk af beztu lyst, og munkarnir vildu sýna, að þeir væru lronum jafnsnjallir, í fyrstu var þegjandalegt við borðið, en ekki leið á löngu, áður en menn fóru að tala sarnan, fyrst í hálfum hljóðum, lrver við sinn sessunaut, en síðan hærra og hærra eftir því sem vínið sveif á þá. Að lok- um var svo mikil háreysti, að ekki heyrðist mælt mál. Greifinn var að vísu ekki sterkur í ítölskunni, en þó jróttist hann skilja, að mikið var talað um rán og gripdeildir, sagð- ar sögur af jrví hvernig klaustur höfðu verið rænd og brennd, nunnur hafðar á burt, lögreglumenn hengdir og þar fram eftir göt- unum. Ekki jrótti greifanum þetta neitt kynlegt , Jrví að það var ekki ólíklegt, að munkar þessir hefðu oft séð aðfarir stiga- manna þar á eynni. Auk Marsalavínsins voru ýmsar aðrar víntegundir drukknar, og þótt greifinn væri hraustur, fór honum samt á endanum að daprast sjónin og vefjast tunga um tönn. Þessu næst fóru menn að syngja, og greifinn, sem líka vildi láta heyra

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.