Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Qupperneq 42

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1946, Qupperneq 42
136 GAMLI HRINGJARINN N. Kv. borið með sæmd. Og honum fannst jörðin rök og svöl vera eins og móðir sín.... Bráð- lega, nijög bráðlega. . . .! En nú var stundin komin. Mikheyich leit enn einu sinni eftir stjörnunum, tók ofan húfuna, signdi sig og greip í bjöllustreng- inn. 1 sama bili kvað við klukknaómurinn og bergmálaði í næturkyrrðinni. í annað, þriðja og fjórða sinn, hvað eftir annað, dundi við voldug klukknahringing hinna heilögu tíða frá turninum og fyllti loftið með sínum máttuga, kliðmjúka hljómi. Klukkurnar voru þagnaðar og guðsþjón- usta hafin .Að öllum jafnaði var það venja Mikheyichs gamla, að fara niður, þegar hann var búinn að hringja og láta fyrirber- ast í horninu fram við dyrnar til að heyra sönginn og geta beðizt þar fyrir í næði. í þetta skipti ætlaði hann ekki að fara niður. Það var svo ákaflega erfitt að ganga stigana og þar að auki fann hann til þreytu. Hann settist á bekkinn og hlustaði á það, hvernig klukknahljóðið dó smám saman út. Allt í einu var liann farinn að hugsa eins og í leiðslu. Ef hann hefði verið spurður að því, um hvað hann væri að hugsa, mundi hann ekki hafa getað svarað. . . . í turninum var daufur bjarmi af ljósker- inu, sem hann hafði borið upp með sér. Klukkurnar, sem ennþá titruðu af hring- ingunni, hurfu í skuggana. Við og við barst fjarlægur ómur af kirkjusöngnum upp til hans, og náttvindurinn þaut í strengjunum, sem festir voru við kólfana, og hreyfði þá öðru hvoru. Öldungurinn beygði höfuðið ofan á bringu sína og um huga hans þutu ýmsar hálf óráðskenndar sýnir. „Nú er verið að syngja sálm,“ hugsaði hann, og honum fannst eins og hann væri sjálfur kominn inn í kirkjuna. Þarna voru öll börnin í söng- kórnunr, þarna sá hann gamla prestinn, sem fyrir löngu var dáinn, bera fram bænir sín- ar fyrir söfnuðinn, og höfuð bændanna, hundruðum saman, hófust og hnigu, til- beiðslunni, eins og þroskuð kornöx fyrir vindi. . . .Bændurnir signdu sig. . . . Hann þekkti þá alla, þó að þeir væru dánir. Þarna sá hann hinn alvarlega og stranga svip á á- sjónu föður síns. Þarna sá hann bróður sinn biðjast fyrir með brennandi fjálgleik. Og sjálfur stóð hann þarna mitt á meðal þeirra, Ijómandi af þrótti og hreysti og fullur af ó- sjálfráðri hamingjuvon. . . . Hvað var nú orðið um þessa hamingju, sem hann dreymdi einu sinni um. . . . ? Allt í einu var eins og hugsun öldungsins fuðraði upp og varpaði birtu yfir heil tíma- bil liðinnar æfi. . . . Hann sá erfiði og stritvinnu, sorgir og áhyggjur. . . . hvar var þessi hamingja? Óblíð lífskjör rista sínar rúnir, jafnvel á ásjónur ungra manna, þau beygja bakið, hversu fílhraust sem það er og kenna mönn- um að andvarpa, eins og þau kenndu eldri bróður hans það. Þarna til vinstri, meðal annarra kvenna í þorpinu, stóð heitmey hans og laut höfði í auðmýkt. Góð og elskuleg sál, megi hún erfa ríki himnanna! Enginn nema guð einn vissi hversu mikið hún hafði orðið að þjást, þessi vesalings kona. . . . Eilíf fátækt og strit, óhjákvæmilegar sorgir og áhyggjur konunnar hljóta að ræna hana allri fegurð, slökkva ljómann í augum hennar og í stað lífsgleðinnar, gróðursetja á vöngum hennar stöðuga angist fyrir komandi óhöppum. . .. Hvar var hennar hamingja?. . . . Einn son- ur þeirra hafði fengið að komast á legg og lifa til fullorðinsára. Hann var augasteinn þeirra og eftirlætisgoð og á honum byggðu þau allar vonir sínar. En hann hafði reynzt að vera of veiklundaður til að standast freistingar. . . . Og loks kom hann auga á ríka bóndann, óvin sinn. Hann var líka þarna staddur, krjúpandi á kné cg biðjandi fyrirgefningar á sínum mörgu syndum, öllum tárum mun- aðarleysingjanna, sem hann hafði orðið

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.